„Covid-19 faraldurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sylgja (spjall | framlög)
Sylgja (spjall | framlög)
Lína 414: Lína 414:


==Ísland==
==Ísland==
Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum [[Andalo]] á Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/vinnustadur-mannsins-kominn-i-sottkvi|titill=Vinnustaður mannsins kominn í sóttkví|útgefandi=RÚV|ár=2020|mánuður=28. febrúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=3. mars|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|höfundur2=Hólfríður Dagný Friðjónsdóttir}}</ref> Fjöldi smitaðra heldur áfram að hækka og hafa alls 45 tilvik greinst á Íslandi (6. mars 2020).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/lysa-yfir-neydarstigi-eftir-fyrsta-innanlandssmitid|titill=Lýsa yfir neyðarstigi eftir fyrsta innanlandssmitið}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/06/innanlandssmitum_koronuveiru_fjolgar/|titill=Inn­an­lands­smit­um kór­ónu­veiru fjölg­ar}}</ref>
Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum [[Andalo]] á Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/vinnustadur-mannsins-kominn-i-sottkvi|titill=Vinnustaður mannsins kominn í sóttkví|útgefandi=RÚV|ár=2020|mánuður=28. febrúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=3. mars|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|höfundur2=Hólfríður Dagný Friðjónsdóttir}}</ref> Fjöldi smitaðra heldur áfram að hækka og hafa alls 50 tilvik greinst á Íslandi (7. mars 2020), þar af 7 innanlands.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/lysa-yfir-neydarstigi-eftir-fyrsta-innanlandssmitid|titill=Lýsa yfir neyðarstigi eftir fyrsta innanlandssmitið}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/06/innanlandssmitum_koronuveiru_fjolgar/|titill=Inn­an­lands­smit­um kór­ónu­veiru fjölg­ar}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/5-ny-smit-greind-i-dag-thar-af-3-innanlands |titill=5 ný smit greind í dag - þar af 3 innanlands}}</ref>


Fyrstu smitin (til 6. mars 2020) voru öll rekin til Norður-Ítalíu og til Austurríkis.<ref name=tilkynning1630>{{Vefheimild|url=https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39297/Frettatilkynning-vegna-COVID-19-kl--16-30|titill=Fréttatilkynning vegna COVID-19 kl. 16:30}}</ref>
Fyrstu smitin (til 6. mars 2020) voru öll rekin til Norður-Ítalíu og til Austurríkis.<ref name=tilkynning1630>{{Vefheimild|url=https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39297/Frettatilkynning-vegna-COVID-19-kl--16-30|titill=Fréttatilkynning vegna COVID-19 kl. 16:30}}</ref>

Útgáfa síðunnar 7. mars 2020 kl. 19:03

Kórónaveirufaraldurinn 2019-2020 er heimsfaraldur af völdum kórónaveiru sjúkdómsins COVID-19 en hann er af völdum veirunar SARS-CoV-2.

