„Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)“: Munur á milli breytinga

Hnit: 64°9′1″N 21°55′57″V / 64.15028°N 21.93250°V / 64.15028; -21.93250
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mynd.
Merki: Breyting tekin til baka
Skráin Harpa_de_nuit.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Arthur Crbz vegna þess að per c:Commons:Deletion requests/File:Harpa de nuit.jpg
Merki: Síðasta breyting handvirkt tekin til baka
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Harpa de nuit.jpg|thumb|Harpa upplýst.]]
[[Mynd:Amazing_Show_(6074007822).jpg|thumb|right|Kínverskir loftfimleikamenn leika listir sínar fyrir utan Hörpu árið 2011.]]
[[Mynd:Amazing_Show_(6074007822).jpg|thumb|right|Kínverskir loftfimleikamenn leika listir sínar fyrir utan Hörpu árið 2011.]]
'''Harpa''' er [[Tónlistarhús|tónlistar-]] og [[Ráðstefnuhús|ráðstefnuhús]] í [[Reykjavík]], nánar tiltekið á austurbakka [[Reykjavíkurhöfn|Reykjavíkurhafnar]], fyrir neðan [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]]. Byggingin er hluti af stærri framkvæmd sem átti upprunalega að fela í sér 400 herbergja [[hótel]], viðskiptamiðstöðina [[World Trade Center Reykjavík]], nýjar höfuðstöðvar [[Landsbankinn|Landsbankans]], [[verslun|verslanir]], [[íbúð|íbúðir]], [[veitingahús]], [[bílastæðahús]] og [[göngugata|göngugötu]].<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080714191340/www.gestastofa.is/heildarverkefnid/</ref> Verkið var boðið út af ríki og borg og að útboði loknu kom athafnamaðurinn [[Björgólfur Guðmundsson]] að fjármögnun byggingar Hörpu en eftir [[bankahrunið 2008]] þurfti [[Reykjavíkurborg]] að hlaupa undir bagga. Hætt var við viðskiptamiðstöðina, hótelið og bankabygginguna. Bílastæðahúsið varð minna en upphaflega var gert ráð fyrir. Um mitt ár 2010 var áætlað að heildarkostnaður frá upphafi næmi um 27,7 milljörðum.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/01/atti_vid_um_kostnad_fra_gjaldthrotinu/ Átti við um kostnað frá gjaldþrotinu]</ref>
'''Harpa''' er [[Tónlistarhús|tónlistar-]] og [[Ráðstefnuhús|ráðstefnuhús]] í [[Reykjavík]], nánar tiltekið á austurbakka [[Reykjavíkurhöfn|Reykjavíkurhafnar]], fyrir neðan [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]]. Byggingin er hluti af stærri framkvæmd sem átti upprunalega að fela í sér 400 herbergja [[hótel]], viðskiptamiðstöðina [[World Trade Center Reykjavík]], nýjar höfuðstöðvar [[Landsbankinn|Landsbankans]], [[verslun|verslanir]], [[íbúð|íbúðir]], [[veitingahús]], [[bílastæðahús]] og [[göngugata|göngugötu]].<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080714191340/www.gestastofa.is/heildarverkefnid/</ref> Verkið var boðið út af ríki og borg og að útboði loknu kom athafnamaðurinn [[Björgólfur Guðmundsson]] að fjármögnun byggingar Hörpu en eftir [[bankahrunið 2008]] þurfti [[Reykjavíkurborg]] að hlaupa undir bagga. Hætt var við viðskiptamiðstöðina, hótelið og bankabygginguna. Bílastæðahúsið varð minna en upphaflega var gert ráð fyrir. Um mitt ár 2010 var áætlað að heildarkostnaður frá upphafi næmi um 27,7 milljörðum.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/01/atti_vid_um_kostnad_fra_gjaldthrotinu/ Átti við um kostnað frá gjaldþrotinu]</ref>

Útgáfa síðunnar 1. nóvember 2020 kl. 11:40

Kínverskir loftfimleikamenn leika listir sínar fyrir utan Hörpu árið 2011.

Harpa er tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, nánar tiltekið á austurbakka Reykjavíkurhafnar, fyrir neðan Seðlabanka Íslands. Byggingin er hluti af stærri framkvæmd sem átti upprunalega að fela í sér 400 herbergja hótel, viðskiptamiðstöðina World Trade Center Reykjavík, nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, verslanir, íbúðir, veitingahús, bílastæðahús og göngugötu.[1] Verkið var boðið út af ríki og borg og að útboði loknu kom athafnamaðurinn Björgólfur Guðmundsson að fjármögnun byggingar Hörpu en eftir bankahrunið 2008 þurfti Reykjavíkurborg að hlaupa undir bagga. Hætt var við viðskiptamiðstöðina, hótelið og bankabygginguna. Bílastæðahúsið varð minna en upphaflega var gert ráð fyrir. Um mitt ár 2010 var áætlað að heildarkostnaður frá upphafi næmi um 27,7 milljörðum.[2]

Kjallarar hússins, m.a. þar sem bílakjallarar eru, eru að hluta undir og við sjávarborð. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir að loftfyllt byggingin flyti upp. Einnig var gert ráð fyrir hækkun yfirborðs sjávar vegna loftslagsbreytinga. Upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir að umferð bíla fram hjá svæðinu mundu að mestu fara neðanjarðar, til að tengja Hörpu betur við miðborgina. Seinna var fallið frá þessum áformum, að hluta vegna kostnaðar. Þegar leið á byggingartímabílið, var stígur gangandi og hjólandi sem lá norðanmegin Kalkofnsvegar skorinn, á meðan fjögurra akreina akvegur var látin halda sér mestan hluta byggingartímabilsins.

Tónlistar og ráðstefnuhúsið er hannað af teiknistofunni Batteríið arkitektar og Teiknistofu Hennings Larsens í Danmörku og stór glerhjúpur sem umlykur bygginguna er hannaður af Ólafi Elíassyni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan hafa aðsetur í húsinu.

Húsið var tímabundið kallað Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík en fékk síðan nafnið Harpa á degi íslenskrar tónlistar 11. desember 2009.[3]

Fyrstu tónleikarnir voru haldnir 4. maí 2011, en þar flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands 9. sinfóníu Beethovens undir stjórn Vladímírs Ashkenazys. Opnunartónleikar voru haldnir 13. maí, en næstu tvo daga var opið hús með fjölbreyttri tónlistardagsskrá og komu þá um 32 þúsund manns í húsið eða um tíundi hluti íslensku þjóðarinnar.

Salir

  • Eldborg (1600-1800 sæti)
  • Silfurberg (750 sæti)
  • Norðurljós (450 sæti)
  • Kaldalón (195 sæti)

Tilvísanir

Tenglar