„Björgvin Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Björgvin Helgi Halldórsson''' (f. [[16. apríl]] [[1951]]) er [[Ísland|íslenskur]] [[söngur|söngvari]], frægastur fyrir að syngja [[popp]]lög og [[ballaða|ballöður]] sem mörg hafa náð gríðarlegum vinsældum á Íslandi.
'''Björgvin Helgi Halldórsson''' (f. [[16. apríl]] [[1951]]) er [[Ísland|íslenskur]] [[söngur|söngvari]], þekktastur fyrir að syngja [[popp]]lög og [[ballaða|ballöður]] sem flest hafa náð gríðarlegum vinsældum á Íslandi.


Björgvin er fæddur í [[Hafnarfirði]] og sleit þar barnskónum. Fyrsta hljómsveit hans var Bendix en var þó ekki lengi í þeirri hljómsveit heldur tók við söngnum í [[Flowers]] þegar [[Jónas R. Jónasson]] hætti. Í dag starfar hann sem tónlistarmaður, þulur og sitthvað fleira. Á ferli sínum sem tónlistarmaður liggja frumsamin sem og tökulög sem hann hefur þreytt á skífur, meðal þeirra eru sígild lög á borð við dúettinn „Ég vil eiga jólin með þér“, „[[Gullvagninn]]“ og „Þó líði ár og öld“. Björgvin hefur meðal annars verið söngvari [[Flowers]], [[Ævintýri (hljómsveit)|Ævintýra]], [[Brimkló]] og [[HLH-flokkurinn|HLH-flokksins]]. Þá var hann valinn „poppstjarna ársins“ þann [[1. október]] [[1969]].
Björgvin er fæddur í [[Hafnarfirði]] og sleit þar barnskónum. Fyrsta hljómsveit hans var Bendix en var þó ekki lengi í þeirri hljómsveit heldur tók við söngnum í [[Flowers]] þegar [[Jónas R. Jónasson]] hætti. Í dag starfar hann sem tónlistarmaður, þulur og sitthvað fleira. Á ferli sínum sem tónlistarmaður liggja frumsamin sem og tökulög sem hann hefur þreytt á skífur, meðal þeirra eru sígild lög á borð við dúettinn „Ég vil eiga jólin með þér“, „[[Gullvagninn]]“ og „Þó líði ár og öld“. Björgvin hefur meðal annars verið söngvari [[Flowers]], [[Ævintýri (hljómsveit)|Ævintýra]], [[Brimkló]] og [[HLH-flokkurinn|HLH-flokksins]]. Þá var hann valinn „poppstjarna ársins“ þann [[1. október]] [[1969]].

Björgvin Helgi Halldórsson fæddist þann 16. apríl 1951 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Bendix og frá þeirri stundu er hann steig fyrst á svið með þeim og hóf að syngja bítlalagið Penny Lane má segja að Björgvin Halldórsson hafi byrjað einhvern glæsilegast feril sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi.

Björgvin Halldórsson hafði ekki dvalið lengi með þeim í Bendix er hann gerðist framlínumaður hljómsveitarinnar Flowers í stað Jónasar R. Jónssonar. Flowers sprakk þó skömmu síðar, í Trúbrots-sprengjunni frægu ásamt Hljómum.

Í kjölfarið stofnaði Björgvin hljómsveitina Ævintýri ásamt þeim Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni. Og sem söngvari þeirrar sveitar má segja að stórstjörnudraumurinn hafi orðið að veruleika. Hápunktur þess draums var efalaust í Laugardalshöll þegar 4300 manns mættu og völdu hann sem poppstjörnu ársins, þann 1. október 1969.

Ævintýri hafði uppi áætlanir um gerð stórrar LP plötu en útgefendur töldu meiri líkur á að sólóplata með söngvaranum sjálfum skilaði meiri hagnaði, sérstaklega eftir poppstjörnukosninguna. Undanfari plötunnar var smáskífa með titillaginu Þó líði ár og öld sem út kom seint á árinu 1969.

