„Alex hugdjarfi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 3: Lína 3:
== Söguþráður ==
== Söguþráður ==


Árið er 53 f.k. og herferð [[Marcus Licinius Crassus|Markúsar Krassusar]] hershöfðingja [[Rómaveldi|Rómarveldis]] til [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] hinnar fornu stendur sem hæst. Orrustu um hina fornu borg Korsabad er lokið með sigri Rómverja og foringi þeirra, Flavíus Marsalla, heldur innreið í borgina. Ungur þræll, Alex, fylgist með af svölum byggingar, en fyrir slysni losnar grjót úr svölunum og hrynur yfir Marsalla. Alex er handsamaður og ævareiður Marsalla skipar honum að upplýsa um felustað mikilla auðæfa hinnar herteknu borgar.
Árið er 53 f.k. og herferð [[Marcus Licinius Crassus|Markúsar Krassusar]] hershöfðingja [[Rómaveldi|Rómarveldis]] til [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] hinnar fornu stendur sem hæst. Orrustu um hina fornu borg Korsabad er lokið með sigri Rómverja og foringi þeirra, Flavíus Marsalla, heldur innreið í borgina. Ungur þræll, Alex, fylgist með af svölum byggingar, en fyrir slysni losnar grjót úr svölunum og hrynur yfir Marsalla. Alex er handsamaður og ævareiður Marsalla skipar honum að upplýsa um felustað mikilla auðæfa [[Sargon|Sargons]] [[Assyría|Assýríukonungs]].





Útgáfa síðunnar 26. nóvember 2020 kl. 14:01

Alex hugdjarfi (franska: Alix L'intrépide) eftir Jacques Martin er fyrsta bókin í bókaflokknum um Ævintýri Alexar. Bókin kom út árið 1956, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í fransk-belgíska teiknimyndablaðinu Tintin þann 16. september 1948. Bókin var gefin út af Fjölva árið 1974 í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þetta er jafnframt fyrsta bókin í íslensku ritröðinni.

Söguþráður

Árið er 53 f.k. og herferð Markúsar Krassusar hershöfðingja Rómarveldis til Mesópótamíu hinnar fornu stendur sem hæst. Orrustu um hina fornu borg Korsabad er lokið með sigri Rómverja og foringi þeirra, Flavíus Marsalla, heldur innreið í borgina. Ungur þræll, Alex, fylgist með af svölum byggingar, en fyrir slysni losnar grjót úr svölunum og hrynur yfir Marsalla. Alex er handsamaður og ævareiður Marsalla skipar honum að upplýsa um felustað mikilla auðæfa Sargons Assýríukonungs.