„Djúpivogur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Djupivogur.jpg|right|Frá Djúpavogi]]
'''Djúpivogur''' er þorp í [[Djúpavogshreppur|Djúpavogshreppi]] sem stendur á [[Búlandsnes|Búlandsnesi]], milli [[Berufjörður|Berufjarðar]] og [[Hamarsfjörður|Hamarsfjarðar]]. Þar búa 354 manns ([[1. desember]] [[2007]]).
'''Djúpivogur''' er þorp í [[Djúpavogshreppur|Djúpavogshreppi]] sem stendur á [[Búlandsnes|Búlandsnesi]], milli [[Berufjörður|Berufjarðar]] og [[Hamarsfjörður|Hamarsfjarðar]]. Þar búa 354 manns ([[1. desember]] [[2007]]).



Útgáfa síðunnar 9. apríl 2008 kl. 22:12

Frá Djúpavogi
Frá Djúpavogi

Djúpivogur er þorp í Djúpavogshreppi sem stendur á Búlandsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Þar búa 354 manns (1. desember 2007).

Saga

Saga Djúpavogs samtvinnast mjög verslunarsögunni. Þar hefur verið rekin verslun í yfir 400 ár. Búlandsness er getið þegar í Landnámsbók, en elsti verslunarstaður þar um slóðir var í Gautavík við Berufjörð norðanverðan. Eru í Gautavík sýnilegar minjar um verslunarstaðinn þar. Frá Gautavík er verslunin svo flutt yfir fjörðinn, og þá fyrst til Fýluvogs (Fúluvíkur). Voru það kaupmenn frá Bremen eða Brimarkaupmenn. Þaðan fluttist verslun síðan yfir á Djúpavog. Fengu Hamborgarkaupmenn einkaleyfi til verslunar hér með sérstöku verslunarleyfi Friðriks 2., hinn 20. júní 1589. Má sá dagur teljast stofndagur verslunar á Djúpavogi. Á einokunartímanum náði verslunarsvæði Djúpavogs milli Gvendarness og Skeiðarár, yfir 10 sveitir. Sjávarútvegur hefur lengi verið stundaður frá Djúpavogi. Hákarlaskútur voru gerðar héðan út á 19. öld og síðar þilskip til þorskveiða. Frá þeim tíma var Djúpivogur ein helsta útgerðarstöð á Austurlandi en fór heldur hnignandi er leið fram á 20. öldina. Á síðari árum hefur staðurinn tekið að vaxa á ný.

Hinn formfagri Búlandstindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs, í Löngubúð er meðal annars safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara.

Afþreying

Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins. Frá tjaldsvæðinu er frábært útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu.

Í sveitafélaginu er góð og fjölbreytt þjónusta bæði í gistingu, mat og afþreyingu. Miklir möguleikar eru á ýmiskonar afþreyingu í Djúpavogshreppi. Má þar m.a. nefna að á Djúpavogi er ný og glæsileg sundlaug, mjög góður 9 holu golfvöllur, skemmtilegar gönguleiðir og boðið er upp á siglingu út í Papey. Fuglalíf er fjölbreytt í nágrenni Djúpavogs.

Tengill

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.