„Loðna“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Asthora (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Asthora (spjall | framlög)
afnám loðnuveiðibanns
Lína 26: Lína 26:
Fylgst er með göngu loðnu við Ísland og ákvarðar [[Sjávarútvegsráðuneyti]] með hliðsjón af því það magn loðnu sem má veiða hverju sinni. Á vetrarvertíð 2007 er það 370 þúsund [[lest]]ir.
Fylgst er með göngu loðnu við Ísland og ákvarðar [[Sjávarútvegsráðuneyti]] með hliðsjón af því það magn loðnu sem má veiða hverju sinni. Á vetrarvertíð 2007 er það 370 þúsund [[lest]]ir.


Loðnuveiðar vetrarvertíðina 2008 voru aftur á móti stöðvaðar af [[sjávarútvegsráðherra]] 21. febrúar 2008 vegna þess stærð stofnsins var talin of lítil af [[Hafrannsóknarstofnun]]. Þegar loðnuveiðar voru stöðvaðar höfðu einungis 30.000 lestir verið veiddar á vertíðinni.
Loðnuveiðar vetrarvertíðina 2008 voru til skamms tíma stöðvaðar vegna þess að [[Hafrannsóknarstofnun]] taldi sig ekki hafa fundið næga loðnu. Loðnuveiðibann var sett á 21. febrúar 2008 en því var aflétt sex dögum seinna eftir meiri loðna fannst á miðunum. [[Sjávarútvegsráðherra]] hefur ákveðið kvótinn fyrir vetrarvertíðina 2008 skuli vera 120.000 [[lest]]ir.


==Heimildir==
==Heimildir==
Lína 32: Lína 32:
* {{vefheimild|url=http://www.hafro.is/images/lifriki/lodna.pdf|titill=Lífríki sjávar - Loðna (bæklingur frá Hafrannsóknarstofnun)|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2006}}
* {{vefheimild|url=http://www.hafro.is/images/lifriki/lodna.pdf|titill=Lífríki sjávar - Loðna (bæklingur frá Hafrannsóknarstofnun)|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2006}}
* {{vefheimild|url=http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9069|titill=Fréttatilkynning Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um stöðvun loðnuveiða vertíðina 2008|mánuðurskoðað=22. febrúar|árskoðað=2008}}
* {{vefheimild|url=http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9069|titill=Fréttatilkynning Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um stöðvun loðnuveiða vertíðina 2008|mánuðurskoðað=22. febrúar|árskoðað=2008}}
* {{vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1322631|titill=Frétt um stöðvun loðnuveiða 2008|mánuðurskoðað=22. febrúar|árskoðað=2008}}
* {{vefheimild|url=http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9071|titill=Fréttatilkynning Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um afnám loðnuveiðibanns|mánuðurskoðað=28. febrúar|árskoðað=2008}}

{{Stubbur|líffræði}}
{{Stubbur|líffræði}}



Útgáfa síðunnar 28. febrúar 2008 kl. 13:43

Loðna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Seildýr Chordata
Flokkur: Actinopterygii
Ættbálkur: Osmeriformes
Ætt: Osmeridae
Ættkvísl: Mallotus
Tegund:
M. villosus

Tvínefni
Mallotus villosus
Müller, 1776

Loðna (fræðiheiti: Mallotus villosus) er smávaxinn fiskur sem heldur sig í torfum upp í sjó. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Á sumrin er loðnan við íshafsröndina þar sem hún étur jurtasvif. Stór loðna étur ljósátu og önnur smákrabbadýr. Afræningjar loðnu eru m.a. hvalir, selir, þorskar. Loðnan hrygnir á sandbotni og við sandstrendur 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu.

Hrygna nær allt að 20 sm lengd og hængur verður allt að 25 sm langur. Þegar mikið er af síld í Barentshafinu virðist það hafa neikvæð áhrif á loðnuna, sennilega bæði vegna samkeppni um æti og vegna þess að síldin étur loðnuhrogn.

Loðna og vistkerfi sjávar

Útbreiðsla og göngur loðnu við Ísland

Ljósgrænt svæði er ætisvæði
Blátt svæði er útbreiðsla ungloðnu
Rautt svæði er hrygningarstöðvar
Grænar örvar sýna ætisgöngur
Bláar örvar sýna göngur til baka frá ætissvæðum
Rauðar örvar sýna hrygningargöngur

Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland. Loðna er aðalfæða þorsks og flestallir fiskar sem éta aðra fiska lifa á loðnu einhvern hluta ævi sinnar. Loðnan lifir á svifdýrum og er í 3. þrepi fæðupíramýdans. Í gegnum loðnu flyst orka úr norðurhöfum inn í vistkerfi sjávar við Ísland. Fullorðin loðna sækir í æti norður í Íshaf að sumarlagi. Á haustin gengur loðnan svo aftur í átt til Íslands. Frá október og fram að hrygningu loðnu í mars er hún mikilvæg fæða ýmissa nytjafiska.

Loðnuveiðar

Mynd:Iceland Krona Coins 10Krona.jpg
Mynd af loðnu á íslenskum tíu krónupeningi

Loðna er brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu en er einnig notuð til manneldis. Loðnuhrogn eru eftirsótt matvara í Japan.

Fylgst er með göngu loðnu við Ísland og ákvarðar Sjávarútvegsráðuneyti með hliðsjón af því það magn loðnu sem má veiða hverju sinni. Á vetrarvertíð 2007 er það 370 þúsund lestir.

Loðnuveiðar vetrarvertíðina 2008 voru til skamms tíma stöðvaðar vegna þess að Hafrannsóknarstofnun taldi sig ekki hafa fundið næga loðnu. Loðnuveiðibann var sett á 21. febrúar 2008 en því var aflétt sex dögum seinna eftir að meiri loðna fannst á miðunum. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að kvótinn fyrir vetrarvertíðina 2008 skuli vera 120.000 lestir.

Heimildir

  • Snið:Enwikiheimild
  • „Lífríki sjávar - Loðna (bæklingur frá Hafrannsóknarstofnun)“ (PDF). Sótt 30. júlí 2006.
  • „Fréttatilkynning Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um stöðvun loðnuveiða vertíðina 2008“. Sótt 22. febrúar 2008.
  • „Fréttatilkynning Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um afnám loðnuveiðibanns“. Sótt 28. febrúar 2008.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.