„Mótmælin í Bandaríkjunum 2020“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Numberguy6 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Líðandi stund}}
[[Mynd:Protest against police violence - Justice for George Floyd, May 26, 2020 11.jpg|thumb|right|Friðsamleg mótmæli í Minneapolis þann 26. maí 2020.]]
[[Mynd:Protest against police violence - Justice for George Floyd, May 26, 2020 11.jpg|thumb|right|Friðsamleg mótmæli í Minneapolis þann 26. maí 2020.]]
[[Mynd:A man stands on a burned out car on Thursday morning as fires burn behind him in the Lake St area of Minneapolis, Minnesota (49945886467).jpg|thumb|right|Eftirmálar uppþota í Minneapolis þann 28. maí 2020.]]
[[Mynd:A man stands on a burned out car on Thursday morning as fires burn behind him in the Lake St area of Minneapolis, Minnesota (49945886467).jpg|thumb|right|Eftirmálar uppþota í Minneapolis þann 28. maí 2020.]]

Útgáfa síðunnar 26. október 2020 kl. 13:27

Friðsamleg mótmæli í Minneapolis þann 26. maí 2020.
Eftirmálar uppþota í Minneapolis þann 28. maí 2020.
Höfuðstöðvar þriðja lögreglusvæðisins í Minneapolis brenna þann 28. maí.

Mótmælin í Bandaríkjunum, stundum kölluð George Floyd-mótmælin eða tvíburaborgamótmælin, eru yfirstandandi mótmæli sem hófust á stórborgarsvæðinu Minneapolis-Saint Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Mótmælin hófust þann 26. maí árið 2020 eftir að bandarískur blökkumaður að nafni George Floyd var myrtur í haldi lögreglumanna daginn áður. Mótmælin, sem beinast gegn kynþáttabundnu lögregluofbeldi í Bandaríkjunum, hafa breiðst út til annarra bandarískra borga og til annarra landa.

Sumir mótmælendurnir á þriðja lögreglusvæði Minneapolis[1] lentu í átökum við lögregluþjóna, sem beittu táragasi og skutu gúmmíkúlum til að brjóta upp mótmælin.[2][3] Þann 27. maí var einn maður skotinn til bana við veðsölu og rúðurnar á höfuðstöðvum þriðja lögreglusvæðisins voru mölvaðar. Jafnframt var farið ránshendi yfir verslunarmiðstöð og ráðist var á aðrar byggingar og kveikt í þeim. Að minnsta kosti þrettán manns hafa látist í mótmælunum.

Þann 28. maí lýsti borgarstjóri Minneapolis, Jacob Frey, yfir neyðarástandi og fylkisstjóri Minnesota, Tim Walz, kallaði til 500 hermenn úr þjóðvarðliði fylkisins.[4] Fleiri fyrirtæki í tvíburaborgunum hafa orðið fyrir skemmdum og ránum.

Lögreglumenn í höfuðstöðvum þriðja lögreglusvæðisins reyndu að halda aftur af mótmælendum með táragasi en kl. um 11 að kvöldi komust mótmælendur inn í bygginguna og kveiktu í henni. Þá hafði byggingin verið tæmd.[5]

Bæði Walz og Frey skipuðu útgöngubann vegna mótmælanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullvissaði Walz um að bandaríski herinn myndi koma lögreglunni til aðstoðar ef þess þyrfti.[6]

Morguninn 28. mars handtóku lögreglumenn í Minneapolis Omar Jimenez (sem er svartur), fréttamann hjá CNN, ásamt tökuliði hans á meðan fréttir voru fluttar af mótmælunum. Hann sagði lögreglumönnunum að þeir væru fréttamenn og bauðst til þess að færa sig lengra í burtu en lögreglumennirnir handtóku Jimenez og félaga hans engu að síður. Þeim var sleppt síðar sama dag. Walz bað CNN afsökunar og sagði opinberlega að Jiminez og tökulið hans hefðu aðeins verið að vinna sitt verk og hefðu hagað sér innan réttinda sinna. Hvítur fréttamaður frá CNN sem hafði unnið um eina húsaröð í burtu tók fram að hann hefði ekki verið áreittur af lögreglu, aðeins spurður hver hann væri.[7]

Samstöðumótmæli

Samstöðumótmæli fóru fram í rúmlega 140 borgum í Bandaríkjunum,[8] þar á meðal Oakland, New York-borg, Chicago og Denver.[9]

