„Simplikkíos“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: el:Σιμπλίκιος
Lína 14: Lína 14:


[[de:Simplikios]]
[[de:Simplikios]]
[[el:Σιμπλίκιος]]
[[en:Simplicius of Cilicia]]
[[en:Simplicius of Cilicia]]
[[fi:Simplikios]]
[[fi:Simplikios]]

Útgáfa síðunnar 8. febrúar 2008 kl. 04:39

Simplikkíos frá Kilikíu (uppi á 6. öld) var nýplatonskur heimspekingur og einn af síðustu heimspekingum síðfornaldar. Hann var nemandi Ammoníosar og Damaskíosar.

Simplikkíos samdi skýringarrit við rit Aristótelesar Um himininn, Eðlisfræðina, Um sálina og Umsagnir, sem eru öll varðveitt auk skýringarrits hans við Handbók Epiktetosar.

Simplikkíos var ekki frumlegur hugsuður en hann var víðlesinn og lærður maður og athugasemdir hans eru afar gagnlegar. Í ritum hans eru ómetanegar upplýsingar um gríska heimspeki, m.a. tilvitnanir í eldri höfunda hverra verk eru ekki varðveitt.

Heimildir og frekari fróðleikur

  • Brittain, C. og Brennan, T., Simplicius: on Epictetus' Handbook 1-26 (Ithaca/London: Duckworth/Cornell University Press, 2002).
  • Brittain, C. og Brennan, T., Simplicius: on Epictetus' Handbook 27-53 (Ithaca/London, Duckworth/Cornell University Press, 2002).
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.