„Gautavík“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Olafurbj (spjall | framlög)
Ný síða: '''Gautavík''' er bær við Berufjörð norðanverðan í Djúpavogshreppi Í Gautavík var verslunarstaður til forna. Bæði í [[Njálss...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. apríl 2008 kl. 10:00

Gautavík er bær við Berufjörð norðanverðan í Djúpavogshreppi

Í Gautavík var verslunarstaður til forna. Bæði í Njálssögu og Fljótsdælasögu segir frá skipakomum þangað. Á 14. og 15. öld virðist hafa verið töluvert verslað við þjóðverja eftir því sem annálar herma. Eru í Gautavík sýnilegar minjar um verslunarstaðinn þar. Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega. Frá Gautavík er verslunin svo flutt yfir fjörðinn, og þá fyrst til Fýluvogs (Fúluvíkur). Voru það kaupmenn frá Bremen eða Brimarkaupmenn. Þaðan fluttist verslun síðan yfir á Djúpavog.

Þangbrandur prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum Noregskonungs til að kristna Íslendinga. Hann var þýzkur og gerðist hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar. Honum er lýst sem ofstopamanni í Kristnisögu og ófærum til kristniboðs, enda var hann sagður bera Biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.

Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið 1792 og hjónin á bænum fórust.