„Dalvíkurbyggð“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
merkið
Kvk saga (spjall | framlög)
Uppfærði nafn bæjarstjóra
Lína 9: Lína 9:
Mannfjöldasæti=23|
Mannfjöldasæti=23|
Titill sveitarstjóra=Bæjarstjóri|
Titill sveitarstjóra=Bæjarstjóri|
Sveitarstjóri=Bjarni Th. Bjarnason|
Sveitarstjóri=Katrín Sigurjónsdóttir|
Þéttbýli=[[Dalvík]] (íb. 1.411)<br>[[Hauganes]] (íb. 142)<br>[[Litli-Árskógssandur]] (íb. 136)|
Þéttbýli=[[Dalvík]] (íb. 1.411)<br>[[Hauganes]] (íb. 142)<br>[[Litli-Árskógssandur]] (íb. 136)|
Póstnúmer=620, 621 (Dalvík)|
Póstnúmer=620, 621 (Dalvík)|

Útgáfa síðunnar 16. desember 2020 kl. 18:10

Dalvíkurbyggð
Skjaldarmerki Dalvíkurbyggð
Staðsetning
Staðsetning
LandÍsland
KjördæmiNorðausturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarDalvík (íb. 1.411)
Hauganes (íb. 142)
Litli-Árskógssandur (íb. 136)
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriKatrín Sigurjónsdóttir
Flatarmál
 • Samtals597 km2
 • Sæti33. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals1.866
 • Sæti26. sæti
 • Þéttleiki3,13/km2
Póstnúmer
620, 621 (Dalvík)
Sveitarfélagsnúmer6400
Vefsíðahttp://www.dalvik.is

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð sem varð til við sameiningu Dalvíkurkaupstaðar, Svarfaðardalshrepps og Árskógshrepps árið 1998. Merki Dalvíkurbyggðar er mynd af þrem fjöllum sem tákna uppruna sveitarfélagsins. Hreppamörkin liggja um Ólafsfjarðarmúla og á vatnaskilum inn Svarfaðardal, inn á Heljardalsheiði, fyrir botn Skíðadals og út með dalnum að austan allt að Dýjafjallshnjúk. Þar sveigja mörkin til austurs og fara yfir suðurenda Þorvaldsdals, út með honum að austan og ná til strandar innan við Rauðuvík.

Í sveitarfélaginu er stundaður nokkur landbúnaður í Svarfaðardal og á Árskógsströnd en þéttbýlið við ströndina byggir mest á sjávarútvegi. Helstu þéttbýlisstaðir: Dalvík, Litli-Árskógssandur og Hauganes. Auk þess er lítið íbúðarhúsahverfi í Laugahlíð í Svarfaðardal.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar er valinn árlega af Íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar.

Vinabæir

Dalvíkurbyggð á eftirfarandi vinabæi á hinum norðurlöndunum.