Sum mótmælin fóru friðsamlega fram en til ofbeldis kom á öðrum þeirra. Þjóðvarðliðið var kallað á vettvang í 24 af 50 fylkjum Bandaríkjanna.[10] Rúmlega 500 manns voru handteknir á einum samstöðumótmælum í Los Angeles. Hlutar mótmælanna í Los Angeles fóru friðsamlega fram en aðrar samkomur þar enduðu í ofbeldi.[11]

Í Newark í New Jersey mótmæltu um 12.000 manns um helgina 31. maí en engar skemmdir voru unnar á verslunum og enginn var handtekinn. Samtökin Newark Community Street Team, sem voru stofnuð árið 2014, unnu að því að koma í veg fyrir ofbeldi og hvetja til friðsamlegra mótmæla. Borgarleiðtogar Newark sögðu að ungir bandarískir blökkumenn meðal mótmælendanna væru ástæðan fyrir því að mótmælin fóru friðsamlega fram. Friðsamleg mótmæli fóru einnig fram í Camden í New Jersey og Flint í Michigan.[12]

Í nokkrum borgum gengu lögreglumenn til liðs við mótmælendurna. Í Ferguson í Missouri krupu lögregluþjónar á kné sér í níu mínútur og uppskáru húrrahróp frá mannfjöldanum. Lögreglustjóri í Flint og lögregluþjónar í Camden tóku einnig þátt í mótmælunum.[13]

Mótmælendur fyrir utan Hvíta húsið, aðsetur Bandaríkjaforseta í Washington, kröfðust afsagnar Trumps forseta.[14][10] Sumir þeirra hentu flöskum að húsinu. Leyniþjónustumenn fóru með Trump forseta í öryggisbirgi í Hvíta húsinu.[15]

Mótmæli hafa einnig farið fram utan Bandaríkjanna, meðal annars í Lundúnum, Toronto, Beijing, Berlín og Addis Ababa. Sumir alþjóðlegir mótmælendur sögðust vilja styðja George Floyd en einnig beina athygli að kynþáttafordómum lögreglu í eigin löndum.[16] Í Toronto minntust mótmælendurnir dauða Regis Korchinski-Paquet, blökkukonu sem féll út af svölunum á íbúð sinni á meðan lögreglumenn voru heima hjá henni. Lundúnabúar mótmæltu fyrir utan Grenfell Tower, þar sem margir blökkumenn og Arabar höfðu látist í bruna árið 2017. Parísarbúar minntust Adama Traoré, blökkumanns sem var drepinn í haldi franskra lögreglumanna árið 2016. Ástralar minntust Davids Dungay, ástralsks frumbyggja sem lést í haldi lögreglu. Líkt og Floyd sagði Dungay einnig „Ég get ekki andað“ margsinnis áður en hann dó.[8] Sumir mótmælendur hafa krafist hertra andrasískra laga í eigin löndum.[8]

Bent hefur verið á Floyd-mótmælin og viðbrögð við þeim sem dæmi um rýrnun á forystuhlutverki Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu. Franski blaðamaðurinn Pierre Haski sagði þann 1. júní: „Beijing hefði ekki getað vonast eftir betri gjöf. Landið sem kennir Kína um allt sem aflaga fer í heiminum birtist nú á forsíðum blaða vegna óeirða í borgum sínum.“[8]

Á Íslandi

Á Austurvelli í Reykjavík mótmæltu um 3.500 til 5.000 manns þann 4. júní.[17] Á Ísafirði mótmæltu um 100 manns.[18]

Göbb í tengslum við mótmælin

Að minnsta kosti einn stuðningshópur hvítra kynþáttayfirburða, Identity Evropa, hefur villt á sér heimildir og þóst standa með mótmælendunum á Twitter. Þeir sögðust vera meðlimir Antifa-hreyfingarinnar og hvöttu mótmælendur til að fara ránshendi um hverfi þar sem hvítir íbúar væru í meirihluta. Upp komst um gabbið og Twitter lét taka niður færslur þeirra fyrir að brjóta reglur um ofbeldi, ruslpósta og falska notendaaðganga.[19][20]

Dauðsföll

Þann 2. júní árið 2020 höfðu þrettán manns látist vegna mótmælanna:

