„Biblía 21. aldar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Biblía 21. aldar''' er ný heildarþýðing Biblíunnar á íslensku, sem kom út 19. október 2007. JPV-útgáfa gaf hana út fyrir hönd [[Hið ...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
Haustið 2001 var ákveðið að endurskoða og endurþýða texta Nýja testamentisins frá 1981, og voru í þýðingarnefnd kosin þau Jón Sveinbjörnsson, Árni Bergur Sigurbjörnsson og Guðrún Kvaran. Var þar einkum litið til þeirra rita sem ekki höfðu verið þýdd 1981.
Haustið 2001 var ákveðið að endurskoða og endurþýða texta Nýja testamentisins frá 1981, og voru í þýðingarnefnd kosin þau Jón Sveinbjörnsson, Árni Bergur Sigurbjörnsson og Guðrún Kvaran. Var þar einkum litið til þeirra rita sem ekki höfðu verið þýdd 1981.


Þá er í Biblíunni 2007 birt þýðing á [[Apókrýf rit|Apókrýfum bókum]] Gamla testamentisins, sem ekki höfðu verið í íslenskum biblíuútgáfum frá 1859. Var þar notuð þýðing Árna Bergs Sigurbjörnssonar, nokkuð endurskoðuð.
Þá er í Biblíunni 2007 birt þýðing á [[Apókrýf rit|Apókrýfum bókum]] Gamla testamentisins, sem ekki höfðu verið í íslenskum biblíuútgáfum frá 1859. Var þar notuð þýðing Árna Bergs Sigurbjörnssonar frá 1994, nokkuð endurskoðuð.


Í Biblíunni 2007 eru einnig birt nokkur kort, stutt greinargerð framan við öll rit Biblíunnar, orðskýringar o.fl.
Í Biblíunni 2007 eru einnig birt nokkur kort, stutt greinargerð framan við öll rit Biblíunnar, orðskýringar o.fl.

Útgáfa síðunnar 2. desember 2007 kl. 18:49

Biblía 21. aldar er ný heildarþýðing Biblíunnar á íslensku, sem kom út 19. október 2007. JPV-útgáfa gaf hana út fyrir hönd Hins íslenska biblíufélags.

Undirbúningur útgáfunnar hófst árið 1986, þegar Hið íslenska biblíufélag fékk þá dr. Sigurð Örn Steingrímsson og dr. Þóri Kr. Þórðarson til að gera tilraunaþýðingu á Jónasarbók og Rutarbók, og var dr. Guðrún Kvaran fengin til að vinna með þeim sem málfarsráðunautur. Verkinu lauk vorið 1988.

Haustið 1990 var gerður samstarsfssamningur milli Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Hins íslenska biblíufélags um að þýða að nýju Gamla testamentið, og komu á næstu árum út 9 kynningarhefti með þýðingu á öllum ritum þess.

Haustið 2001 var ákveðið að endurskoða og endurþýða texta Nýja testamentisins frá 1981, og voru í þýðingarnefnd kosin þau Jón Sveinbjörnsson, Árni Bergur Sigurbjörnsson og Guðrún Kvaran. Var þar einkum litið til þeirra rita sem ekki höfðu verið þýdd 1981.

Þá er í Biblíunni 2007 birt þýðing á Apókrýfum bókum Gamla testamentisins, sem ekki höfðu verið í íslenskum biblíuútgáfum frá 1859. Var þar notuð þýðing Árna Bergs Sigurbjörnssonar frá 1994, nokkuð endurskoðuð.

Í Biblíunni 2007 eru einnig birt nokkur kort, stutt greinargerð framan við öll rit Biblíunnar, orðskýringar o.fl.

Heimild

  • Fréttir í blöðum o.fl.