„Efnahagur Íslands“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
[[Olíukreppan]] kom illa við Íslendinga en mestu tíðindin úr efnahagslífinu voru þau að mikil verðbólguskriða fór af stað sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir [[1990]]. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið [[1973]] tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð [[1983]] þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla [[Hagfræði|hagfræðingar]] [[Óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Árið [[1980]] sáu stjórnvöld þann kost vænastan að klípa af krónunni og skera tvö núll aftan af. Í einu vetfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu [[2000]] hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.
[[Olíukreppan]] kom illa við Íslendinga en mestu tíðindin úr efnahagslífinu voru þau að mikil verðbólguskriða fór af stað sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir [[1990]]. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið [[1973]] tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð [[1983]] þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla [[Hagfræði|hagfræðingar]] [[Óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Árið [[1980]] sáu stjórnvöld þann kost vænastan að klípa af krónunni og skera tvö núll aftan af. Í einu vetfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu [[2000]] hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.


Verðbólgan át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á banlareikning. Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda brettist verðið ört.
Verðbólgan át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á banlareikning. Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda breyttist verðið ört.


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 2. maí 2007 kl. 03:36


Efnahagur Íslands byggir enn að talsverðu leyti á fiskveiðum, sem afla nær 40% útflutningstekna og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar náttúruauðlindir skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í efnahagslögsögu landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á áli og kísilgúri sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.

Stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem hefur setið við stjórnartaumana frá 1995, hefur á stefnuskránni að draga úr ríkisumsvifum og einkavæða ríkisfyrirtæki. Ríkisútgjöld, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa þó vaxið síðustu ár. Núverandi ríkisstjórn er andvíg inngöngu í Evrópusambandið.

Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. Ferðamannaþjónusta verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að lokka til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.

Nokkuð dró úr hagvexti á árunum 2000 til 2002, en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.

Verðbólguár

Olíukreppan kom illa við Íslendinga en mestu tíðindin úr efnahagslífinu voru þau að mikil verðbólguskriða fór af stað sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir 1990. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið 1973 tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð 1983 þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla hagfræðingar óðaverðbólgu. Árið 1980 sáu stjórnvöld þann kost vænastan að klípa af krónunni og skera tvö núll aftan af. Í einu vetfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu 2000 hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.

Verðbólgan át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á banlareikning. Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda breyttist verðið ört.

Tengt efni