  • Þann 27. maí var Calvin Horton Jr. skotinn til bana á mótmælum í Minneapolis í Minnesota. Verslunareigandi var handtekinn og lögreglan tilkynnti að hinn grunaði hefði hleypt af byssu sinni er hann sá mótmælendur fara ránshendi.[21]
  • Þann 29. maí var maður skotinn til bana í Detroit í Michigan nálægt mótmælunum.[22]
  • Þann 30. maí var lögreglumaður að nafni David Patrick Underwood skotinn til bana fyrir utan dómshús af árásarmönnum á bíl. Annar vörður særðist einnig.[23] Bandaríska heimavarnarráðuneytið skilgreindi skotárásina sem innanlandshryðjuverk. Bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn en hefur ekki fundið árásarmanninn.[24]
  • Þann 30. maí lést maður eftir að hafa orðið fyrir flutningabíl FedEx sem var að keyra í burt frá mótmælendum.[25]
  • Þann 30. maí var mótmælandinn James Scurlock skotinn til bana fyrir utan bar í Omaha í Nebraska.[26] The suspect of the shooting is the owner of the bar.[26]
  • Þann 30. maí var maður drepinn og fimm aðrir særðust í nokkrum atvikum nálægt mótmælum í Chicago í Illinois.[27]
  • Þann 31. maí voru tveir skotnir til bana nærri mótmælum í Indianapolis í Indiana.[28]
  • Þann 1. júní var maður drepinn í Louisville í Kentucky þegar lögreglumenn og þjóðvarðliðar hófu skothríð á mannfjöldann. Lögreglumennirnir sögðust hafa hleypt af eftir að skotið var á þá úr mannfjöldanum. Hinn látni hafði hins vegar ekki verið þátttakandi í mótmælunum. Rannsókn á dauða hans er hafin.[29][30]
  • Þann 1. júní voru tveir skotnir til bana í Davenport í Iowa í óeirðum um nótt. Einn lögreglumaður særðist einnig í skotárás.[31]

Kórónaveirufaraldurinn

Mótmælin hófust vorið 2020, stuttu eftir að dauðsföll vegna yfirstandandi kórónaveirufaraldar í Bandaríkjunum voru orðin 100.000 talsins.[32] Faraldurinn hafði þegar haft þungbærari áhrif á svarta og þeldökka Bandaríkjamenn en á hvíta. Sérfræðingar sögðust óttast að mótmælendurnir kynnu að dreifa veirunni sín á milli.[33] Efnahagslega áhrif faraldursins voru jafnframt þau að atvinnuleysi náði áður óþekktum hæðum á skömmum tíma en í byrjun júní 2020 höfðu 42,6 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur frá því faraldurinn hófst[34]. Atvinnuleysi er jafnan meira meðal svartra og lagðist einnig þyngra á þá en hvíta Bandaríkjamenn vegna faraldursins.[35]

Andrew Cuomo, fylkisstjóri New York, sagði á laugardaginn 30. maí: „Þið hafið rétt til að mótmæla. Guð blessi Bandaríkin. Þið hafið ekki rétt til að smita annað fólk. Þið hafið ekki rétt á að haga ykkur þannig að þið stofnið lýðheilsu í hættu. ... Þið megið hafa skoðun en það eru líka til staðreyndir, og það er rangt hjá ykkur að bera ekki grímur.“[33]

Viðbrögð Tims Walz

Tim Walz, fylkisstjóri Minnesota, sagðist vilja sjá breytingar: „Það er tími fyrir endurbyggingu. Endurbyggjum borgina, endurbyggjum réttarkerfið okkar og endurbyggjum sambandið milli lögreglunnar og þeirra sem hún á að vernda. Dauði George Floyd ætti að leiða til réttlætis og kerfisbreytinga, en ekki til frekari dauða og eyðileggingar.“[9]

Viðbrögð Donalds Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur á lofti Biblíu fyrir framan kirkju heilags Jóhannesar í Washington, D.C. eftir að hafa sent lögreglu til að tvístra mótmælendum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir samúð með George Floyd og fjölskyldu hans en kallaði mótmælendurna einnig „bófa“ (e. thugs) og sagði um þá „Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ (e. When the looting starts, the shooting starts) á Twitter-síðu sinni. Twitter faldi færsluna þar sem hún þótti brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins um að vegsama ofbeldi.[9] Trump kenndi „veikburða“ borgar- og fylkisstjórum úr Demókrataflokknum um mótmælin og lagði jafnframt áherslu á hlutverk Antifa, sem hann sagðist ætla að skilgreina sem hryðjuverkahóp.[15]

Öldungadeildarþingmaðurinn Tim Scott frá Suður-Karólínu, sem er svartur og flokksbróðir Trumps í Repúblikanaflokknum, sagði ummæli forsetans „ekki uppbyggjandi“.[15]

Þann 1. júní tilkynnti Trump borgar- og fylkisstjórnum þar sem mótmælin voru í gangi að þær yrðu að binda endi á óeirðirnar, ella myndi hann senda herinn til þess að gera það. Lögunum sem heimila Trump að gera þetta, uppreisnarlögunum frá árinu 1807, var síðast beitt við óeirðirnar í Los Angeles sem hófust vegna handtöku Rodney King árið 1992.[36]

Þann 1. júní, klukkan tæplega sjö að morgni, þegar fólki hafði verið bannað að fara út á götur, beittu lögreglumenn og leyniþjónustumenn piparúða, táragasi og reyksprengjum gegn mótmælendum nálægt Hvíta húsinu. Þetta var gert til þess að hrekja mótmælendurna frá biskupakirkju heilags Jóhannesar í Washington. Eftir að mótmælendurnir voru á brott gekk Trump forseti að kirkjunni, hélt Biblíu á lofti og lét taka mynd af sér. Biskupinn Mariann E. Budde, leiðtogi biskupakirkjunnar í Washington-borg, sagði að Trump hefði ekki farið með neinar bænir né talað um George Floyd.[37] Næsta dag gagnrýndu nokkrir Demókratar og tveir Repúblikanar Trump fyrir uppátækið. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Nebraska, sagði: „Við eigum stjórnarskrárvarinn grundvallarrétt til þess að mótmæla og ég er á móti því að brjóta upp friðsamlega mótmælasamkomu til að halda myndatöku þar sem orð Guðs eru notuð sem pólitískur leikmunur.“[38]

Mannréttindarannsóknir í Minnesota

Þann 2. júní 2020 sagði Walz fylkisstjóri að mannréttindaráðuneyti Minnesota myndi rannsaka starfshætti lögreglunnar í fylkinu. Walz sagði: „Með rannsókninni verður litið á stefnur, aðferðir og meðferðir lögreglunnar síðustu tíu ár til að áætla hvort deildin hafi beitt kerfisbundinni kynþáttamismunun gagnvart þeldökku fólki.“[39]

Mannréttindafulltrúinn Rebecca Lucero sagði að ráðuneytið myndi fá rannsóknarskýrsluna eftir „nokkra mánuði“.[39]

