„Vilhjálmur Þór“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Dverghamar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Dverghamar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:


=== Olíumálið ===
=== Olíumálið ===
Vilhjálmur Þór var ákærður árið 1962 í svonefndu olíumáli fyrir að hafa ráðstafað fé ólöglega þegar hann var stjórnarformaður Olíufélagsins. Í tilkynningu frá saksóknara sagði m.a. að Vilhjálmur væri ákærður ásamt öðrum fyrir að hafa árið 1954 ráðstafað háum fjárhæðum af innistæðu Olíufélagsins hf. á reikningum í Bandaríkjunum án leyfis gjaldeyrisyfirvalda og ekki gert þeim grein fyrir þessu fé fyrr en í febrúar 1957.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/issue/355047?iabr=on|titill=Nýi Tíminn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=15. mars|ár=1962|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Árið 1964 kvað Hæstiréttur upp dóm og var Vilhjálmur Þór þá sýknaður þar sem meint sök hans taldist fyrnd en aðrir ákærðir í málinu voru dæmdir til greiðslu sekta og einn hlaut fangelsisdóm. Vilhjálmur hafði sagt sig úr stjórn Olíufélagsins áramótin 1954 og 1955 og taldi Hæstiréttur að telja ætti fyrningarfrest hans frá þeim tíma.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/4957199?iabr=on|titill=Alþýðumaðurinn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=21. janúar|ár=1964|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
Vilhjálmur Þór var ákærður árið 1962 í svonefndu olíumáli fyrir að hafa ráðstafað fé ólöglega þegar hann var stjórnarformaður Olíufélagsins. Í tilkynningu frá saksóknara sagði m.a. að Vilhjálmur væri ákærður ásamt öðrum fyrir að hafa ráðstafað háum fjárhæðum af innistæðu Olíufélagsins hf. á reikningum í Bandaríkjunum án leyfis gjaldeyrisyfirvalda og ekki gert þeim grein fyrir þessu fé fyrr en í febrúar 1957.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/issue/355047?iabr=on|titill=Nýi Tíminn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=15. mars|ár=1962|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Reikningurinn var opnaður árið 1955 og inn á hann voru færðar tekjur sem Olíufélagið hafði af því að leigja bandaríska hernum olíugeyma í Hvalfirði. Árið 1964 kvað Hæstiréttur upp dóm og var Vilhjálmur Þór þá sýknaður þar sem meint sök hans taldist fyrnd en aðrir ákærðir í málinu voru dæmdir til greiðslu sekta og einn hlaut fangelsisdóm. Vilhjálmur hafði sagt sig úr stjórn Olíufélagsins áramótin 1954 og 1955 og taldi Hæstiréttur að telja ætti fyrningarfrest hans frá þeim tíma.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/4957199?iabr=on|titill=Alþýðumaðurinn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=21. janúar|ár=1964|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>


== Tilvísanir ==
== Tilvísanir ==

Útgáfa síðunnar 21. júlí 2020 kl. 19:20

Vilhjálmur Þór (f. á Æsustöðum í Eyjafirði 1. september 1899, d. 12. júlí 1972) var utanríkisráðherra Íslands 1942-44. Hann var forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) og bankastjóri Seðlabanka Íslands. Hann sat í stjórn Alþjóðabankans 1962-64.

Vilhjálmur var kaupfélagsstjóri KEA 1923-1939. Þá var Vilhjálmur skipaður ræðismaður Íslands í New York í Bandaríkjunum 23. apríl 1940 þegar aðalræðisskrifstofa Íslands var stofnuð þar.[1] Hann hvatti bandarísk stjórnvöld til að telja Ísland til Vesturheims og veita landinu hervernd í samræmi við Monroe-kenninguna.[2] Vilhjálmur varð bankastjóri Landsbanka Íslands 1. október 1940, stærsta viðskiptabanka Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS).

