„Þerney“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
beyging, orðaval, orðaröð
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 9: Lína 9:


== Tenglar ==
== Tenglar ==
* [http://www.nat.is/travelguide/eyjar_kollaf_therney.htm Þerney Nat.is]
* [http://www.nat.is/travelguide/eyjar_kollaf_therney.htm Þerney Nat.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070609053558/http://www.nat.is/travelguide/eyjar_kollaf_therney.htm |date=2007-06-09 }}
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=405360&pageSelected=3&lang=0 ''Þrír menn drukkna við Þerney''; frétt í Morgunblaðinu 1931]
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=405360&pageSelected=3&lang=0 ''Þrír menn drukkna við Þerney''; frétt í Morgunblaðinu 1931]
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=406346&pageSelected=1&lang=0 ''Karakúl kindur og enskir nautgripir''; frétt í Morgunblaðinu 1933]
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=406346&pageSelected=1&lang=0 ''Karakúl kindur og enskir nautgripir''; frétt í Morgunblaðinu 1933]

Útgáfa síðunnar 17. janúar 2021 kl. 19:33

Þerney og Lundey eru vestan við Gunnunes á Álfsnesi

Þerney er eyja á Kollafirði. Þerney er nefnd eftir kríunni, sem fyrrum var nefnd þerna.

Þerney er notuð sem sumarleyfisstaður fyrir dýr sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur á sínum vegum. Þangað fara þau í tveimur hópum, fyrri helmingurinn um miðjan júlí og seinni helmingurinn miðjan ágúst. Reynt er að miða við að dýrin fái jafn langt frí og starfsfólk í garðinum eða um mánuð.

Í Þerney var kirkja á 13. öld. Á 18. öld var leiguliði bóndans verðlaunaður með konungsúrskurði fyrir garðhleðslu í eyjunni. Danskar kýr sem komu til Íslands 4. júlí 1933 voru fluttar til Þerneyjar í einangrun og einnig voru fluttar þangað karakúlkindur þann 10. júlí sama ár. Skömmu seinna fór að koma fram hringskyrfi á nautgripunum og breiddist sýkin út í nautgripi bóndans þar og sýktist fólk líka. Öllu búfénu var slátrað nema einum kálfi.

Þerney er ásamt Lundey, Akurey og Engey á Náttúruminjaskrá.

Tenglar

Heimildir

  • www.mu.is
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.