Platan sjálf vannst hinsvegar frekar hægt og þegar hún kom loks út seinni hluta árs 1970 seldist hún ágætlega en Björgvin sjálfur var orðinn hálf fráhverfur gripnum, og fannst hann næstum of gamall. Björgvin átti þó síðar eftir að hljóðrita titillag plötunnar aftur og hefur sú útgáfa fylgt ferlinum síðan og verið talið meðal hans bestu laga.

En Ævintýri var úti og Björgvin í samstarfi við Sigurjón og Arnar stofnaði hljómsveitina Brimkló, sem hann yfirgaf nokkrum mánuðum síðar vegna tónlistarágreinings. Næst lá leið hans í raðir hljómsveitarinnar Change, ásamt Stuðmanninum Tómasi Tómassyni, en Change var í þann mund að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi og fluttist Björgvin til London þar sem hann dvali um tíma en starfaði þó stutt með sveitinni.

Gunnar Þórðarsson og Rúnar Júlíusson ákváðu 1973 að endurvekja Hljóma og buðu Björgvini Halldórssyni að vera með. Hann þáði boðið og vann með þeim eina plötu, Hljómar 74, sem hljóðrituð var í Bandaríkjunum um jólin 1973. En sveitin sem slík náði ekki því flugi sem hún hafði gert á árum áður og platan féll ekki inn í tíðarandann og leystist verkefnið upp.

Úr því varð til hljómsveitin Ðe lónlí blú bojs sem náði að gera allt vitlaust hvað vinsældir snerti. Sú sveit sendi frá sér hverja stuðplötuna á fætur annarri. Meðan Björgvin dvaldi í London vann hann ásamt Gunnari Þórðarsyni að gerð fyrri vísnaplötunnar Einu sinni var sem kom út 1976 og er enn í dag meðal söluhæstu platna íslenskrar útgáfusögu. Sama ár flutti Björgvin heim að áeggjan Rúnars Júlíussonar og var Brimkló endurlífguð og sló í gegn með sinni fyrstu LP plötu. Ári síðar kom önnur vísnaplata þeirra félaga Björgvins og Gunnars út sem hlaut heitið Út um græna grundu.

Árið 1978 sendi Björgvin Halldórsson frá sér sína aðra sólóplötu, Ég syng fyrir þig, sem er ein hans vinsælasta sólóplata á ferlinum enda er þar að finna gullmola á borð við Eina ósk, Skýið og Elskar þú mig á morgun, auk titillagsins. Árið 1979 brá Björgvin sér í leðurjakkann og rokkaði af og til næstu árin á nokkrum plötum með þeim bræðrum Halla og Ladda, undir fána HLH flokksins, við fádæma vinsældir.

Árið 1980 gerði Björgvin Halldórsson plötuna Dagar og nætur í samstarfi við Ragnhildi Gísladóttur. Óhætt er að fullyrða að sú plata var ein vinsælasta plata þess árs þrátt fyrir pönkbyltinguna miklu sem reið yfir landið um líkt leyti. Sama ár var frumsýnd kvikmyndin Óðal feðranna, þar flutti Björgvin lagið Sönn ást, sem er ein af sígildum perlum dægurlaganna. Fyrir jólin stóð til að Björgvin gerði stóra 12 laga jólaplötu. Til þess vannst þó ekki tími en gefin var út tveggja laga smáskífa, Ný jól.

Það liðu nú heil tvö ár áður en aðdáendur Björgvins fengu nýtt sólóefni í hendur en 1982 kom út hans þriðja plata, Á hverju kvöldi, sem margir aðdáendur Björgvins telja eina vanmetnustu plötu hans, enda gæði skífunnar augljós strax við fyrstu hlustun og lög eins og Reyndu, Skýjaglópar og Aðeins sextán sanna. Hér hefur verið farið yfir helstu sólóverk Björgvins en þegar hér er komið sögu hafði hann sungið talsvert inn á plötur annarra sem og safnplötur, t.d. mátti heyra lög með Björgvini á safnplötu SG hljómplatna Við djúkboxið sem út kom 1982.

