„Efling stéttarfélag“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Efling stéttarfélag''' er íslenskt stéttarfélag sem stofnað var í desember árið 1998. Félagið byggir á sterkum rótum en það varð til við sameiningu verkalýðsfélaganna [[Dagsbrún|Dagsbrúnar]] og [[Verkakvennafélagið Framsókn|Verkakvennafélagsins Framsóknar]] við Starfsmannafélagið Sókn og [[Félag starfsfólks í veitingahúsum]]. Við stofnun Eflingar voru um 14 þúsund einstaklingar í félaginu<ref name=":0">Efling.is, [https://efling.is/um-felagid/ „Um félagið“] (skoðað 25. nóvember 2020)</ref> en árið 2018 voru 27 þúsund félagar í Eflingu.<ref name=":1">''Mbl.is'', [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/27/solveig_tekin_vid_formennsku_i_eflingu/ „Sólveig tekin við formennsku í Eflingu“] (skoðað 25. nóvember 2020)</ref>
'''Efling stéttarfélag''' er íslenskt stéttarfélag sem stofnað var í desember árið 1998. Félagið byggir á sterkum rótum en það varð til við sameiningu verkalýðsfélaganna [[Verkamannafélagið Dagsbrún|Dagsbrúnar]] og [[Verkakvennafélagið Framsókn|Verkakvennafélagsins Framsóknar]] við Starfsmannafélagið Sókn og [[Félag starfsfólks í veitingahúsum]]. Við stofnun Eflingar voru um 14 þúsund einstaklingar í félaginu<ref name=":0">Efling.is, [https://efling.is/um-felagid/ „Um félagið“] (skoðað 25. nóvember 2020)</ref> en árið 2018 voru 27 þúsund félagar í Eflingu.<ref name=":1">''Mbl.is'', [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/27/solveig_tekin_vid_formennsku_i_eflingu/ „Sólveig tekin við formennsku í Eflingu“] (skoðað 25. nóvember 2020)</ref>


Ári eftir stofnun Eflingar sameinaðist félagið Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og árið 2009 sameinaðist Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn Eflingu stéttarfélagi.
Ári eftir stofnun Eflingar sameinaðist félagið Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og árið 2009 sameinaðist Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn Eflingu stéttarfélagi.

Útgáfa síðunnar 9. apríl 2021 kl. 01:57

Efling stéttarfélag er íslenskt stéttarfélag sem stofnað var í desember árið 1998. Félagið byggir á sterkum rótum en það varð til við sameiningu verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar við Starfsmannafélagið Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Við stofnun Eflingar voru um 14 þúsund einstaklingar í félaginu[1] en árið 2018 voru 27 þúsund félagar í Eflingu.[2]

Ári eftir stofnun Eflingar sameinaðist félagið Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og árið 2009 sameinaðist Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn Eflingu stéttarfélagi.

Félagsfólk Eflingar starfar á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins bæði hjá opinberum stofnunum og í einkageiranum. Má þar nefna störf í mötuneytum og við ræstingar, við ummönnunarstörf, s.s. í heimaþjónustu, á leikskólum og á sjúkrastofnunum. Eflingarfólk sinnir einnig almennum störfum verkafólks á sviði iðnaðar, framleiðslu, flutninga, byggingarvinnu, við vegagerð og hafnarvinnu, landbúnaðarstörf og annast ýmsa vélavinnu sem tengist verklegum framkvæmdum. Almenn störf á veitinga- og gistihúsum eru unnin af Eflingarfólki og einnig öryggisvarsla og almenn störf við bensínafgreiðslu og á dekkjaverkstæðum.

Meðal stærstu vinnuveitenda innan Eflingar stéttarfélags eru Reykjavíkurborg, fjármála- og efnahagsáðuneyti, skipafélögin, Landspítali, ýmis ræstingafyrirtæki, olíufélögin og Kópavogsbær.[1]

Fyrsti formaður Eflingar var Sigurður Bessason og gengdi hann formennsku í tæp 20 ár eða frá stofnun félagsins árið 1998 til ársins 2018. Núverandi formaður Eflingar er Sólveig Anna Jónsdóttir en hún var kjörin formaður félagsins árið 2018. Varaformaður Eflingar er Agnieszka Ewa Ziółkowska.[2]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Efling.is, „Um félagið“ (skoðað 25. nóvember 2020)
  2. 2,0 2,1 Mbl.is, „Sólveig tekin við formennsku í Eflingu“ (skoðað 25. nóvember 2020)