„Leikför um landið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Slubbislen (spjall | framlög)
Set mynd af kápu.
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
* Í sögunni ræðir Bárður Mullumbull um starfsbróður sinn Barnum. Þar er átt við sirkusstjórann [[P. T. Barnum]].
* Í sögunni ræðir Bárður Mullumbull um starfsbróður sinn Barnum. Þar er átt við sirkusstjórann [[P. T. Barnum]].
* Lúla Sprengikúla og dansmeyjar hennar troða upp á Zillabar í bókinni. Þær höfðu áður birst í sögunni [[Daldónaborg]] og þá í mun stærra hlutverki.
* Lúla Sprengikúla og dansmeyjar hennar troða upp á Zillabar í bókinni. Þær höfðu áður birst í sögunni [[Daldónaborg]] og þá í mun stærra hlutverki.
* Emil Örn Kristjánsson er höfundur eftirmálans í íslensku útgáfu bókarinnar.


== Íslensk útgáfa ==
== Íslensk útgáfa ==
Leikför um landið var gefin út af [[Fjölva]] í íslenskri þýðingu Þórs Stefánssonar árið 1979. Þetta er 17. bókin í íslensku ritröðinni.
Leikför um landið var gefin út af [[Fjölva]] í íslenskri þýðingu Þórs Stefánssonar árið 1979. Þetta er 17. bókin í íslensku ritröðinni.

== Heimildir ==
* http://sveppagreifinn.blogspot.com/2020/09/o177-nokkur-heimskupor-rattata.html


[[Flokkur:Lukku Láki]]
[[Flokkur:Lukku Láki]]

Útgáfa síðunnar 1. desember 2020 kl. 16:08

Kápa ensku útgáfu bókarinnar.

Leikför um landið (franska: Western Circus) eftir Morris (Maurice de Bevere) og René Goscinny er 36. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1970, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Pilote á árunum 1969-70.

Söguþráður

Á flótta undan indíánum lenda Lukku Láki og Léttfeti í flasinu á risavöxnum fíl. Fílar eru sjaldséðir í villta vestrinu og indíánarnir flýja í ofboði, en fíllinn reynist vera sirkusfíllinn Fiddi, ein skærasta stjarna Vestra leikhússins sem er á ferð um landið að breiða út listina. Leikhúsið skipa hinn góðglaði og rauðnefjaði Bárður Mullumbull forstjóri og fjölskyldumeðlimir hans og slæst Lukku Láki í för með hópnum til bæjarins Úlfavirkis þar sem hópurinn ætlar að troða upp. Í bænum fer plásskóngurinn Zilli demantstönn með öll völd og þegar bæjarbúar sýna Vestra leikhúsinu meiri áhuga en hinni árlegu reiðkeppni Zilla hugsar hann leikhópnum þegjandi þörfina og ræður leigumorðingjann Jóa Skellinöðru til að skjóta Fidda. Verkið reynist snúnara en til stóð og þegar Jói fer á taugum og missir marks af þriggja metra færi þarf Zilli að leita annarra ráða. Með því að sleppa sirkusljóninu Nelsoni út úr búri sínu tekst Zilla að skapa skelfingu í bænum og snúa almenningsálitinu gegn Vestra leikhúsinu. Leikhúsið fær þó að halda eina hátíðarsýningu til styrktar góðu málefni. En Zilli er ekki af baki dottinn og fær indíánahöfðingjann Halta-Uxa til að ráðast á leikhúsið og brenna leiktjaldið með logandi örvadrífu. Virðist þá öll nótt úti fyrir Vestra leikhúsið, en Lukku Láki geymir tromp í erminni.

Fróðleiksmolar

William F. Cody á efri árum
  • Eins og rakið er í eftirmála bókarinnar er sagan innblásin af hinum raunverulega vestra-sirkus sem ferðaðist um Bandaríkin þver og endilöng í kringum aldamótin 1900 undir stjórn hinnar frægu sýningarhetju villta vestursins William F. Cody (Buffalo Bill eða Vísunda-Villa). Naut leikhópur hans mikillar velgengni um áraraðir og ferðaðist margoft til Evrópu til að taka þátt í sýningum þar. Vestra-sirkus Vísunda-Villa átti eftir að koma við sögu síðar í bókinni La Légende de l'Ouest sem kom út árið 2002.
  • Sirkusstjórinn Bárður Mullumbull er skopstæling á bandaríska kvikmyndaleikaranum og háðfuglinum W.C. Fields (1879-1946).
  • Í sögunni ræðir Bárður Mullumbull um starfsbróður sinn Barnum. Þar er átt við sirkusstjórann P. T. Barnum.
  • Lúla Sprengikúla og dansmeyjar hennar troða upp á Zillabar í bókinni. Þær höfðu áður birst í sögunni Daldónaborg og þá í mun stærra hlutverki.
  • Emil Örn Kristjánsson er höfundur eftirmálans í íslensku útgáfu bókarinnar.

Íslensk útgáfa

Leikför um landið var gefin út af Fjölva í íslenskri þýðingu Þórs Stefánssonar árið 1979. Þetta er 17. bókin í íslensku ritröðinni.

Heimildir