„Covid-19 faraldurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sylgja (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Sylgja (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
Þann [[29. febrúar]] [[2020]] hafa 85.000 tilvik verið staðfest í 60 löndum, þar af hafa 8.000 verið skilgreind alvarleg. Dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins eru um 2.900 í það minnsta og er þessi faraldur orðinn skæðari en SARS faraldurinn árið [[2003]]. Yfir 39.000 hafa náð sér af veikindum vegna veirunnar.
Þann [[29. febrúar]] [[2020]] hafa 85.000 tilvik verið staðfest í 60 löndum, þar af hafa 8.000 verið skilgreind alvarleg. Dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins eru um 2.900 í það minnsta og er þessi faraldur orðinn skæðari en SARS faraldurinn árið [[2003]]. Yfir 39.000 hafa náð sér af veikindum vegna veirunnar.


Veiran var fyrst greind í [[desember]] [[2019]] í [[Wuhan]] héraði í [[Kína]]. Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020.
Veiran var fyrst greind í [[desember]] [[2019]] í [[Wuhan]] héraði í [[Kína]]. Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum [[Andalo]] á Norður-Ítalíu. Í kvölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.<ref>https://www.ruv.is/frett/vinnustadur-mannsins-kominn-i-sottkvi?itm_source=parsely-api</ref>


== Smitvarnir ==
== Smitvarnir ==

Útgáfa síðunnar 29. febrúar 2020 kl. 15:49

Kórónaveirufaraldurinn 2019-2020 er heimsfaraldur af völdum kórónaveiru sjúkdómsins COVID-19 en hann er af völdum veirunnaar SARS-CoV-2.

Smitleið sjúkdómsins milli einstaklinga mun vera snerti- og dropasmit. Það þýðir að veiran dreifast þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér í návígi við aðra í sama rými og heilbrigður einstaklingur andar að sér agnarsmáu dropunum. Veiran getur einnig lifað í stuttan tíma á öðrum snertiflötum þar sem droparnir lenda. Það að snerta veika einstaklinga eða sameiginlega snertifleti felur þannig í sér ákveðna áhættu.

Útsettir fyrir smiti eru því allir þeir sem hafa verið innan við 1–2 metra frá veikri manneskju meðan viðkomandi var með hósta eða hnerra, eða hafa snert viðkomandi, sofið í sama rúmi, dvalið í sama húsnæði eða verið í sama farartæki.[1]

Þann 29. febrúar 2020 hafa 85.000 tilvik verið staðfest í 60 löndum, þar af hafa 8.000 verið skilgreind alvarleg. Dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins eru um 2.900 í það minnsta og er þessi faraldur orðinn skæðari en SARS faraldurinn árið 2003. Yfir 39.000 hafa náð sér af veikindum vegna veirunnar.

Veiran var fyrst greind í desember 2019 í Wuhan héraði í Kína. Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum Andalo á Norður-Ítalíu. Í kvölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.[2]

Smitvarnir

Almenn hreinlæti skiptir máli í að hindra dreifingu veirunnar. Vandaður handþvottur með sápu og vatni í a.m.k. 20 sekúndur er mikilvægur þáttur í að forðast smit og einnig að hreinsa með handspritti eftir að koma við sameiginlega snertifleti (t.d. hurðahúna og takka) eða að taka við hlutum úr annarra höndum.[3] Almennt er ekki mælt með að heilbrigt fólk noti grímur nema í návígi við veika.

Miðað út frá SARS veiru er líftími veirunnar á pappír og sambærilegum flötum sennilega mjög stuttur.[4] Landlæknirinn á Íslandi telur útilokað að vörusendingar frá áhættusvæðum gæti mögulega smitað frá sér.[5]

Framlínustarfsmenn í faraldrinum eru meðal annars skilgreindir sem þeir sem veita þjónustu og vinna í nálægð sinna viðskiptavina.[6] Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota handska og jafnframt að þvo hendurnar með sápu og vatni áður en hanskar eru settir upp og eftir að taka hanskana af sér og henda þeim.

Ekki er til bóluefni gegn veirunni.

Tilvísanir

  1. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna
  2. https://www.ruv.is/frett/vinnustadur-mannsins-kominn-i-sottkvi?itm_source=parsely-api
  3. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna
  4. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beiningar-framl%C3%ADnustarfsmenn_Koronaveiran_30.01.2020.pdf
  5. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna
  6. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beiningar-framl%C3%ADnustarfsmenn_Koronaveiran_30.01.2020.pdf