Árið 1986 sendi hann frá sér nýja sólóplötu sem hét einfaldlega Björgvin. Sú skífa skartar m.a. perlum á borð við Ég lifi í draumi eftir Eyjólf Kristjánsson, en það lag hefur verið fastagestur í útvarpstækjum landsmanna allar götur síðan. Einnig er þar lagið Ástin eftir Valgeir Guðjónsson.

Ári síðar kom út fyrsta jólaplatan af þriggja platna seríu, ef svo má segja, þar sem Björgvin Halldórsson tekur á móti jólagestum, sem allir eru þekktir söngvarar. Á henni mæta til leiks Egill Ólafsson, Jóhann Helgason, Helga Möller, Elly Vilhjálms og Pálmi Gunnarsson svo nokkrir séu nefndir. Hinar tvær plöturnar voru unnar undir sömu forskrift, Allir fá þá eitthvað fallegt (1989) og Jólagestir 3 (1995), en gestir Björgvins á þessum plötum eru fjölmargir.

Árið 1990 kom út fyrsta plata Sléttuúlfana en með þeirri sveit gaf Björgvin út tvær plötur og kom sú síðari út 1991. Mörg laga þeirrar sveitar náðu miklum vinsældum og eru enn á skilunarskrám útvarpsstöðvanna.

Árið 1993 gerði Björgvin Halldórsson Gospelplötuna Kom heim, fyrir Samhjálp, sem heldur betur sló í gegn með lögunum um Gullvagninn og lagið Milljón glappaskotin, sem var álíka smellur og óhætt er að fullyrða að með því hafi Björgvin komið Gospeltónlistinni á kortið hér á landi. Björgvin átti síðar eftir að vinna tvær plötur í svipuðum dúr, Hærra til þín (1995) og Alla leið heim (1997). Þessar plötur áttu síðar eftir að verða aðaluppistaðan í safnplötunni Pottþétt Gospel, sem Skífan gaf út í Pottþétt seríunni árið 2001, sem undirstrikar gæði þessara platna.

Árið 1994 tók Skífan saman nokkrar perlur Björgvins Halldórssonar og gaf út á tvöfaldri safnplötu sem fékk titilinn Þó líði ár og öld. Árið síðar kom svo út önnur safnplata, Núna, en á henni er að finna lög sem Björgvin hafði flutt í undankeppnum Eurovision söngvakeppninnar, en hann hafði margoft tekið þátt í þeim keppnum frá því þær hófust hér heima, en þetta ár var Björgvin einmitt fulltrúi Íslands í með lagið Núna. Björgvin hefur einnig tekið þátt í fjölda keppnum á erlendri grund.

Árið 1999 var jólalögum í flutningi Björgvins og félaga safnað saman á tvöfalda plötu er bar heitið Bestu jólalög Björgvins. Ári síðar var hún svo stytt í einfalda plötu sem kallaðist Um jólin.

Ný sólóplata leit dagsljósið 2001 þar sem Björgvin kom mönnum mjög á óvart með frábærri túlkun sinni á Megasarlögunum Spáðu í mig og Tvær stjörnur, auk lagsins um Lennon (hinn eini sanni Jón), sem er eftir Björgvin sjálfan. Ári síðar eða 2002 kom svo út ballöðusafn Björgvins, Ég tala um þig.

Í árslok 2003 sendi Björgvin frá sér enn eitt meistarastykkið sem hlaut heitið Duet, Þar fær Björgvin, eins og svo oft áður ýmsa valda listamenn í lið með sér en í þetta sinn til að syngja á móti sér og má þar heyra samsöng hans með nöfnum eins og Pál Rósenkranz, Jón Jósep Snæbjörnsson, þekkari sem Jónsi söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, Þá tekur hann dúett með Krumma syni sínum og dóttur sinni Svölu, Birgitta Haukdal syngur einnig með honum í einu laga plötunnar en talsverður fjöldi söngvara þessu til viðbótar á dúett þarna.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í sólóferli Björgvins því ónefndar eru ýmsar plötur sem Björgvin hefur sungið inn á en skrifast kannski ekki á hann. Má þar nefna stórglæsilega plötu með lögum eftir Jón frá Hvanná, Töfrablik, plötu Hauks Heiðars og félaga, Með suðrænum blæ, en Björgvin var framleiðandi beggja þessara platna, barnaplötuna sívinsælu Börn og dagar, Við eigum samleið sem skartar sönglögum Sigfúsar Halldórssonar, Djöflaeyjan sem inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd en Björgvin hafði veg og vanda að tónlistarvali þeirrar plötu og sá um framleiðslu. Einnig hefur Björgvin sungið inn á sólóplötur Gunnars Þórðarsonar, Borgarbrag, Í loftinu og Himinn og jörð, en þar syngur Björgvin lagið Vetrarsól auk titillagsins.

Björgvin hefur ljáð kollegum sínum meira en rödd sína um dagana því fagmennsku hans virðist engin takmörk sett þegar tónlist er annars vegar og sem upptökustjóri og tónlistarstjórnandi hefur Björgvin einnig sannað sig svo um munar. Til vitnis um það má benda á að tveir af okkar stærstu söngvurum á óperusviðinu, þau Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, hafa fengið Björgvin til að stjórna upptökum og annast framkvæmd við gerð platna sinna. Á plötu Kristjáns var undirleikur í höndum Sinfóníuhljómsveitar Lundúna. Björgvin hefur og haft umsjón og haldið um stjórnvölin við gerð Íslandslaga, en þær plötur eru nú orðnar 6.

Rödd Björgvins má heyra á yfir 500 hljóðritum íslenskrar tónlistarsögu, svo sjá má að hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Ekki hefur verið minnst á allar þær sönglagakeppnir sem hann hefur tekið þátt í hérlendis sem og erlendis, né önnur störf hans hvorki sem útvarps-, skemmtana-, eða upptökustjóra, hljómsveitarstjóra né framleiðanda.
Björgvin Halldórsson er fyrst og fremst fagmaður í tónlist sem hefur haldið sínu striki sem slíkur þrátt fyrir allar tónlistarbyltingar og óvæga gagnrýni á ákveðnum tímum ferilsins. Til marks um fagmennsku hans er það svo að líklega hafa þeir sem hæst hafa gagnrýnt hann nálgast hann meira með tímanum en hann þá. Björgvin Halldórsson hefur fyrir löngu skipað sér á bekk meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu og það sæti mun vera merkt honum um alla framtíð.



{{Stubbur|æviágrip}}
{{Stubbur|æviágrip}}

Útgáfa síðunnar 15. mars 2008 kl. 15:19

Björgvin Helgi Halldórsson (f. 16. apríl 1951) er íslenskur söngvari, þekktastur fyrir að syngja popplög og ballöður sem flest hafa náð gríðarlegum vinsældum á Íslandi.

Björgvin er fæddur í Hafnarfirði og sleit þar barnskónum. Fyrsta hljómsveit hans var Bendix en var þó ekki lengi í þeirri hljómsveit heldur tók við söngnum í Flowers þegar Jónas R. Jónasson hætti. Í dag starfar hann sem tónlistarmaður, þulur og sitthvað fleira. Á ferli sínum sem tónlistarmaður liggja frumsamin sem og tökulög sem hann hefur þreytt á skífur, meðal þeirra eru sígild lög á borð við dúettinn „Ég vil eiga jólin með þér“, „Gullvagninn“ og „Þó líði ár og öld“. Björgvin hefur meðal annars verið söngvari Flowers, Ævintýra, Brimkló og HLH-flokksins. Þá var hann valinn „poppstjarna ársins“ þann 1. október 1969.

