„Cayman-eyjar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
| VLF = 4.651
| VLF = 4.651
| VLF_á_mann = 72.481
| VLF_á_mann = 72.481
| VLF_á_mann_sæti = *
| VLF_á_mann_sæti = 7
| VÞL_ár = 2013
| VÞL_ár = 2013
| VÞL = 0.888
| VÞL = 0.888

Útgáfa síðunnar 1. maí 2021 kl. 13:20

Cayman Islands
Fáni Cayman-eyja Skjaldarmerki Cayman-eyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
He hath founded it upon the seas
Þjóðsöngur:
God Save the Queen
Staðsetning Cayman-eyja
Höfuðborg George Town
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Landstjóri Martyn Roper
Forsætisráðherra Alden McLaughlin
Breskt yfirráðasvæði
 • Stofnun 1963 (klauf sig frá Jamaíku
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
221. sæti
264 km²
1,6
Mannfjöldi
 • Samtals (2019)
 • Þéttleiki byggðar
206. sæti
65.813
244/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 4.651 millj. dala (164. sæti)
 • Á mann 72.481 dalir (7. sæti)
VÞL (2013) 0.888
Gjaldmiðill Cayman-dalur (KYD)
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .ky
Landsnúmer +1-345

Cayman-eyjar eru bresk hjálenda í vesturhluta Karíbahafs með heimastjórn. Eyjarnar heita Grand Cayman, Cayman Brac og Little Cayman og ná samanlagt yfir 264 ferkílómetra. Þær liggja sunnan við Kúbu og vestan við Jamaíku. Höfuðborgin, George Town, er á eyjunni Grand Cayman, sem er fjölmennust eyjanna. Landfræðilega eru eyjarnar á mörkum Stóru Antillaeyja og Vestur-Karíbahafs og tilheyra báðum svæðum.

Efnahagur eyjanna byggist að langmestu leyti á aflandsfjármálaþjónustu og ferðaþjónustu.

Efnahagslíf

Undirstöðuatvinnugreinar eyjanna eru aflandsfjármálaþjónusta og ferðaþjónusta sem samanlagt standa undir yfir helmingi vergrar landsframleiðslu.[1] Lágir skattar, sem eiga sér langa hefð á eyjunum, hafa leitt til þess að þær eru notaðar sem skattaskjól fyrirtækja. Það eru um 100.000 fyrirtæki skráð á eyjunum, mun fleiri en íbúar. Cayman-eyjar hafa verið gagnrýndar fyrir að auðvelda peningaþvætti og aðra fjármálaglæpi, meðal annars í yfirlýsingu Barack Obama frá 2016 þar sem hann minnist á að í einni byggingu séu 12.000 fyrirtæki skráð til að svíkja undan skatti.[2]

Meðaltekjur á Cayman-eyjum eru með því hæsta sem gerist í Karíbahafi, eða um 73.000 bandaríkjadalir á ári. Samkvæmt Heimsbankanum er verg landsframleiðsla á mann á Cayman-eyjum í 7. sæti af löndum heims[3] Gjaldmiðill Cayman-eyja er cayman-dalur sem er festur við bandaríkjadal á genginu 1,277 USD á móti einum KYD. Margar verslanir á eyjunum skipta hins vegar bandaríkjadölum á genginu 1,25.[4] Stjórn eyjanna hefur sett á fót þarfagreiningarmiðstöð, Needs Assessment Unit, til að bregðast við fátækt.[5] Atvinnuleysi er tiltölulega lágt, eða 3,5% árið 2019, og hefur farið lækkandi síðustu ár.[6]

Helstu tekjur ríkisins á Cayman-eyjum eru óbeinir skattar. Þar er enginn ŧekjuskattur, skattur á söluhagnað, eða fyrirtækjaskattur.[7] 5-22% tollur er lagður á innfluttar vörur (29.5% til 100% á bíla). Örfáir vöruflokkar eru undanþegnir tolli. Þar á meðal eru bækur, myndavélar, gull og ilmvötn.[8]

Tilvísanir

  1. „The World Factbook – Central Intelligence Agency“. www.cia.gov.
  2. „The Cayman Islands – home to 100,000 companies and the £8.50 packet of fish fingers“. The Guardian. 18. janúar 2016. Sótt 16. febrúar 2020.
  3. „GDP per capita, PPP (current international $)“. The World Bank. Sótt 1.5.2021.
  4. „Moving to Grand Cayman“. CaymanNewResident.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. júní 2014. Sótt 21. júlí 2014.
  5. „The reality of Poverty In Cayman“. Cayman Reporter. 5. ágúst 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. apríl 2016. Sótt 11. apríl 2016.
  6. „Cayman Islands Unemployment Rate“. Trading Economics. Sótt 1.5.2021.
  7. Biswas, Rajiv (2002) International Tax Competition: A Developing Country Perspective. Commonwealth Secretariat. p. 38. ISBN 0-85092-688-2.
  8. „A Bill for a Law to Increase Various Duties Under the Customs Tariff Law (2002 Revision); to Increase the Rates of Package Tax; And for Incidental and Connected Purposes“ (PDF). Cayman Islands Legislative Assembly. 7. desember 2009. Sótt 25. júní 2018.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.