Kórónaveirufaraldur 2019-2020[1]
Land eða landsvæði [a] Staðfest smit Dauðsföll Bati[b]
Kína 80.151 2,944 47.306
Suður-Kórea 5.186 34 34
Ítalía 2.036 52 149
Íran[c] 1.501 66 291
Á skipi [d] 705 6 100
Japan 274 6 43
Frakkland 191 3 12
Þýskaland 165 0 16
Spánn 123 0 2
Singapúr 108 0 78
Bandaríkin 103 6 9
Hong Kong 100 2 36
Kúveit 56 0
Barein 49 0
Taíland 43 1 31
Taívan 42 1 12
Sviss 41 0 1
Bretland 40 0 8
Ástralía 39 1 21
Malasía 29 0 22
Kanada 27 0 8
Írak 26 0
Noregur 25 0
Sameinuðu arabísku furstadæmin 21 0 5
Austurríki 18 0
Holland 18 0
Víetnam 16 0 16
Svíþjóð 15 0
Líbanon 13 0
Ísrael 12 0 1
Makaó 10 0 8
Ísland 37 0
San Marínó 8 1
Króatía 9 0
Belgía 8 0 1
Grikkland 7 0
Katar 7 0
Finnland 7 0 1
Ekvador 6 0
Óman 6 0 2
Indland 6 0 3
Alsír 5 0
Tékkland 5 0
Pakistan 5 0
Mexíkó 5 0
Danmörk 4 0
Filippseyjar 3 1 2
Aserbaídsjan 3 0
Georgía 3 0
Rúmenía 3 0
Rússland 3 0 2
Brasilía 2 0
Indónesía 2 0
Portúgal 2 0
Egyptaland 2 0 1
Afganistan 1 0
Andorra 1 0
Armenía 1 0
Hvíta-Rússland 1 0
Dóminíska lýðveldið 1 0
Eistland 1 0
Írland 1 0
Jórdanía 1 0
Lettland 1 0
Litháen 1 0
Lúxemborg 1 0
Mónakó 1 0
Marokkó 1 0
Nýja-Sjáland 1 0
Nígería 1 0
Norður-Makedónía 1 0
Sádi-Arabía 1 0
Senegal 1 0
Túnis 1 0
Kambódía 1 0 1
Nepal 1 0 1
Srí Lanka 1 0 1
Alls 91.324 3.124 48.224
Miðað við 3. mars 2020·
Notes
  1. Miðað við landið þar sem smitið greindist, ekki ríkisfang hins smitaða eða landið þar sem smit átti sér stað.
  2. Athuga að "–" þýðir að gögn vantar.
  3. Ósamræmi er í upplýsingum um fjölda smitaðra og dauðsföll í Íran. Samkvæmt BBC Persian voru dauðsföll í Íran orðin 210 þann 28 February 2020.[2] Ríkisstjórn Írans hafnar þessu.[3]
  4. Hér er átt við smit um borð í skipinu Diamond Princess sem var í sóttkví innan japönsku landhelginnar.

Smitleið sjúkdómsins milli einstaklinga mun vera snerti- og dropasmit. Það þýðir að veiran dreifast þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér í návígi við aðra í sama rými og heilbrigður einstaklingur andar að sér agnarsmáu dropunum. Veiran getur einnig lifað í stuttan tíma á öðrum snertiflötum þar sem droparnir lenda. Það að snerta veika einstaklinga eða sameiginlega snertifleti felur þannig í sér ákveðna áhættu.

Útsettir fyrir smiti eru því allir þeir sem hafa verið innan við 1–2 metra frá veikri manneskju meðan viðkomandi var með hósta eða hnerra, eða hafa snert viðkomandi, sofið í sama rúmi, dvalið í sama húsnæði eða verið í sama farartæki.[4]

Þann 29. febrúar 2020 hafa 85.000 tilvik verið staðfest í 60 löndum, þar af hafa 8.000 verið skilgreind alvarleg. Dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins eru um 2.900 í það minnsta og er þessi faraldur orðinn skæðari en SARS faraldurinn árið 2003. Yfir 39.000 hafa náð sér af veikindum vegna veirunnar.

Veiran var fyrst greind í desember 2019 í borginni Wuhan í Kína.

Ísland

Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum Andalo á Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.[5] Fjöldi smitaðra heldur áfram að hækka og hafa alls 50 tilvik greinst á Íslandi (7. mars 2020), þar af 7 innanlands.[6][7][8]

Fyrstu smitin (til 6. mars 2020) voru öll rekin til Norður-Ítalíu og til Austurríkis.[9]

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru eftir að fyrstu smit innanlands voru staðfest 6. mars 2020.[10] Strax í kjölfarið var tekin ákvörðun um að banna heimsóknir gesta til allra starfsstöðva Landspítalans frá og með kl. 17 6. mars 2020, þ.m.t. Landspítalans í Fossvogi, á Hringbraut, Vífilsstaða, Grensáss, Landakots og Klepps. Undantekningar verða aðeins gerðar í sérstökum tilvikum.[11] Samdægurs var tekin ákvörðun um að loka starfs­stöðum og starf­sein­ing­um Reykja­víkarborgar sem viðkvæm­ir hópar sækja, m.a. dagdvalir fyrir eldra fólk, vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk og skammtímadvalir fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.[12]