Björgvin Helgi Halldórsson fæddist þann 16. apríl 1951 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Bendix og frá þeirri stundu er hann steig fyrst á svið með þeim og hóf að syngja bítlalagið Penny Lane má segja að Björgvin Halldórsson hafi byrjað einhvern glæsilegast feril sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi.

Björgvin Halldórsson hafði ekki dvalið lengi með þeim í Bendix er hann gerðist framlínumaður hljómsveitarinnar Flowers í stað Jónasar R. Jónssonar. Flowers sprakk þó skömmu síðar, í Trúbrots-sprengjunni frægu ásamt Hljómum.

Í kjölfarið stofnaði Björgvin hljómsveitina Ævintýri ásamt þeim Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni. Og sem söngvari þeirrar sveitar má segja að stórstjörnudraumurinn hafi orðið að veruleika. Hápunktur þess draums var efalaust í Laugardalshöll þegar 4300 manns mættu og völdu hann sem poppstjörnu ársins, þann 1. október 1969.

Ævintýri hafði uppi áætlanir um gerð stórrar LP plötu en útgefendur töldu meiri líkur á að sólóplata með söngvaranum sjálfum skilaði meiri hagnaði, sérstaklega eftir poppstjörnukosninguna. Undanfari plötunnar var smáskífa með titillaginu Þó líði ár og öld sem út kom seint á árinu 1969.

Platan sjálf vannst hinsvegar frekar hægt og þegar hún kom loks út seinni hluta árs 1970 seldist hún ágætlega en Björgvin sjálfur var orðinn hálf fráhverfur gripnum, og fannst hann næstum of gamall. Björgvin átti þó síðar eftir að hljóðrita titillag plötunnar aftur og hefur sú útgáfa fylgt ferlinum síðan og verið talið meðal hans bestu laga.

En Ævintýri var úti og Björgvin í samstarfi við Sigurjón og Arnar stofnaði hljómsveitina Brimkló, sem hann yfirgaf nokkrum mánuðum síðar vegna tónlistarágreinings. Næst lá leið hans í raðir hljómsveitarinnar Change, ásamt Stuðmanninum Tómasi Tómassyni, en Change var í þann mund að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi og fluttist Björgvin til London þar sem hann dvali um tíma en starfaði þó stutt með sveitinni.

Gunnar Þórðarsson og Rúnar Júlíusson ákváðu 1973 að endurvekja Hljóma og buðu Björgvini Halldórssyni að vera með. Hann þáði boðið og vann með þeim eina plötu, Hljómar 74, sem hljóðrituð var í Bandaríkjunum um jólin 1973. En sveitin sem slík náði ekki því flugi sem hún hafði gert á árum áður og platan féll ekki inn í tíðarandann og leystist verkefnið upp.

Úr því varð til hljómsveitin Ðe lónlí blú bojs sem náði að gera allt vitlaust hvað vinsældir snerti. Sú sveit sendi frá sér hverja stuðplötuna á fætur annarri. Meðan Björgvin dvaldi í London vann hann ásamt Gunnari Þórðarsyni að gerð fyrri vísnaplötunnar Einu sinni var sem kom út 1976 og er enn í dag meðal söluhæstu platna íslenskrar útgáfusögu. Sama ár flutti Björgvin heim að áeggjan Rúnars Júlíussonar og var Brimkló endurlífguð og sló í gegn með sinni fyrstu LP plötu. Ári síðar kom önnur vísnaplata þeirra félaga Björgvins og Gunnars út sem hlaut heitið Út um græna grundu.

Árið 1978 sendi Björgvin Halldórsson frá sér sína aðra sólóplötu, Ég syng fyrir þig, sem er ein hans vinsælasta sólóplata á ferlinum enda er þar að finna gullmola á borð við Eina ósk, Skýið og Elskar þú mig á morgun, auk titillagsins. Árið 1979 brá Björgvin sér í leðurjakkann og rokkaði af og til næstu árin á nokkrum plötum með þeim bræðrum Halla og Ladda, undir fána HLH flokksins, við fádæma vinsældir.

