„Íó (tungl)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
:''Þessi grein fjallar um tungl Júpíters. Um gyðjuna, [[Íó (gyðjan)|Íó]]''.
:''Þessi grein fjallar um tungl Júpíters. Um gyðjuna, sjá [[Íó (gyðjan)|Íó]]''.
[[Mynd:Io highest resolution true color.jpg|thumb|right|250px|Mynd af Íó tekin af geimfarinu Galíleó.]]
[[Mynd:Io highest resolution true color.jpg|thumb|right|250px|Mynd af Íó tekin af geimfarinu Galíleó.]]
'''Íó''' (úr [[gríska|grísku]]: Ῑώ, á íslensku einnig ritað '''Jó''') er innst þeirra fjögurra tungla [[reikistjarna|reikistjörnunnar]] [[Júpíter]]s sem kennd eru við og uppgötvuð (í janúarmánuði árið [[1610]]) af [[Galíleó Galílei]]. Tunglið er nefnt eftir Íó, sem var ein margra elskenda [[Seifur|Seifs]] í [[grísk goðafræði|grískri goðafræði]] (Seifur er þekktur sem Júpíter í [[rómversk goðafræði|rómverskri goðafræði]]).
'''Íó''' (úr [[gríska|grísku]]: Ῑώ, á íslensku einnig ritað '''Jó''') er innst þeirra fjögurra tungla [[reikistjarna|reikistjörnunnar]] [[Júpíter]]s sem kennd eru við og uppgötvuð (í janúarmánuði árið [[1610]]) af [[Galíleó Galílei]]. Tunglið er nefnt eftir Íó, sem var ein margra elskenda [[Seifur|Seifs]] í [[grísk goðafræði|grískri goðafræði]] (Seifur er þekktur sem Júpíter í [[rómversk goðafræði|rómverskri goðafræði]]).

Útgáfa síðunnar 20. mars 2007 kl. 22:23

Þessi grein fjallar um tungl Júpíters. Um gyðjuna, sjá Íó.
Mynd af Íó tekin af geimfarinu Galíleó.

Íó (úr grísku: Ῑώ, á íslensku einnig ritað ) er innst þeirra fjögurra tungla reikistjörnunnar Júpíters sem kennd eru við og uppgötvuð (í janúarmánuði árið 1610) af Galíleó Galílei. Tunglið er nefnt eftir Íó, sem var ein margra elskenda Seifs í grískri goðafræði (Seifur er þekktur sem Júpíter í rómverskri goðafræði).

Íó er eftirtektaverðust vegna eldvirkni sinnar, en hún er eldvirkasti hlutur sólkerfisins. Líkt og gerist með eldfjöll á Jörðinni, gefa eldfjöllin á Íó frá sér brennistein og brennisteinsdíoxíð. Upphaflega var því haldið fram að hraunin á Íó væru gerð úr brennisteinssamböndum, en í dag er því haldið fram að mörg þeirra séu gerð úr kísilbráð eins og hraun Jarðarinnar.

Orsök þessara miklu eldvirkni á Íó er líklega að finna í flóðkröftunum á milli Íó, Júpíters og tveggja annarra tungla Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar. Tunglin þrjú eru læst á svokölluðum Laplace-brautum, þannig að Íó fer tvær umferðir í kringum Júpíter fyrir hverja eina umferð Evrópu, sem fer tvær umferðir fyrir hverja eina umferð Ganýmedesar. Þar að auki snýr Íó alltaf sömu hlið að Júpíter. Þyngdarverkunin á milli Júpíters, Evrópu og Ganýmedesar toga og teygja Íó um allt að 100 metra, ferli sem myndar hita vegna innri núnings.

Gosstrókar á Íó hafa mælst teygja sig meira en 300 km yfir yfirborðið, áður en þeir falla til baka. Hraði efnisins sem þeytist upp af yfirborðinu er um 1 km/s. Eldgosin á Íó eru síbreytileg. Á aðeins fjórum mánuðum á milli komu geimfaranna Voyager 1 og Voyager 2, fjöruðu sum eldgosin út á meðan önnur hófust. Efnið sem settist til í kringum gosopin breytti einnig um ásýnd á þessum tímabili.

Snið:Link FA Snið:Link FA