Fyrir ferðamenn sem kunna að vera smitaðir með COVID-19 og aðra sem þurfa á því að halda verður Fosshótel Lind við Rauðarárstíg breytt í sóttkví.[13] Á Íslandi voru 83 í sóttkví vegna COVID-19 þann 29. febrúar en talan hækkaði ört á næstu dögunum og er orðinn um 400 (6. mars).[14][9]

Smitvarnir

Almenn hreinlæti skiptir máli í að hindra dreifingu veirunnar. Vandaður handþvottur með sápu og vatni í a.m.k. 20 sekúndur er mikilvægur þáttur í að forðast smit og einnig að hreinsa með handspritti eftir að koma við sameiginlega snertifleti (t.d. hurðahúna og takka) eða að taka við hlutum úr annarra höndum.[4] Almennt er ekki mælt með að heilbrigt fólk noti grímur nema í návígi við veika.

Miðað út frá SARS veiru er líftími veirunnar á pappír og sambærilegum flötum sennilega mjög stuttur.[15] Landlæknirinn á Íslandi telur útilokað að vörusendingar frá áhættusvæðum gætu mögulega smitað frá sér.[4]

Framlínustarfsmenn í faraldrinum eru meðal annars skilgreindir sem þeir sem veita þjónustu og vinna í nálægð sinna viðskiptavina.[15] Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota hanska og jafnframt að þvo hendurnar með sápu og vatni áður en hanskar eru settir upp og eftir að taka hanskana af sér og henda þeim.

Ekki er til bóluefni gegn veirunni.

Tilvísanir

  1. Taflan kemur frá Wikipedíu síðunni á ensku um faraldurinn (3. mars 2020).
  2. „Coronavirus: Iran's deaths at least 210, hospital sources say“. BBC News. 28. febrúar 2020. Sótt 1. mars 2020.
  3. Dehghanpisheh, Babak; Nebehay, Stephanie (28. febrúar 2020). Macfie, Nick (ritstjóri). „Iran rejects BBC Persian report of at least 210 coronavirus deaths“. Dubai: Reuters. Sótt 1. mars 2020.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna (COVID-19)“. Landlæknir. 27. janúar 2020. Sótt 3. mars 2020.
  5. Freyr Gígja Gunnarsson; Hólfríður Dagný Friðjónsdóttir (28. febrúar 2020). „Vinnustaður mannsins kominn í sóttkví“. RÚV. Sótt 3. mars 2020.
  6. „Lýsa yfir neyðarstigi eftir fyrsta innanlandssmitið“.
  7. „Inn­an­lands­smit­um kór­ónu­veiru fjölg­ar“.
  8. „5 ný smit greind í dag - þar af 3 innanlands“.
  9. 9,0 9,1 „Fréttatilkynning vegna COVID-19 kl. 16:30“.
  10. „Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19“. 6. mars, 15.30 2020.
  11. „Banna allar heimsóknir á Landspítala“.
  12. https://reykjavik.is/frettir/lokanir-til-ad-vernda-vidkvaema-hopa/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  13. Stefán Ó. Jónsson; Andri Eysteinsson (29. febrúar 2020). „Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví“. Vísir. Sótt 3. mars 2020.
  14. Dagný Hulda Erlendsdóttir, Birgir Þór Harðarson (5. mars 2020). „Þakklæti til allra sem eru í sóttkví“. RÚV. Sótt 6. mars 2020.
  15. 15,0 15,1 „Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru 2019 (COVID-19): Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu“ (PDF). Landlæknir. 18. febrúar 2020. Sótt 3. mars 2020.