Árið 1980 gerði Björgvin Halldórsson plötuna Dagar og nætur í samstarfi við Ragnhildi Gísladóttur. Óhætt er að fullyrða að sú plata var ein vinsælasta plata þess árs þrátt fyrir pönkbyltinguna miklu sem reið yfir landið um líkt leyti. Sama ár var frumsýnd kvikmyndin Óðal feðranna, þar flutti Björgvin lagið Sönn ást, sem er ein af sígildum perlum dægurlaganna. Fyrir jólin stóð til að Björgvin gerði stóra 12 laga jólaplötu. Til þess vannst þó ekki tími en gefin var út tveggja laga smáskífa, Ný jól.

Það liðu nú heil tvö ár áður en aðdáendur Björgvins fengu nýtt sólóefni í hendur en 1982 kom út hans þriðja plata, Á hverju kvöldi, sem margir aðdáendur Björgvins telja eina vanmetnustu plötu hans, enda gæði skífunnar augljós strax við fyrstu hlustun og lög eins og Reyndu, Skýjaglópar og Aðeins sextán sanna. Hér hefur verið farið yfir helstu sólóverk Björgvins en þegar hér er komið sögu hafði hann sungið talsvert inn á plötur annarra sem og safnplötur, t.d. mátti heyra lög með Björgvini á safnplötu SG hljómplatna Við djúkboxið sem út kom 1982.

Árið 1986 sendi hann frá sér nýja sólóplötu sem hét einfaldlega Björgvin. Sú skífa skartar m.a. perlum á borð við Ég lifi í draumi eftir Eyjólf Kristjánsson, en það lag hefur verið fastagestur í útvarpstækjum landsmanna allar götur síðan. Einnig er þar lagið Ástin eftir Valgeir Guðjónsson.

Ári síðar kom út fyrsta jólaplatan af þriggja platna seríu, ef svo má segja, þar sem Björgvin Halldórsson tekur á móti jólagestum, sem allir eru þekktir söngvarar. Á henni mæta til leiks Egill Ólafsson, Jóhann Helgason, Helga Möller, Elly Vilhjálms og Pálmi Gunnarsson svo nokkrir séu nefndir. Hinar tvær plöturnar voru unnar undir sömu forskrift, Allir fá þá eitthvað fallegt (1989) og Jólagestir 3 (1995), en gestir Björgvins á þessum plötum eru fjölmargir.

Árið 1990 kom út fyrsta plata Sléttuúlfana en með þeirri sveit gaf Björgvin út tvær plötur og kom sú síðari út 1991. Mörg laga þeirrar sveitar náðu miklum vinsældum og eru enn á skilunarskrám útvarpsstöðvanna.

Árið 1993 gerði Björgvin Halldórsson Gospelplötuna Kom heim, fyrir Samhjálp, sem heldur betur sló í gegn með lögunum um Gullvagninn og lagið Milljón glappaskotin, sem var álíka smellur og óhætt er að fullyrða að með því hafi Björgvin komið Gospeltónlistinni á kortið hér á landi. Björgvin átti síðar eftir að vinna tvær plötur í svipuðum dúr, Hærra til þín (1995) og Alla leið heim (1997). Þessar plötur áttu síðar eftir að verða aðaluppistaðan í safnplötunni Pottþétt Gospel, sem Skífan gaf út í Pottþétt seríunni árið 2001, sem undirstrikar gæði þessara platna.

Árið 1994 tók Skífan saman nokkrar perlur Björgvins Halldórssonar og gaf út á tvöfaldri safnplötu sem fékk titilinn Þó líði ár og öld. Árið síðar kom svo út önnur safnplata, Núna, en á henni er að finna lög sem Björgvin hafði flutt í undankeppnum Eurovision söngvakeppninnar, en hann hafði margoft tekið þátt í þeim keppnum frá því þær hófust hér heima, en þetta ár var Björgvin einmitt fulltrúi Íslands í með lagið Núna. Björgvin hefur einnig tekið þátt í fjölda keppnum á erlendri grund.

