„Laugarvatn (stöðuvatn)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Gentenaar~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:
[[Flokkur:Bláskógabyggð]]
[[Flokkur:Bláskógabyggð]]
[[Flokkur:Stöðuvötn á Íslandi]]
[[Flokkur:Stöðuvötn á Íslandi]]

[[nl:Laugarvatn]]

Útgáfa síðunnar 30. janúar 2007 kl. 10:47

Laugarvatn

Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í uppsveitum Árnessýslu. Við það stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi er um 5 metrar, og fullt af gróðri. Við vatnið er heit laug, þar sem lík Jóns Arasonar og sona hans voru þvegin er þau voru flutt frá Skálholti norður yfir heiðar eftir aftöku þeirra í nóvember 1550.

Á Laugarvatni eru meðal annars Menntaskólinn að Laugarvatni og Íþróttakennaraskóli Íslands. Áður var það héraðsskóli, og stendur skólahúsið enn uppi að hluta.

Að Laugarvatni er menntaskóli og hefur myndast þorp í kringum hann. Þar eru tvö Eddu hótel og skipulagt tjaldsvæði með þjónustumiðstöð. Þar, sem víða í uppsveitum Árnessýslu, er jarðhiti mikill og því góð baðastaða í og við Laugarvatn svo sem sundlaug, gufubað og fleira. Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent og fallegar ár og lækir renna þar um.


Snið:Íslenskur landafræðistubbur