„Steinsbiblía“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Steinsbiblía''' er þriðja heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum í Hjaltadal og kennd við [[Steinn Jónss...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Steinsbiblía''' er þriðja heildarútgáfa [[Biblían|Biblíunnar]] á [[íslenska|íslensku]], prentuð á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] í Hjaltadal og kennd við [[Steinn Jónsson|Stein Jónsson]] biskup þar. Prentun biblíunnar hófst árið [[1728]], og það ártal er á titilblaði, en prentuninni lauk ekki fyrr en [[1734]].
'''Steinsbiblía''' er þriðja heildarútgáfa [[Biblían|Biblíunnar]] á [[íslenska|íslensku]], prentuð á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] í Hjaltadal og kennd við [[Steinn Jónsson|Stein Jónsson]] biskup þar. Prentun biblíunnar hófst árið [[1728]], og það ártal er á titilblaði, en prentuninni lauk ekki fyrr en [[1734]].


Undirbúningur útgáfunnar hófst um 1720, en erfitt var þá orðið að fá biblíur og þær dýrar. Árið 1723 fékk Steinn biskup leyfi [[Friðrik 4.|Friðriks 4.]] [[Þjóðhöfðingjar Danmerkur|Danakonungs]] til að láta prenta biblíuna, og þar með skipun um „að semja nýja útleggingu eftir þeirri nýjustu dönsku trúboðara biblíu, er þá var til.“ Til þess að hlýðnast fyrirmælum konungs, endurskoðaði Steinn textann, og notaðist við danska biblíu, e.t.v. útgáfu frá 1647, en einnig er hugsanlegt að þýsk útgáfa hafi verið notuð í bland. Hafa sumir haldið því fram að málið á Steinsbiblíu sé „stórkostlega spillt“ frá því sem áður hafði verið, óíslenskulegt og fullt af dönskuslettum. Það er þó e.t.v. ofsagt, t.d. er Nýja testamentið þar mun betur þýtt en Gamla testamentið. Er það rakið til áhrifa [[Jón Vídalín|Jóns biskups Vídalíns]], en hann hafði um 1710 lokið við að þýða Nýja testamentið úr [[Gríska|grísku]]. Einnig er hugsanlegt að Steinn hafi stuðst við verk [[Páll Björnsson|Páls Björnssonar]] í [[Selárdalur|Selárdal]], en hann mun um 1680 hafa þýtt nokkur rit biblíunnar úr frumálunum, grísku og [[Hebreska|hebresku]].
Undirbúningur útgáfunnar hófst um 1720, en erfitt var þá orðið að fá biblíur og þær dýrar. Árið 1723 fékk Steinn biskup leyfi [[Friðrik 4. Danakonungur|Friðriks 4.]] [[Þjóðhöfðingjar Danmerkur|Danakonungs]] til að láta prenta biblíuna, og þar með skipun um „að semja nýja útleggingu eftir þeirri nýjustu dönsku trúboðara biblíu, er þá var til.“ Til þess að hlýðnast fyrirmælum konungs, endurskoðaði Steinn textann, og notaðist við danska biblíu, e.t.v. útgáfu frá 1647, en einnig er hugsanlegt að þýsk útgáfa hafi verið notuð í bland. Hafa sumir haldið því fram að málið á Steinsbiblíu sé „stórkostlega spillt“ frá því sem áður hafði verið, óíslenskulegt og fullt af dönskuslettum. Það er þó e.t.v. ofsagt, t.d. er Nýja testamentið þar mun betur þýtt en Gamla testamentið. Er það rakið til áhrifa [[Jón Vídalín|Jóns biskups Vídalíns]], en hann hafði um 1710 lokið við að þýða Nýja testamentið úr [[Gríska|grísku]]. Einnig er hugsanlegt að Steinn hafi stuðst við verk [[Páll Björnsson|Páls Björnssonar]] í [[Selárdalur|Selárdal]], en hann mun um 1680 hafa þýtt nokkur rit biblíunnar úr frumálunum, grísku og [[Hebreska|hebresku]].


''Steinsbiblía'' er í lítið eitt minna broti en [[Guðbrandsbiblía]] og [[Þorláksbiblía]], og er því nokkru þykkari en þær. Hún var prentuð tvídálka, sem var breyting frá fyrri útgáfum. Steinsbiblía er fyrirrennurum sínum síðri að öllum frágangi. Formálar [[Lúther]]s, sem verið höfðu í fyrri biblíum, voru nú felldir niður.
''Steinsbiblía'' er í lítið eitt minna broti en [[Guðbrandsbiblía]] og [[Þorláksbiblía]], og er því nokkru þykkari en þær. Hún var prentuð tvídálka, sem var breyting frá fyrri útgáfum. Steinsbiblía er fyrirrennurum sínum síðri að öllum frágangi. Formálar [[Lúther]]s, sem verið höfðu í fyrri biblíum, voru nú felldir niður.

Útgáfa síðunnar 25. desember 2007 kl. 19:35

Steinsbiblía er þriðja heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum í Hjaltadal og kennd við Stein Jónsson biskup þar. Prentun biblíunnar hófst árið 1728, og það ártal er á titilblaði, en prentuninni lauk ekki fyrr en 1734.

Undirbúningur útgáfunnar hófst um 1720, en erfitt var þá orðið að fá biblíur og þær dýrar. Árið 1723 fékk Steinn biskup leyfi Friðriks 4. Danakonungs til að láta prenta biblíuna, og þar með skipun um „að semja nýja útleggingu eftir þeirri nýjustu dönsku trúboðara biblíu, er þá var til.“ Til þess að hlýðnast fyrirmælum konungs, endurskoðaði Steinn textann, og notaðist við danska biblíu, e.t.v. útgáfu frá 1647, en einnig er hugsanlegt að þýsk útgáfa hafi verið notuð í bland. Hafa sumir haldið því fram að málið á Steinsbiblíu sé „stórkostlega spillt“ frá því sem áður hafði verið, óíslenskulegt og fullt af dönskuslettum. Það er þó e.t.v. ofsagt, t.d. er Nýja testamentið þar mun betur þýtt en Gamla testamentið. Er það rakið til áhrifa Jóns biskups Vídalíns, en hann hafði um 1710 lokið við að þýða Nýja testamentið úr grísku. Einnig er hugsanlegt að Steinn hafi stuðst við verk Páls Björnssonar í Selárdal, en hann mun um 1680 hafa þýtt nokkur rit biblíunnar úr frumálunum, grísku og hebresku.

Steinsbiblía er í lítið eitt minna broti en Guðbrandsbiblía og Þorláksbiblía, og er því nokkru þykkari en þær. Hún var prentuð tvídálka, sem var breyting frá fyrri útgáfum. Steinsbiblía er fyrirrennurum sínum síðri að öllum frágangi. Formálar Lúthers, sem verið höfðu í fyrri biblíum, voru nú felldir niður.

Prentun Steinsbiblíu mun hafa tekið 6 ár, með nokkrum hléum, því að fleiri bækur voru prentaðar á Hólum á því tímabili. Óvíst er hvert upplag bókarinnar var, e.t.v. 1.000 eintök. Biblían kostaði nýútkomin 7 ríkisdali.

Heimild

  • Sigurður Ægisson: Grein í Morgunblaðinu 10. september 2006.