„The Office“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''The Office''' var badarískur gamanþáttur sýndur á NBC á árunum 2005<nowiki/>-<nowiki/>2013 í níu þáttaröðum og voru framleiddir 201 þ...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. maí 2021 kl. 14:08

The Office var badarískur gamanþáttur sýndur á NBC á árunum 2005-2013 í níu þáttaröðum og voru framleiddir 201 þáttir. Þættirnir er bandarísk endurgerð af bresku þáttunum, The Office sem var sýndur á BBC 2 á árunum 2001-2003. Aðalpersónur þáttana eru stjórinn Michael (Steve Carrell), sölumennirnir Dwight (Rainn Wilson), Jim (John Krasinski), möttökuritarinn Pam (Jenna Fisher) og nýji starfsmaðurinn Ryan (B.J Novak). Í sjöttu þáttaröðinni bættist við Andy (Ed Helms) í aðalleikarahópinn og Michael hætti í þeirri sjöundu. Í áttundu bættist við Robert California í aðalleikarahópinn (James Spader). Í þeirri níundu hætti Ryan í þáttunum og Darryl (Craig Robinson) bættist við í aðalleikarahópinn. Aðalmaðurinn á bak við þættina er Greg Daniels, Paul Lieberstein B.J Novak og Mindy Kailing en þau þrjú síðastnefndu eru einnig í leikarahópnum.

Aðalsöguþráður

Þættirnir segja frá pappírskrifstofu í Scranton, Dunder Mifflin í Pensylvaníu þar sem mikið af ólíku fólki vinnur. Í fyrstu þáttaröðinni kemur nýr starfsmaður á vinnustaðinn, ungi og óreyndi Ryan. Möttökuritarinn Pam er að fara að giftast kærastanum sínum Roy en Jim segir henni að lokum í annari þáttaröðinni að hann elski hana, Pam frestar brúðkaupinu og hættir með Roy. Jim hættir að vinna í Scranton í byrjun þriðju þáttaröðinnar og fer að hann að vinna í öðru Dunder Mifflin fyrirtæki í Stamford. Þar vinnur meðal annars líka Andy og Karen með Jim. Dwight byrjar síðan með Angelu sem vinnur líka í Scranton en þau reyna að halda sambandinu leyndu. Michael byrjar síðan með yfirmanni sínum, Jan. Í miðri þriðju þáttaröð sameinast Stamford við Scranton og koma því Jim, Andy og Karen meðal annars til Scranton. Karen verður síðan kærasta Jims. Í lok þriðju þáttaraðar fer Dunder Mifflin að finna nýjan yfirmann Dunder Mifflin. Þeir taka meðal annars í starfsviðtöl Michael, Jim og Ryan. Í lok þriðju þáttaraðar kemur í ljós að Karen og Jim eru að hætta saman og að Ryan mun verða yfirmaður Dunder Mifflin. Í byrjun fjórðu þáttaraðar er Jim og Pam byrjuð saman og Ryan orðin yfirmaður. Angela fattar að Dwight drap köttinn hennar og þau hætta því saman. Andy spyr Angelu hvort hann vilja byrja með sér og hún segir já til þess að gera Dwight öfundsjúkann. Michael og Jan skilja svo í dramamatarboði í miðri fjórðu þáttaröð. Í lok fjórðu þáttaraðar segir Toby, starfsmannafulltrúinn að ætlar að fara til Costa Rica í einhvern tíma og að Holly nokkur muni taka við. Michael verður síðan hrifinn af Holly og þau byrja saman í byrjun fimmtu þáttaraðar. Andy biður Angelu um að giftast sér og hún játar. Ryan verður síðan rekinn sem yfirmaður og hættir hjá Dunder Mifflin. Jim biður Pam um að giftast sér og eru þau að plana brúðkaupið í fimmtu þáttaröðinni. Stjóri Dunder Mifflin heyrði það að Michael og Holly eru byrjuð saman og kemst að því að það brjóti lög. Hann sendir Holly aftur til baka og Michael og Holly komast að því að það er best að þau hætti saman. Toby kemur síðan aftur til Scranton. Andy fattar síðan að Angela er búin að vera í framhjáhaldi við Dwight og þau hætta saman. Í miðri þáttaröðinni ákveður Michael að hætta hjá Dunder Mifflin og hann ætlar að stofna sitt eigið fyrirtæki, Michael Scott Paper Company. Hann fær með sér Pam og Ryan í fyrirtækið. Í lok fimmtu þáttaraðar fer fyrirtækið í gjalþrot og sameinast Dunder Mifflin og þau starfa síðan öll þar. Þegar Pam kemur aftur hættir hún sem möttökuritari og verður sölumaður og nýr starfsmaður, Erin tekur við sem ritari. Í lok þáttaröðunnar kemst Jim og Pam að því að Pam er ólétt. Í byrjun sjöttu þáttaraðar gifta Jim og Pam sig. Barn Jim og Pam fæðist í miðri sjöttu þáttaröð og nýtt fyrirtæki Sabre verður annar eigandi Scranton útibúsins. Andy og Erin byrja síðan saman í lok sjöttu þáttaraðar en Erin hættir með Andy þegar hún komst að því að hann og Angela voru saman áður. Í sjöundu þáttaröðinni segir Toby að hann muni hætta aftur tímabundið og að Holly muni taka við. Holly kemur og Michael reynir að byrja með henni aftur en kemst að því að hún er enþá með kærastanum sínum sem hún fékk eftir að hún hætti með Michael, A.J. Holly skilur síðan við A.J og Michael og Holly byja saman. Michael biður síðan Holly og þau ákveða að flytja saman til Colorado þar sem fjölskylda Holly er. Michael hættir því og velur Michael Deangelo nokkurn til þess að vera nýji stjórinn. Michael hættir en Deangelo slasar sig alvarlega og hættir sem stjóri. Ákveðið er að finna nýjan stjóra og eru margir kallar í viðtöl. Ákveðið var að fá Robert Califroniu nokkurn sem stjóra en hann fór og keypti Sabre og varð yfirmaður Sabre. Robert ákvað svo að fá Andy sem stjóra í byrjun áttundu þáttaraðar. Pam verður síðan aftur ólétt og Angela líka með manninum sínum, öldungardeildarþingmanninum. Dwight heldur því svo fram að hann sé faðir barnsins. Í áttundu þáttaröðinni er ákveðið að fá einhvern hóp til þess að fara í stórt verkefni í Tallahasse. Jim, Dwight, Stanley, Ryan og Erin fara í verkefnið. Erin ákveður að vera lengur í Tallahasse í annari vinnu og hættir. Andy kemur síðan þangað til Erin og segir að hann elski hana. Þau byrja saman og fara aftur að vinna í Scranton. Þegar hann kemur aftur er Nellie sem vinnur hjá Sabre ráðin til þess að vera tímabundið stjóri. Þegar Andy kemur aftur neitar Nellie að hætta sem stjóri og Andy verður reiður og brýtur allt og bramlar. Robert California rekur svo Andy. Í lok áttundu þáttaraðar kaupir David Wallice, gamli eigandi Dunder Mifflin, Dunder Mifflin fyrirtækið af Sabre og hættir Robert og David tekur við. David fær Andy til þess að verða stjórinn aftur. Í byrjun níundu þáttaraðar fattar Dwight eftir blóðtöku að hann er ekki faðir drengsins og Ryan og Kelly hætta hjá Dunder Mifflin. Jim byrjar að vinna í öðru fyrirtæki að hluta til í Philadelfia. Foreldrar Andy eru að skilja og Andy fær gamlan bát úr fjölskyldunni og ákveður að sigla á honum í þrjá mánuði. Erin verður reið við Andy þegar hann kemur aftur fyrir að yfirgefa hana og skilur við Andy. Erin byrjar síðan með Pete sem er nýr á vinnustaðnum og Andy er í ástarsorg. Pam byrjar svo að finna vinnur fyrir sig í Philadelfia og hyggjast þau ætla að flytja alfarið til Filadelfia.

