„Oldsagskommissionen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Oldsagskommissionen''' (''Den kongelige Commission til Oldsagers Opbevaring'') – á íslensku: '''Nefndin til varðveislu fornminja''', (''Hin konunglega nefnd til viðurhalds forna...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
Árið 1983 gaf [[Stofnun Árna Magnússonar]] út svörin sem nefndin hafði safnað: ''Frásögur um fornaldarleifar'', 1-2. [[Sveinbjörn Rafnsson]] sá um útgáfuna.
Árið 1983 gaf [[Stofnun Árna Magnússonar]] út svörin sem nefndin hafði safnað: ''Frásögur um fornaldarleifar'', 1-2. [[Sveinbjörn Rafnsson]] sá um útgáfuna.


Skýrslur presta til nefndarinnar voru mikilvæg fyrirmynd þegar [[Hið íslenska bókmenntafélag]] réðist það í árið [[1839]] að fá presta til að taka saman [[Sóknalýsingar]], en þær áttu að verða stofn að nýrri Íslandslýsingu.
Skýrslur presta til nefndarinnar voru mikilvæg fyrirmynd þegar [[Hið íslenska bókmenntafélag]] réðist í það í árið [[1839]] að fá presta til að taka saman [[sóknalýsingar]], en þær áttu að verða stofn að nýrri Íslandslýsingu.


C. J. Thomsen átti eftir að lyfta Grettistaki í fornleifafræði og safnamálum í Danmörku. Hann endurskipulagði ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager'' (''Oldnordisk Museum''), sem opnað var almenningi árið 1819. Varð það síðar kjarninn í [[Þjóðminjasafn Dana|Þjóðminjasafni Dana]] (''Nationalmuseet''), sem stofnað var 1892.
C. J. Thomsen átti eftir að lyfta Grettistaki í fornleifafræði og safnamálum í Danmörku. Hann endurskipulagði ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager'' (''Oldnordisk Museum''), sem opnað var almenningi árið 1819. Varð það síðar kjarninn í [[Þjóðminjasafn Dana|Þjóðminjasafni Dana]] (''Nationalmuseet''), sem stofnað var 1892.

Útgáfa síðunnar 26. desember 2007 kl. 15:35

Oldsagskommissionen (Den kongelige Commission til Oldsagers Opbevaring) – á íslensku: Nefndin til varðveislu fornminja, (Hin konunglega nefnd til viðurhalds fornaldarleifa) – var skipuð að konungsboði 22. maí 1807. Verkefni nefndarinnar voru margvísleg, einkum að tryggja varðveislu mikilvægra minja frá fyrri tíð og taka í sína vörslu forngripi sem kynnu að finnast.

Rasmus Nyerup átti frumkvæðið að skipun nefndarinnar, en hann hafði árið 1805 bent á að margar sögulegar minjar á æskuslóðum hans við þorpið Nyrup á Fjóni, hefðu horfið síðan hann var barn. Eitt af fyrstu verkefnum nefndarinnar var að senda 12 prentaðar spurningar til allra presta í Danmörku, til þess að fá yfirlit yfir fornminjar í landinu. Á grundvelli svarbréfa sem bárust, voru um 200 fornminjar friðaðar á árunum 1809-1811.

Árið 1809 var danski spurningalistinn sendur til presta á Íslandi, en sú sending virðist hafa misfarist, a.m.k. barst aðeins svar frá Hofi í Vopnafirði.

Í árslok 1816 var Finnur Magnússon skipaður í nefndina, auk þess sem Christian Jürgensen Thomsen kom í stað Rasmusar Nyerups sem ritari. Fór nefndin þá að sinna meira íslenskum málum. Lagði hún til að 10 fornminjar á Íslandi yrðu friðaðar, og sendi Kansellíið tilskipun um það til amtmanna á Íslandi, 19. apríl 1817. Meðal minja í þessari fyrstu friðun fornminja á Íslandi, var Borgarvirki, Snorralaug í Reykholti, dómhringur á Þórsnesi á Snæfellsnesi og 7 rúnasteinar.

Vorið 1817 voru sendir spurningalistar á íslensku til allra presta á Íslandi, og bárust á næstu árum fjöldamörg svör, sem gefa athyglisvert yfirlit um fornminjar í landinu. Fyrstu skýrslurnar bárust haustið 1817 og þær síðustu 1823.

Árið 1983 gaf Stofnun Árna Magnússonar út svörin sem nefndin hafði safnað: Frásögur um fornaldarleifar, 1-2. Sveinbjörn Rafnsson sá um útgáfuna.

Skýrslur presta til nefndarinnar voru mikilvæg fyrirmynd þegar Hið íslenska bókmenntafélag réðist í það í árið 1839 að fá presta til að taka saman sóknalýsingar, en þær áttu að verða stofn að nýrri Íslandslýsingu.

C. J. Thomsen átti eftir að lyfta Grettistaki í fornleifafræði og safnamálum í Danmörku. Hann endurskipulagði Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager (Oldnordisk Museum), sem opnað var almenningi árið 1819. Varð það síðar kjarninn í Þjóðminjasafni Dana (Nationalmuseet), sem stofnað var 1892.

Heimildir

  • Danska Wikipedian, 26. desember 2007
  • Sveinbjörn Rafnsson (útg.): Frásögur um fornaldarleifar, 1-2 (1983)