Árið 1999 var jólalögum í flutningi Björgvins og félaga safnað saman á tvöfalda plötu er bar heitið Bestu jólalög Björgvins. Ári síðar var hún svo stytt í einfalda plötu sem kallaðist Um jólin.

Ný sólóplata leit dagsljósið 2001 þar sem Björgvin kom mönnum mjög á óvart með frábærri túlkun sinni á Megasarlögunum Spáðu í mig og Tvær stjörnur, auk lagsins um Lennon (hinn eini sanni Jón), sem er eftir Björgvin sjálfan. Ári síðar eða 2002 kom svo út ballöðusafn Björgvins, Ég tala um þig.

Í árslok 2003 sendi Björgvin frá sér enn eitt meistarastykkið sem hlaut heitið Duet, Þar fær Björgvin, eins og svo oft áður ýmsa valda listamenn í lið með sér en í þetta sinn til að syngja á móti sér og má þar heyra samsöng hans með nöfnum eins og Pál Rósenkranz, Jón Jósep Snæbjörnsson, þekkari sem Jónsi söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, Þá tekur hann dúett með Krumma syni sínum og dóttur sinni Svölu, Birgitta Haukdal syngur einnig með honum í einu laga plötunnar en talsverður fjöldi söngvara þessu til viðbótar á dúett þarna.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í sólóferli Björgvins því ónefndar eru ýmsar plötur sem Björgvin hefur sungið inn á en skrifast kannski ekki á hann. Má þar nefna stórglæsilega plötu með lögum eftir Jón frá Hvanná, Töfrablik, plötu Hauks Heiðars og félaga, Með suðrænum blæ, en Björgvin var framleiðandi beggja þessara platna, barnaplötuna sívinsælu Börn og dagar, Við eigum samleið sem skartar sönglögum Sigfúsar Halldórssonar, Djöflaeyjan sem inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd en Björgvin hafði veg og vanda að tónlistarvali þeirrar plötu og sá um framleiðslu. Einnig hefur Björgvin sungið inn á sólóplötur Gunnars Þórðarsonar, Borgarbrag, Í loftinu og Himinn og jörð, en þar syngur Björgvin lagið Vetrarsól auk titillagsins.

Björgvin hefur ljáð kollegum sínum meira en rödd sína um dagana því fagmennsku hans virðist engin takmörk sett þegar tónlist er annars vegar og sem upptökustjóri og tónlistarstjórnandi hefur Björgvin einnig sannað sig svo um munar. Til vitnis um það má benda á að tveir af okkar stærstu söngvurum á óperusviðinu, þau Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, hafa fengið Björgvin til að stjórna upptökum og annast framkvæmd við gerð platna sinna. Á plötu Kristjáns var undirleikur í höndum Sinfóníuhljómsveitar Lundúna. Björgvin hefur og haft umsjón og haldið um stjórnvölin við gerð Íslandslaga, en þær plötur eru nú orðnar 6.

Rödd Björgvins má heyra á yfir 500 hljóðritum íslenskrar tónlistarsögu, svo sjá má að hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Ekki hefur verið minnst á allar þær sönglagakeppnir sem hann hefur tekið þátt í hérlendis sem og erlendis, né önnur störf hans hvorki sem útvarps-, skemmtana-, eða upptökustjóra, hljómsveitarstjóra né framleiðanda.

Björgvin Halldórsson er fyrst og fremst fagmaður í tónlist sem hefur haldið sínu striki sem slíkur þrátt fyrir allar tónlistarbyltingar og óvæga gagnrýni á ákveðnum tímum ferilsins. Til marks um fagmennsku hans er það svo að líklega hafa þeir sem hæst hafa gagnrýnt hann nálgast hann meira með tímanum en hann þá. Björgvin Halldórsson hefur fyrir löngu skipað sér á bekk meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu og það sæti mun vera merkt honum um alla framtíð.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.