Á bak við tjöldin

Greg Daniels þróaði veturinn 2004-2005 bandaríska útgáfu af vinsælu þáttunum The Office. Hann tryggði sér síðan sýningarrétt á fyrstu fjórum þáttaröðunum. Árið 2008 var hugmynd um að grínistinn Amy Pohler myndi gera svipaða þætti og The Office. Greg var með í því verkefni og hætti því eftir fjórðu þáttaröðina. Þættirnir hétu Parks and Recriations og voru sýndir á NBC frá 2009-2015. Í stað Gregs komu Paul Lieberstein (sem lék einnig Toby) og Jennifer Celotta sem framleiðendur fyrir fimmtu þáttaröðina. Jennifer hætti eftir sjöttu þáttaröðina en Paul hélt áfram, hann hætti svo eftir áttundu þáttaröðina þar sem hann ætlaði að einbeita sér að spin-off þáttum The Office, The Farm með karakterinum Dwight. En ekkert varð úr þessum spin-off þáttum svo hann kom aftur í níundu og síðustu þáttaröðina. Fyrsti þátturinn fyrir The Farm var tekin upp og varð á endanum þáttur í níundu þáttaröðinni af The Office. Einnig voru hugmyndir á tímabili um spin-off um Andy en á endanum var ekki gert neitt spin-off af The Office. Ástæður fyrir enda The Office eru að eftir að Steve Carrell (Michael Scott) hætti árið 2011 hættu vinsældir þáttana mikið og var ákveðið árið 2012 að níunda þáttaröðin (2012-2013) yrði sú síðasta. Í dag eru einhverjar hugmyndir um tíundu þáttaröðina eða einhverja endurkomu með Steve Carrell innanborðs.