„Sigurður S. Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 22: Lína 22:
| maki = 1. Jakobína Margrét Tulinius<br />
| maki = 1. Jakobína Margrét Tulinius<br />
2. Ásdís Sveinsdóttir
2. Ásdís Sveinsdóttir
| börn = Þrjú með Jakobínu, þar á meðal [[Dagur Sigurðarson|Dagur]] og fjögur með Ásdísi, þar á meðal [[Ásdís Thoroddsen|Ásdís]]
| börn = Þrjú með Jakobínu, þar á meðal [[Dagur Sigurðarson|Dagur]] og Signý móðir [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]]. <br />Fjögur með Ásdísi, þar á meðal [[Ásdís Thoroddsen|Ásdís]]
| foreldrar = [[Skúli Thoroddsen]] og [[Theódóra Thoroddsen]]
| foreldrar = [[Skúli Thoroddsen]] og [[Theódóra Thoroddsen]]
| háskóli = [https://da.wikipedia.org/wiki/Danmarks_Tekniske_Universitet Polyteknisk Læreanstalt] í [[Kaupmannahöfn]].
| háskóli = [https://da.wikipedia.org/wiki/Danmarks_Tekniske_Universitet Polyteknisk Læreanstalt] í [[Kaupmannahöfn]].

Útgáfa síðunnar 4. maí 2020 kl. 20:07

Sigurður Skúlason Thoroddsen
Fæddur24. júlí 1902(1902-07-24)
Dáinn29. júlí 1983 (81 árs)
MenntunPolyteknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn.
Störf Byggingaverkfræðingur, sem rak eigin verkfræðistofu, VST, sem síðar gekk inn í Verkís.
Þekktur fyrirHönnun vatnsaflsvirkjana og falleg málverk
FlokkurSósíalistaflokkurinn
Maki1. Jakobína Margrét Tulinius
2. Ásdís Sveinsdóttir
BörnÞrjú með Jakobínu, þar á meðal Dagur og Signý móðir Katrínar Jakobsdóttur.
Fjögur með Ásdísi, þar á meðal Ásdís
ForeldrarSkúli Thoroddsen og Theódóra Thoroddsen

Sigurður S. Thoroddsen (24. júlí 190229. júlí 1983) var íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður.

Ævi og störf

Sigurður fæddist á Bessastöðum á Álftanesi, sonur stjórnmálamannsins Skúla Thoroddsen og skáldkonunnar Theódóru Thoroddsen. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1919 og útskrifaðist sem byggingarverkfræðingur frá Polyteknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn árið 1927.

Fyrstu árin eftir útskrift gegndi hann verkfræðistörfum fyrir ýmsa opinbera aðila og sinnti kennslu. Árið 1931 stofnaði hann eigin verkfræðistofu, fyrstu almennu verkfræðistofuna hér á landi. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen kom að fjölda stórframkvæmda, meðal annars á sviði raforkumála og eru Sigurði eignaðar margar af stærstu og metnaðarfyllstu áætlunum á sviði virkjanamála hérlendis, þótt ekki hafi þær allar komið til framkvæmda.

Sigurður var af róttæku fólki kominn og hneigðist snemma til sósíalisma. Hann var kjörinn á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn árið 1942. Ekki átti þingmennskan þó vel við hann og dró hann sig í hlé eftir eitt kjörtímabil. Systir Sigurðar, Katrín Thoroddsen, sat á þingi sem varamaður um nokkurra vikna skeið árið 1945 og voru þau systkinin því samtíða á þingi.

Á yngri árum lagði Sigurður stund á knattspyrnu og varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari með Knattspyrnufélaginu Fram. Meðan á námsdvöl hans í Danmörku stóð, æfði hann um tíma með Akademisk Boldklub, knattspyrnuliði Kaupmannahafnarháskóla.

Sigurður átti fjölda barna í tveimur hjónaböndum, þar á meðal ljóðskáldið Dag Sigurðarson og kvikmyndaleikstjórann Ásdísi Thoroddsen. Hann var afi stjórnmálamannsins Katrínar Jakobsdóttur.

Árið 1982 kom út endurminningabók Sigurðar, Eins og gengur.

Heimildir og ítarefni

  • Sigurður Thoroddsen (1984). Eins og gengur. Endurminningar. Mál og menning, Reykjavík.
  • Sveinn Þórðarson. „Sigurður Skúlason Thoroddsen“. Frumherjar í verkfræði á Íslandi. Verkfræðingafélag íslands, Reykjavík, 2002: bls. 203-207. .
  • Þorsteinn Jónsson (ritstj.). „Sigurður Skúlason Thoroddsen“. Verkfræðingatal 2. bindi. Þjóðsaga, Reykjavík, 1996: bls. 830-831. .