„Pétur Havsteen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
lagfæring
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:


{{Amtmenn í Norður- og Austuramti}}
{{Amtmenn í Norður- og Austuramti}}
{{fd|1812|1875}}

[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]]

Útgáfa síðunnar 25. október 2020 kl. 23:18

(Jörgen) Pétur Havsteen (f. 17. febrúar 1812, á Hofsósi, d. 24. júní 1875 í Reykjavík) var íslenskur embættismaður og stjórnmálamaður.

Fjölskylda

Foreldrar Péturs voru Jakob Havsteen (f. 1774, d. 1829) kaupmaður á Hofsósi og kona hans Maren Jóhannsdóttir Havsteen, fædd Birch. Pétur var þrígiftur. Árið 1847 giftist hann Guðrúnu Hannesdóttur Havstein, dóttur Hannesar Stephensen alþingismanns og Þórunnar Magnúsdóttur Stephensen. Saman áttu þau tvö börn. Eftir andlát Guðrúnar 1851 giftist Pétur aftur, Sigríði Ólafsdóttur Havstein, fædd Stephensen dóttur Ólafs Magnússonar Stephensen. Þau skildu nokkru síðar og gekk hún þá að eiga Stefán Thordersen alþingismann. Árið 1857 giftist Pétur þriðja sinn, Katrínu Kristjönu Gunnarsdóttur Havstein, dóttur Gunnars Gunnarssonar, prests í Laufási, systur Eggerts Gunnarssonar alþingismanns og Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Saman áttu þau níu börn.

Meðal barna Péturs var Hannes Hafstein alþingismaður og ráðherra. Þrjár dætur Péturs giftust einnig alþingismönnum. Pétur var tengdafaðir Jóns Þórarinssyni alþingismanns, Jónasar Jónassens alþingismanns og Lárusar H. Bjarnasonar alþingismanns.

Menntun og embættisstörf

Pétur lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1835. Að því loknu sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1840. Að námi loknu starfaði Pétur í rentukammerinu í Kaupmannahöfn. Árið 1845 var hann skipaður sýslumaður í Norður-Múlasýslu og gegndi jafnframt sýslumannsstörfum í Suður-Múlasýslu 1845 – 1846. Árið 1850 var hann skipaður amtmaður í Norður- og austuramtinu og bjó þá á Möðruvöllum í Hörgárdal. Árið 1870 fékk Pétur lausn frá störfum sökum aldurs.

Pétur sat sem konungkjörinn alþingismaður á einu þingi, 1853.

Heimildir