„Ellisif af Kænugarði“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:


[[Flokkur:Drottningar Noregs]]
[[Flokkur:Drottningar Noregs]]
[[Flokkur:Rúriksætt]]
{{fd|1025|1067}}
{{fd|1025|1067}}

Útgáfa síðunnar 23. apríl 2022 kl. 16:46

Ellisif. Freska frá 11. öld í Soffíukirkjunni í Kiev.

Ellisif af Kænugarði (1025 – um 1067) eða Elisaveta Yaroslavna var rússnesk furstadóttir og drottning Noregs 1046-1066 sem eiginkona Haraldar harðráða.

Elisaveta var dóttir Jarisleifs 1. fursta af Kænugarði og Ingigerðar Ólafsdóttur af Svíþjóð, dóttur Ólafs skotkonungs. Systur hennar voru Anna, drottning Frakklands, Anastasía, drottning Ungverjalands, og Agata, kona Játvarðar útlaga. Veturinn 1043-1044 giftist hún Haraldi Sigurðssyni, hálfbróður Ólafs digra Noregskonungs, sem þá var í þjónustu föður hennar.

Árið 1045 fóru þau svo til Noregs, þar sem Magnús bróðursonur Haraldar var þá tekinn við konungdómi. Haraldur gerði kröfu til þess að verða meðkonungur hans og þar sem hann átti gnótt fjár tókst honum að kaupa sér fylgi höfðingja og verða konungur og Elisaveta varð þá drottning og var kölluð Ellisif. Magnús góði dó ári síðar og varð Haraldur þá einn konungur. Ellisif var hins vegar ekki eina drottningin því að Haraldur tók sér aðra konu, Þóru Þorbergsdóttur, og er þess ekki getið í heimildum að neinar athugasemdir hafi verið gerðar við það fyrirkomulag.

Þegar Haraldur réðist inn í England 1066 fór Ellisif með og einnig dætur þeirra, María og Ingigerður. Haraldur féll þar í orrustunni við Stafnfurðubryggju og er sagt að Maríu dóttur hans hafi orðið svo mikið um fréttina að hún hafi dáið. Ellisif fór með Ingigerði dóttur sína aftur til Noregs með þeim sem eftir lifðu úr herliðinu. Hún var eftir það í skjóli Ólafs kyrra, sonar Haraldar og Þóru, en lifði líklega ekki lengi, dó trúlega 1067. Ingigerður dóttir hennar giftist fyrst Ólafi hungri Danakonungi og síðan Filippusi Svíakonungi.

Heimildir