„James Clerk Maxwell“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m warnfile Bæti við: ar, bg, bs, ca, cs, da, de, el, eo, es, et, eu, fa, fi, fr, gl, he, hi, hr, hu, id, it, ja, ko, mk, nl, nn, no, pl, pt, ro, ru, sco, simple, sk, sl, sr, sv, te, th, tr, uk, vi, zh
PolarBot (spjall | framlög)
Lína 15: Lína 15:


[[ar:جيمس ماكسويل]]
[[ar:جيمس ماكسويل]]
[[bg:Джеймс Максуел]]
[[bg:Джеймс Кларк Максуел]]
[[bs:James Clerk Maxwell]]
[[bs:James Clerk Maxwell]]
[[ca:James Clerk Maxwell]]
[[ca:James Clerk Maxwell]]

Útgáfa síðunnar 19. september 2007 kl. 21:07

James Clerk Maxwell

James Clerk Maxwell (13. júní 18315. nóvember 1879) var skoskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Hann er frægastur fyrir að hafa sameinað raf og segulkraftana í safn fjögurra jöfnuhneppa sem saman kallast jöfnur Maxwells. Einnig er hann frægur fyrir að hafa komið með tölfræðilega lýsingu á kvikfræðilegri hegðun atóma í formi Maxwell dreifingarinnar.

Uppgötvanir Maxwells höfðu mikil áhrif á nútímaeðlisfræði og lögðu t.d. grundvöllinn að hinni sértæku afstæðiskenningu og skammtafræðinni. Maxwell er einnig þekktur fyrir að taka fyrstu litljósmyndina árið 1861.

Nánast allur ferill Maxwell var í háskólanum í Cambridge, þar sem rannsóknir hans byggðu oftar en ekki á miklum stærðfræðihæfileikum hans, sérstaklega á sviði rúmfræði og algebru. Með þessa hæfileika að vopni gat Maxwell sýnt fram á að raf- og segulsvið ferðast um rúmið í formi bylgna á föstum hraða ljóssins. Loks árið 1961, skrifaði Maxwell grein í fjórum hlutum í tímaritið Philosophical Magazine sem nefndist On Physical Lines of Force, þar sem hann setur fyrst fram að ljós sé í raun bylgjuhreyfing í sama miðli og er orsökin fyrir rafmagni og segulmagni.

Maxwell er álitin af mörgum - sérstaklega innan eðlisfræðinnar - vera sá vísindamaður 19. aldar sem mest áhrif hafði á 20. aldar eðlisfræði. Framlög hans til eðlisfræðinnar eru af mörgum talin mega setja til jafns við framlög Newtons og Einsteins. Árið 1931 á aldarafmæli Maxwells lýsti Albert Einstein verkum Maxwells sem "þeim mikilvægustu og þeim sem mestan ávöxt hafa borið síðan Newton var uppi."

Snið:Æviágripsstubbur