„Yoshihide Suga“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Skráin Yoshihide_Suga_in_2020_year.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Fitindia vegna þess að No permission since 26 October 2020
Lína 1: Lína 1:
{{Forsætisráðherra
{{Forsætisráðherra
| nafn = Yoshihide Suga<br>菅 義偉
| nafn = Yoshihide Suga<br>菅 義偉
| mynd = Yoshihide Suga in 2020 year.jpg
| mynd =
| myndatexti1 = Yoshihide Suga árið 2020.
| myndatexti1 = Yoshihide Suga árið 2020.
| titill= [[Forsætisráðherra Japans]]
| titill= [[Forsætisráðherra Japans]]

Útgáfa síðunnar 3. nóvember 2020 kl. 07:12

Yoshihide Suga
菅 義偉
Forsætisráðherra Japans
Núverandi
Tók við embætti
16. september 2020
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. desember 1948 (1948-12-06) (75 ára)
Yuzawa, Akita, Japan
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi lýðræðisflokkurinn
MakiMariko Suga
Börn3
HáskóliHosei-háskóli
StarfStjórnmálamaður

Yoshihide Suga (f. 6. desember 1948) er japanskur stjórnmálamaður, 58. og núverandi forsætisráðherra Japans og núverandi forseti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Hann tók við embætti þann 16. september árið 2020 eftir afsögn Shinzō Abe.[1]

Suga er sonur japanskra jarðaberjabænda. Hann flutti ungur af landsbyggðinni til Tókýó, þar sem hann starfaði um hríð í pappírsverksmiðju og á fiskmarkaði til að afla sér fjár til háskólanáms. Hann nam lögfræði og vann að loknu námi sem ritari þingmanns frá Yokohama.[2]

Suga hóf stjórnmálaferil árið 1986 með því að bjóða sig fram í borgarstjórn Yokohama. Suga var þá reynslulaus og án nokkurs baklands en bætti upp fyrir það með kröftugri kosningabaráttu þar sem hann gekk á milli húsa og heimsótti allt að 30.000 heimili.[3] Suga náði kjöri og sat í borgarstjórn til ársins 1996, en þá náði hann kjöri á japanska þingið. Suga varð náinn samstarfsmaður Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans á árunum 2006-2007 og 2012-2020, og varð á seinni ráðherratíð hans nokkurs konar talsmaður ríkisstjórnarinnar út á við.[2]

Suga bauð sig fram til forseta Frjálslynda lýðræðisflokksins eftir að Abe sagði af sér af heilsufarsástæðum í lok ágúst árið 2020. Suga vann formannskjörið með 377 atkvæðum af 534[4] og japanska þingið staðfesti kjör hans til forsætisráðherra þann 16. september.[1]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Samúel Karl Ólason (16. september 2020). „Suga nýr for­sæt­is­ráð­herr­a Jap­an“. Vísir. Sótt 16. september 2020.
  2. 2,0 2,1 Arnar Þór Ingólfsson (15. september 2020). „Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe“. Kjarninn. Sótt 16. september 2020.
  3. Einar Þór Sigurðsson (14. september 2020). „Bónda­sonurinn lík­lega næsti for­sætis­ráð­herra“. Fréttablaðið. Sótt 16. september 2020.
  4. Andri Yrkill Valsson (14. september 2020). „Suga kosinn arftaki Abe og ráðherrastóllinn í augsýn“. RÚV. Sótt 16. september 2020.


Fyrirrennari:
Shinzō Abe
Forsætisráðherra Japans
(16. september 2020 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti