„Ásgeir Ásgeirsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Purestebbi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Asthora (spjall | framlög)
Ásgeir tók ekki strax við að Sveini látnum
Lína 15: Lína 15:


{{Töflubyrjun}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Sveinn Björnsson]] | titill=[[Forsetar Íslands|Forseti íslands]] | frá=[[29. janúar]] [[1952]] | til=[[30. júlí]] [[1968]]| | eftir=[[Kristján Eldjárn]]}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Sveinn Björnsson]] | titill=[[Forsetar Íslands|Forseti íslands]] | frá=[[1. ágúst]] [[1952]] | til=[[30. júlí]] [[1968]]| | eftir=[[Kristján Eldjárn]]}}


{{Erfðatafla | fyrir=[[Tryggvi Þórhallsson]] | titill=[[Forsætisráðherrar á Íslandi|Forsætisráðherra]] | frá=[[3. júní]] [[1932]] | til=[[28. júlí]] [[1934]] | eftir=[[Hermann Jónasson]]}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Tryggvi Þórhallsson]] | titill=[[Forsætisráðherrar á Íslandi|Forsætisráðherra]] | frá=[[3. júní]] [[1932]] | til=[[28. júlí]] [[1934]] | eftir=[[Hermann Jónasson]]}}

Útgáfa síðunnar 19. júní 2007 kl. 04:15

Mynd:Á skrifstofu forseta á Bessastöðum.jpg
Ásgeir Ásgeirsson á skrifstofu forseta á Bessastöðum

Ásgeir Ásgeirsson var 2. forseti lýðveldisins Íslands. Hann fæddist í Kóranesi á Mýrum 13. maí 1894 og dó 15. september 1972. Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson, verslunarmaður og Jensína Björg Matthíasdóttir. Ásgeir var guðfræðingur að mennt, hann lauk prófi frá Háskóla Íslands 21 árs gamall og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í eitt ár að því loknu. Ásgeir var biskupsritari Þórhalls Bjarnasonar biskups og síðar kennari við Kennaraskólann og fræðslustjóri í mörg ár. Hann var þingmaður Vestur-Ísafjarðarsýslu 1923 - 1952, forseti sameinaðs þings á Alþingishátíðinni 1930, gegndi embætti fjármálaráðherra 1931 - 1932 og var forsætis- og fjármálaráðherra 19321934. Hann var bankastjóri Útvegsbanka Íslands 1938 - 1952 er hann var kjörinn forseti.

Ásgeir var fyrsti forseti þjóðarinnar sem var kosinn til þess embættis í almennum kosningum. Hann sat í embætti árin 19521968 eða í fjögur kjörtímabil. Hann fékk aldrei mótframboð og var því ávallt sjálfkjörinn í embætti frá og með 1956. Kona hans var Dóra Þórhallsdóttir, dóttir Þórhalls Bjarnasonar biskups.

Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937 til 1952. Forseti Sameinaðs þings 1930 til 1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934.

Snið:Æviágripsstubbur


Fyrirrennari:
Sveinn Björnsson
Forseti íslands
(1. ágúst 195230. júlí 1968)
Eftirmaður:
Kristján Eldjárn
Fyrirrennari:
Tryggvi Þórhallsson
Forsætisráðherra
(3. júní 193228. júlí 1934)
Eftirmaður:
Hermann Jónasson