„Skátafélagið Ægisbúar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ingaausa (spjall | framlög)
Saga, skátaskáli, snið með grunnupplýsingum.
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 28. október 2020 kl. 14:19

Skátafélagið Ægisbúar
Mynd:Aegisbuar.jpg
Stofnun1969
StaðsetningNeshagi 3
MarkaðsvæðiVesturbær, Miðbær, Skerjafjörður og Seltjarnarnes
ForstöðumaðurTryggvi Bragason

Skátafélagið Ægisbúar (stofnað 1969) er skátafélag í Vesturbæ Reykjavíkur. Félagið býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni í Vesturbæ, Miðborg Reykjavíkur, Skerjafirði og á Seltjarnarnesi.

Saga

Skátafélagið Ægisbúar varð til þegar Skátafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélag Reykjavíkur voru lögð niður og sjálfstæð félög sett á fót í hverfum borgarinnar. Félagið starfaði í fyrstu í kjallara Hagaskóla, kjallara Hallveigarstaða og í kjallara á Fríkirkjuvegi 11, en flutti árið 1977 í Íþróttahús Hagaskóla þar sem það er nú með starfsemi sína. Fyrsti félagsforingi Ægisbúa var Hilmar Fenger.[1]

Skátaskáli

Skátafélagið á skátaskálann Arnarsetur suðaustan við Sandskeið, nálægt Bláfjöllum.[2] Skálinn var reistur af Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins í kringum árið 1959 og um tuttugu árum síðar fengu skátar í Ægisbúum leyfi til að nota hann til skálaferða. Afnotin fengu skátarnir tímabundið gegn því að sinna viðhaldi. Skátarnir fengu skálann svo afhentan kvaðalaust árið 1974.[3] Skátinn er nú í talsverðri niðurníðslu og ekki í notkun.

  1. „Skátar: Skátafélagið Ægisbúar > S.s. skáti, skátar, ægisbúar, ægisbúi, skátafélagið ægisbúar, skátafélag, skáti, skátar, krakkar, námskeið, útilíf, útivist, útivera, hreyfing, heilbrigði, fjallamennska, klifur, Arnarsetur, skálar, skáli, Bláfjöll, vesturbær, félagsmiðstöð, krakkar“. wayback.vefsafn.is. Sótt 28. október 2020.
  2. „Æskan - 11.-12. Tölublað (01.11.1971) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
  3. wayback.vefsafn.is http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050302005927/http://www.skati.is/setrid.htm. Sótt 28. október 2020. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)