„Léttlest“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
 
Lína 30: Lína 30:


==Léttlestir á Íslandi==
==Léttlestir á Íslandi==
Komið hafa upp hugmyndir um að koma á fót léttlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Drög að [[Léttlestakerfi höfuðborgarsvæðisins|hugsanlegu kerfi]] hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur. Einnig hafa komið upp hugmyndir að hafa léttlest frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins.
Komið hafa upp hugmyndir um að koma á fót léttlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Drög að [[Léttlestakerfi höfuðborgarsvæðisins|hugsanlegu kerfi]] hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að hafa léttlest frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins.


[[Flokkur:Almenningssamgöngur]]
[[Flokkur:Almenningssamgöngur]]

Nýjasta útgáfa síðan 22. júní 2021 kl. 11:00

METRO léttlest í miðbæ Houston, Texas, Bandaríkjunum
LYNX léttlest í Charlotte, [Norður-Karólínu, Bandaríkjunum

Léttlest er járnbrautarlest, sem notuð er við almenningssamgöngur í borgum og í öðrum þéttbýlum svæðum. Léttlestarkerfi er einskonar millistig á milli sporvagns og snarlestar. Léttlestir bera oftast færri farþega en snarlestir og eru ekki eins hraðskreiðar, en þær eru aftur á móti hraðskreiðari og geta tekið fleiri farþega en sporvagnar. Ein sérstaða léttlesta er sú að þær geta bæði gengið á sér sporum aðskildar frá umferð og á spori ásamt umferð. Flestar léttlestir eru knúnar áfram með rafmagni en þó eru til lestir sem notast við díselolíu.

Samanburður við önnur lestarkerfi[breyta | breyta frumkóða]

Gerð Snarlest Léttlest Sporvagn
Framleiðandi Rohr Siemens St. Louis Car
Tegund Bart A-Car S70 PCC
Breidd 3,2 m 2,7 m 2,5 m
Lengd 22,9 m 27,7 m 14,2 m
Burðargeta Hámark 150 manns Hámark 220 manns Hámark 65 manns
Hámarkshraði 125km/klst 106km/klst 70km/klst

Léttlestir á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Komið hafa upp hugmyndir um að koma á fót léttlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Drög að hugsanlegu kerfi hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að hafa léttlest frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins.