„Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Viðbót
Ekkert breytingarágrip
Lína 37: Lína 37:


Liðið komst í fyrsta sinn á stórmót á [[EM 2021]].
Liðið komst í fyrsta sinn á stórmót á [[EM 2021]].

==Saga==
Finnska knattspyrnusambandið var stofnað árið 1907 og gekk í [[Alþjóðaknattspyrnusambandið]] ári síðar, en um þær mundir var Finnland enn hluti af [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]]. Fyrsti landsleikur Finna fór fram árið 1911 og sumarið 1912 var liðið meðal þátttakenda á [[Sumarólympíuleikarnir 1912|Ólympíuleikunum í Stokkhólmi]]. Þar höfnuðu Finnar í fjórða sæti eftir að hafa slegið [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítali]] og [[Rússneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rússa]] úr leik. Það telst enn í dag besti árangur Finna í alþjóðakeppni.

[[Finnska borgarastyrjöldin]] leiddi til klofnings í finnsku íþróttahreyfingunni. Starfrækt voru tvö knattspyrnusambönd, annað borgaralegt sem tefldi fram hinu opinbera landsliði Finnlands en hitt var skipað kommúnistum og sendi lið á alþjóðamót verkamanna. Síðarnefnda sambandið hafi á að skipa mörgum öflugum leikmönnum, en undir lok þriðja áratugarins gekk stór hópur þeirra til liðs við borgaralega sambandið til að eiga kost á að keppa fyrir landsliðið. „Liðhlaupar“ þessir urðu hryggjarstykkið í finnska landsliðinu á fjórða áratugnum og voru í meirihluta í liðinu sem keppti á [[Sumarólympíuleikarnir 1936|Ólympíuleikunum í Berlín]] árið 1936 og féll úr leik í fyrstu umferð. Finnar tóku í fyrsta sinn þátt í forkeppni HM fyrir [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|mótið 1938]] en töpuðu öllum leikjum.


==Þekktir leikmenn==
==Þekktir leikmenn==

Útgáfa síðunnar 12. júní 2021 kl. 19:15

Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnHuuhkajat
(Horn-uglurnar)[1]
ÍþróttasambandKnattspyrnusamban Finnlands
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariMarkku Kanerva
FyrirliðiTim Sparv
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
58 (20.febrúar 2020)
33 (mars 2007)
125 (1962-63)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
2-5 gegn Svíþjóð (Helsinki, Finnlandi, 22.október, 1911)
Stærsti sigur
10-2 gegn Eistlandi (Helsinki,Finnlandi; 11.ágúst 1922)
Mesta tap
13-0 gegn Þýskalandi (Leipzig Þýskalandi 1.september 1940)
Besti árangur8.liða úrslit 1990
Evrópukeppni
Keppnir1 (fyrst árið 2020 eða 2021)
Finnska landsliðið í leik á móti Danmörku árið 1933.

Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur fyrir hönd Finnlands í alþjóða knattspyrnu og er stýrt af finnska knattspyrnusambandinu.

Liðið komst í fyrsta sinn á stórmót á EM 2021.

Saga

Finnska knattspyrnusambandið var stofnað árið 1907 og gekk í Alþjóðaknattspyrnusambandið ári síðar, en um þær mundir var Finnland enn hluti af Rússneska keisaradæminu. Fyrsti landsleikur Finna fór fram árið 1911 og sumarið 1912 var liðið meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi. Þar höfnuðu Finnar í fjórða sæti eftir að hafa slegið Ítali og Rússa úr leik. Það telst enn í dag besti árangur Finna í alþjóðakeppni.

Finnska borgarastyrjöldin leiddi til klofnings í finnsku íþróttahreyfingunni. Starfrækt voru tvö knattspyrnusambönd, annað borgaralegt sem tefldi fram hinu opinbera landsliði Finnlands en hitt var skipað kommúnistum og sendi lið á alþjóðamót verkamanna. Síðarnefnda sambandið hafi á að skipa mörgum öflugum leikmönnum, en undir lok þriðja áratugarins gekk stór hópur þeirra til liðs við borgaralega sambandið til að eiga kost á að keppa fyrir landsliðið. „Liðhlaupar“ þessir urðu hryggjarstykkið í finnska landsliðinu á fjórða áratugnum og voru í meirihluta í liðinu sem keppti á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og féll úr leik í fyrstu umferð. Finnar tóku í fyrsta sinn þátt í forkeppni HM fyrir mótið 1938 en töpuðu öllum leikjum.

Þekktir leikmenn

Tilvísanir

  1. Palkittu Bubi käväisi yllättäen palkitsemistilaisuudessa HS.fi – Kaupunki