Tilvísanir

  1. AP (28. maí 2020). „Violent protests rock Minneapolis for 2nd straight night over in-custody death“. ABC7 Los Angeles (enska). Sótt 28. maí 2020.
  2. Jimenez, Omar; Chavez, Nicole; Hanna, Jason (28. maí 2020). „As heated protests over George Floyd's death continue, Minnesota governor warns of 'extremely dangerous situation'. CNN.
  3. DeMarche, Edmund (28. maí 2020). „Deadly shooting near George Floyd protest as looting, arson grip Minneapolis“. Fox News. „Some protesters skirmished with officers, who fired rubber bullets and tear gas in a repeat of Tuesday night's confrontation.“
  4. Sullivan, Tim; Forliti, Amy (28. maí 2020). „George Floyd death: Protesters enter Minneapolis police station, set fires“. ABC7 Los Angeles (enska). Sótt 29. maí 2020.
  5. Wilkinson, Joseph (29. maí 2020). „Angry crowds set fire to Minneapolis police station as George Floyd protest turns violent“. New York Daily News.
  6. Romm, Tony; Chiu, Allyson (29. maí 2020). „Twitter flags Trump for 'glorifying violence' after he says Minneapolis looting will lead to 'shooting'. The Washington Post. Sótt 29. maí 2020.
  7. staff (29. maí 2020). „Black CNN reporter arrested on air at protests over George Floyd killing“. Guardian. Sótt 20. maí 2020.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 Javier C. Hernández; Benjamin Mueller (1. júní 2020). „Global Anger Grows Over George Floyd's Death in Minneapolis“. New York Times. Sótt 1. júní 2020.
  9. 9,0 9,1 9,2 Chris McGreal; Peter Beaumont; Maanvi Singh; Mario Koran (29. maí 2020). „George Floyd killing: fires erupt in Minneapolis as US rocked by third night of protests“. Guardian. Sótt 29. maí 2020.
  10. 10,0 10,1 „Live Updates on George Floyd Protests: Overnight Mayhem Follows Peaceful Rallies“. New York Times. 1. júní 2020. Sótt 1. júní 2020.
  11. Kristina Bravo; Erin Myers; Marissa Wenzke. „More than 500 arrested in chaotic night of protests in downtown L.A. over killing of George Floyd“. KTLA. Sótt 31. maí 2020.
  12. Tracey Tully; Keving Armstrong (1. júní 2020). „How a City Once Consumed by Civil Unrest Has Kept Protests Peaceful“. Sótt 1. júní 2020.
  13. Lisette Voykto (31. maí 2020). „In Some Cities, Police Officers Joined Protesters Marching Against Brutality“. Forbes. Sótt 1. júní 2020.
  14. Jeffrey Martin (29. maí 2020). „White House Locked Down as Police Scuffle With Protesters Demanding Trump Resignation“. Newsweek. Sótt 31. maí 2020.
  15. 15,0 15,1 15,2 Peter Baker; Maggie Haberman (1. júní 2020). „As Protests and Violence Spill Over, Trump Shrinks Back“. New York Times. Sótt 1. júní 2020.
  16. „Protesters gather worldwide to show solidarity with George Floyd“. France 24. 31. maí 2020. Sótt 31. maí 2020.
  17. „Thousands Protest in Austurvöllur“. Iceland Monitor (enska). 4. júní 2020.
  18. „Um hundrað manns sýndu samstöðu á Ísafirði“. RÚV. 3. júní 2020.
  19. Aaron Holmes (2. júní 2020). „An 'ANTIFA' Twitter account that called for looting 'white hoods' was actually run by white nationalist group Identity Evropa“. Business Insider. Sótt 3. júní 2020.
  20. Ben Collins; Brandy Zadrozny; Emmanuelle Saliba (1. júní 2020). „White nationalist group posing as antifa called for violence on Twitter“. NBC. Sótt 3. júní 2020.
  21. „Man shot dead outside Lake Street pawnshop during unrest is identified“. Star Tribune.
  22. Jennifer Henderson; Madeline Holcombe. „Man fatally shot during protests in Detroit“. CNN.
  23. Whiting, Sam (1. júní 2020). „Federal Protective Service Officer Fatally Shot in Oakland Identified“. www.officer.com. Afrit af uppruna á 1. júní 2020. Sótt 1. júní 2020.
  24. Debolt, David (1. júní 2020). „Federal Protection Services officer killed in Oakland drive-by shooting identified“. The Mercury News. Sótt 1. júní 2020.
  25. Sanders, Nicole (31. maí 2020). „Man dragged by FedEx truck dies during night of George Floyd protests in St. Louis“. The Mercury News.
  26. 26,0 26,1 Meadows, Danielle (31. maí 2020). „Omaha Police investigate Saturday night shooting death of protester“. 3 News Now KMTV. Sótt 31. maí 2020.
  27. „1 Dead, at Least 5 Wounded in Shootings in Downtown Chicago Saturday Night“. NBC Chicago.
  28. Fedschun, Travis (31. maí 2020). „Indianapolis riots leave 2 dead after 'multiple shootings' reported downtown, buildings damaged“. Fox News.
  29. Burnside, Tina; Henderson, Jennifer (1. júní 2020). „Man dead in Kentucky after authorities fired at crowd as they cleared parking lot“. CNN. Sótt 1. júní 2020.
  30. „One dead in Louisville after police and National Guard 'return fire' on crowd“. NBC News (enska). Sótt 1. júní 2020.
  31. Joens, Philip. „2 people dead after rioting in Davenport; police officer shot after being 'ambushed'. Des Moines Register.
  32. Michelle Goldberg (29. maí 2020). „America Is a Tinderbox“. New York Times. Sótt 31. maí 2020.
  33. 33,0 33,1 Ray Sanchez (30. maí 2020). „As a pandemic and protests over George Floyd's death collide, officials stress: Wear a mask“. CNN. Sótt 31. maí 2020.
  34. „Over 42.6 million Americans have filed for unemployment during the coronavirus pandemic“. Fortune (enska). Sótt 4. júní 2020.
  35. Cheng, Michelle. „A quick guide to unemployment rates, by race, in major US cities“. Quartz (enska). Sótt 4. júní 2020.
  36. Domenico Montenaro (1. júní 2020). „What Is The Insurrection Act That Trump Is Threatening To Invoke?“ (enska). NPR. Sótt 2. júní 2020.
  37. Katie Rogers (1. júní 2020). „Protesters Dispersed With Tear Gas So Trump Could Pose at Church“. New York Times. Sótt 2. júní 2020.
  38. Catie Edmondson (2. júní 2020). „Trump's Response to Protests Draws Bipartisan Rebuke in Congress“ (enska). The New York Times. Sótt 2. júní 2020.
  39. 39,0 39,1 David K. Li (2. júní 2020). „State of Minnesota files civil rights charge against Minneapolis Police Department“. NBC News. Sótt 2. júní 2020.