Utanríkisráðherra í utanþingstjórn

Vilhjálmur var hann utanríkisráðherra í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar 1942-44 sem Sveinn Björnsson skipaði, en Vilhjálmur Þór og Sveinn voru góðir vinir.[2] Vilhjálmur hvatti til þess að Sveini Björnssyni yrði boðið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og sagði Sveinn að leynilegur tilgangur fararinnar væri að hefja viðræður um framtíðarviðskipti og flugmál. Töldu bandarísk stjórnvöld brýnt að hefja samningaviðræður um herstöð á Íslandi því erfiðara kynni að reynast að semja eftir væntanlegar alþingiskosningar og brotthvarf Vilhjálms og Sveins úr embættum. Alþingismenn tilkynntu Vilhjálmi fyrir brottför til Bandaríkjanna að hann hefði ekki umboð til samninga við Bandaríkjastjórn. Árið 1945 var Vilhjálmur orðinn bankastjóri Landsbankans þegar hann hvatti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi til að flýta beiðni um herstöðvar og einnig beitti hann sér fyrir stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þá var Nýsköpunarstjórnin starfandi. Sendiherra Bandaríkjanna vænti þess að í slíkri stjórn yrði „besti vinur Bandaríkjanna á Íslandi“, Vilhjálmur Þór, aftur utanríkisráðherra.[3]

Vilhjálmur Þór var bankastjóra Landsbankans til loka ársins 1945 en þá tók hann við starfi forstjóra SÍS og sinnti því til ársins 1954 þegar hann í þriðja sinn tók við starfi bankastjóra Landsbankans. Erlendur Einarsson, sem tók við forstjórastöðu SÍS af Vilhjálmi 1954 og segir í æviminningum sínum að Vilhjálmur Þór hafi þá látið þau orð falla að ekki væri verra fyrir Sambandið að hann væri í Landsbankanum og hann hafi verið fyrirtækinu hliðhollur.[4] Hann fór úr Landsbankanum 1961 og gerðist þá bankastjóri í Seðlabanka Íslands þegar bankinn var settur á stofn. Þar var hann til 1964 þegar hann var kosinn í stjórn Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. Vilhjálmur vann í fjögur ár fyrir Alþjóðabankann og ferðaðist víða um þróunarlönd.

Olíumálið

Vilhjálmur Þór var ákærður árið 1962 í svonefndu olíumáli fyrir að hafa ráðstafað fé ólöglega þegar hann var stjórnarformaður Olíufélagsins. Í tilkynningu frá saksóknara sagði m.a. að Vilhjálmur væri ákærður ásamt öðrum fyrir að hafa ráðstafað háum fjárhæðum af innistæðu Olíufélagsins hf. á reikningum í Bandaríkjunum án leyfis gjaldeyrisyfirvalda og ekki gert þeim grein fyrir þessu fé fyrr en í febrúar 1957.[5] Reikningurinn var opnaður árið 1955 og inn á hann voru færðar tekjur sem Olíufélagið hafði af því að leigja bandaríska hernum olíugeyma í Hvalfirði. Árið 1964 kvað Hæstiréttur upp dóm og var Vilhjálmur Þór þá sýknaður þar sem meint sök hans taldist fyrnd en aðrir ákærðir í málinu voru dæmdir til greiðslu sekta og einn hlaut fangelsisdóm. Vilhjálmur hafði sagt sig úr stjórn Olíufélagsins áramótin 1954 og 1955 og taldi Hæstiréttur að telja ætti fyrningarfrest hans frá þeim tíma.[6]

Tilvísanir

  1. Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna
  2. 2,0 2,1 Svanur Kristjánsson (1. janúar 2001). „Ný saga“.
  3. Þór Whitehead (Janúar 1976). „Skírnir“.
  4. „Dagur“. 12. desember 1991.
  5. „Nýi Tíminn“. 15. mars 1962.
  6. „Alþýðumaðurinn“. 21. janúar 1964.

Tenglar