„Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980''' eða '''EM 1980''', var sjötta [[Evrópukeppni karla í knattspyrnu]]. Lokakeppnin var haldin í [[Ítalía|Ítalíu]] á tímabilinu [[11. júní|11.]] og [[22. júní]] [[1980]]. Í keppninni voru í fyrsta skipti átta lið sem léku til úrslita í stað fjögurra áður. Í keppninni var í síðasta skiptið spilaður leikur um þriðja sætið. Keppnina sigraði [[Vestur-Þýskaland]] í leik gegn [[Belgía|belgíska]] landsliðinu með tvem mörkum gegn einu. Í leik um þriðja sætið sigraði landslið [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] Ítali í vítaspyrnukeppni sem fór níu mörk gegn átta.
'''Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980''' eða '''EM 1980''', var sjötta [[Evrópukeppni karla í knattspyrnu]]. Lokakeppnin var haldin í [[Ítalía|Ítalíu]] á tímabilinu [[11. júní|11.]] og [[22. júní]] [[1980]]. Í keppninni voru í fyrsta skipti átta lið sem léku til úrslita í stað fjögurra áður. Keppnina sigraði [[Vestur-Þýskaland]] í leik gegn [[Belgía|belgíska]] landsliðinu með tvem mörkum gegn einu. Í leik um þriðja sætið sigraði landslið [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] Ítali í vítaspyrnukeppni sem fór níu mörk gegn átta.


== Val á gestgjöfum ==
== Val á gestgjöfum ==
Lína 66: Lína 66:


=== Bronsleikur ===
=== Bronsleikur ===
Í síðasta sinn var keppt um 3. sætið á Evrópumóti. Úrslit fengust ekki fyrr en eftir maraþon vítakeppni þar sem leikmenn skoruðu úr sautján fyrstu spyrnunum uns úrslit réðust.

21. júní - Stadio San Paolo, [[Napólí]], áh. 24.659
21. júní - Stadio San Paolo, [[Napólí]], áh. 24.659
* [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] [[Tékkóslóvakía]] 1:1 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalía]] (9:8 e. vítakeppni)
* [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] [[Tékkóslóvakía]] 1:1 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalía]] (9:8 e. vítakeppni)
Lína 79: Lína 81:


{{EM í knattspyrnu karla}}
{{EM í knattspyrnu karla}}
{{stubbur|knattspyrna}}


[[Flokkur:1980]]
[[Flokkur:1980]]

Útgáfa síðunnar 4. janúar 2020 kl. 23:01

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980 eða EM 1980, var sjötta Evrópukeppni karla í knattspyrnu. Lokakeppnin var haldin í Ítalíu á tímabilinu 11. og 22. júní 1980. Í keppninni voru í fyrsta skipti átta lið sem léku til úrslita í stað fjögurra áður. Keppnina sigraði Vestur-Þýskaland í leik gegn belgíska landsliðinu með tvem mörkum gegn einu. Í leik um þriðja sætið sigraði landslið Tékkóslóvakíu Ítali í vítaspyrnukeppni sem fór níu mörk gegn átta.

Val á gestgjöfum

Fyrri úrslitakeppnir Evrópumótsins höfðu talið fjögur lið, þar sem gestgjafar voru valdir úr hópi þeirra liða sem tryggt höfðu sér sæti í úrslitakeppninni. Með því að stækka úrslitakeppnina þurfti að ákveða mótstaðinn með lengri fyrirvara, auk þess sem gestgjöfunum var tryggt öruggt sæti án forkeppni.

Haustið 1977 tilkynnti stjórn UEFA að Englendingar, Grikkir, Ítalir, Hollendingar, Svisslendingar og Vestur-Þjóðverjar væru allir fúsir til að taka að sér verkefnið. Í fyrstu umferð var umsóknarlöndunum fækkað niður í tvö: England og Ítalíu. Tæpum mánuði síðar var tilkynnt að Ítalir hefðu hreppt hnossið.

Undankeppni

Keppt var í sjö riðlum. Lið frá Austur-Evrópu, sem verið höfðu sigursæl í fyrri keppnum, áttu erfitt uppdráttar og komust fæst áfram. Júgóslavar féllu naumlega úr leik fyrir Spánverjum og Hollendingar skutu bæði Pólverjum og Austur-Þjóðverjum aftur fyrir sig. Þessar þrjár þjóðir voru í riðli með Íslendingum sem töpuðu öllum átta leikjum sínum í keppninni og hlutu markatöluna 2:21.

Sovétmenn sem löngum voru taldir í hópi sterkustu Evrópuliðanna ollu vonbrigðum og enduðu í fjórða og neðsta sæti síns riðils, sem Grikkir unnu óvænt. Maltverjar náðu aðeins einu stigi í sínum riðli en fögnuðu því vel, enda frækilegt jafntefli gegn Vestur-Þjóðverjum.

Úrslit

Átta lið kepptu í úrslitakeppninni. Þeim var skipt upp í tvo fjögurra liða riðla. Sigurlið hvors um sig komust í úrslitaleikinn en liðin í öðru sæti léku um bronsverlaun.

Riðill 1

Vestur-Þjóðverjar unnu sigra á Evrópumeisturum Tékkóslóvakíu og Hollendingum í fyrstu tveimur umferðunum og dugði því tilþrifalítið jafntefli í lokaleiknum gegn Grikkjum sem kepptu á sínu fyrsta stórmóti.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Vestur-Þýskaland 3 2 1 0 4 2 +2 5
2 Tékkóslóvakía 3 1 1 1 4 3 +1 3
3 Holland 3 1 1 1 4 4 0 3
4 Grikkland 3 0 1 2 1 4 -3 1

Riðill 2

Lítið var skorað í riðlinum, þar sem heimamenn luku keppni með markatölunni 1:0. Belgar spilltu gleðinni fyrir gestgjöfunum með því ná markalausu jafntefli gegn þeim í lokaleiknum og tryggja sér þar með sigurinn í riðlinum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Belgía 3 1 2 0 3 2 +1 4
2 Ítalía 3 1 2 0 1 0 +1 4
3 England 3 1 1 1 3 3 0 3
4 Spánn 3 0 1 2 2 4 -2 1

Bronsleikur

Í síðasta sinn var keppt um 3. sætið á Evrópumóti. Úrslit fengust ekki fyrr en eftir maraþon vítakeppni þar sem leikmenn skoruðu úr sautján fyrstu spyrnunum uns úrslit réðust.

21. júní - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 24.659

Úrslitaleikur

Vestur-Þjóðverjar höfðu mátt sætta sig við silfurverðlaunin á tveimur síðustu mótum þegar komið var til leiks gegn Belgum. Horst Hrubesch leikmaður Hamburger SV skoraði eftir tíu mínútur og aftur í lokin, en í millitíðinni hafði René Vandereycken leikmaður Club Brugge jafnað metin úr vítaspyrnu.

22. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm, áh. 47.860

Heimildir