„Alí Baba“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Skipti út Ali_Baba,_by_Maxfield_Parrish.jpg fyrir Mynd:Cassim_by_Maxfield_Parrish,_1909.jpg (eftir CommonsDelinker vegna þess að: File renamed: Criterion 3 (obvious error) · Painting dep
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Ali Baba, by Maxfield Parrish.jpg|thumb|right|Kassím í hellinum, málverk eftir [[Maxfield Parrish]] frá 1909.]]
[[Mynd:Cassim by Maxfield Parrish, 1909.jpg|thumb|right|Kassím í hellinum, málverk eftir [[Maxfield Parrish]] frá 1909.]]
'''Alí Baba''' og ræningjarnir fjörutíu er [[ævintýri]] sem er þekktast sem hluti af sagnabálkinum ''[[Þúsund og ein nótt]]''. Elsta útgáfa sögunnar er frönsk þýðing [[Antoine Galland]] á ''Þúsund og einni nótt'' frá 1704-1717. Galland kann að hafa heyrt söguna frá sagnamanni frá [[Sýrland]]i og bætti sögunni við safnið. [[Richard Francis Burton]] gaf út enska þýðingu hennar sem viðauka við þýðingu sína og taldi hana vera upprunna á [[Kýpur]].
'''Alí Baba''' og ræningjarnir fjörutíu er [[ævintýri]] sem er þekktast sem hluti af sagnabálkinum ''[[Þúsund og ein nótt]]''. Elsta útgáfa sögunnar er frönsk þýðing [[Antoine Galland]] á ''Þúsund og einni nótt'' frá 1704-1717. Galland kann að hafa heyrt söguna frá sagnamanni frá [[Sýrland]]i og bætti sögunni við safnið. [[Richard Francis Burton]] gaf út enska þýðingu hennar sem viðauka við þýðingu sína og taldi hana vera upprunna á [[Kýpur]].



Nýjasta útgáfa síðan 1. mars 2021 kl. 22:46

Kassím í hellinum, málverk eftir Maxfield Parrish frá 1909.

Alí Baba og ræningjarnir fjörutíu er ævintýri sem er þekktast sem hluti af sagnabálkinum Þúsund og ein nótt. Elsta útgáfa sögunnar er frönsk þýðing Antoine Galland á Þúsund og einni nótt frá 1704-1717. Galland kann að hafa heyrt söguna frá sagnamanni frá Sýrlandi og bætti sögunni við safnið. Richard Francis Burton gaf út enska þýðingu hennar sem viðauka við þýðingu sína og taldi hana vera upprunna á Kýpur.

Sagan segir frá Alí Baba, fátækum viðarhöggsmanni, sem uppgötvar leynilegan felustað þjófagengis í helli sem opnast þegar töfraorðin „sesam, opnist þú“ eru höfð yfir. Kassím, bróðir hans neyðir hann til að segja sér frá leyndarmálinu, fer síðan í hellinn og reynir að taka eins mikið af fjársjóðnum og hann getur en kemst ekki út. Þjófarnir snúa aftur, drepa hann, búta lík hans niður og skilja eftir við hellinn. Alí Baba sækir líkamshlutana og tekst, með aðstoð ambáttarinnar Morgíönu, að sauma líkið saman og telja öllum trú um að Kassím hafi dáið eðlilegum dauðdaga. Þjófarnir komast að því að Alí Baba þekkir leyndarmál þeirra og reyna að drepa hann en Morgíana kemur í veg fyrir fyrirætlanir þeirra og drepur þá alla. Í þakklætisskyni gefur Alí Baba henni hönd sonar síns.

Mikill fjöldi ópera, söngleikja, teiknimynda og leikinna mynda hefur verið gerður eftir sögunni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.