„Notandaspjall:Svarði2“: Munur á milli breytinga

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Stillbusy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 149: Lína 149:
Sæll! Í febrúar 2016 bjóstu til grein [[Juniperus]]. Þessi grein hafði þá löngu verið til hér (síðan október 2006) og heitir einfaldlega [[Einir]]. Viltu ekki færa [[Juniperus]] greinina yfir í [[Einir]] til að sameina þessar tvær síður? Það er nú alveg óþarft að hafa tvær síður um akkúrat það sama, bara einu sinni heitir greinin eitthvað á latínu og einu sinni á íslensku. Á wikipedia.is ættum við frekar að nota íslensk heiti, er það ekki?([[Notandi:Stillbusy|Stillbusy]] ([[Notandaspjall:Stillbusy|spjall]]) 27. desember 2019 kl. 11:18 (UTC))
Sæll! Í febrúar 2016 bjóstu til grein [[Juniperus]]. Þessi grein hafði þá löngu verið til hér (síðan október 2006) og heitir einfaldlega [[Einir]]. Viltu ekki færa [[Juniperus]] greinina yfir í [[Einir]] til að sameina þessar tvær síður? Það er nú alveg óþarft að hafa tvær síður um akkúrat það sama, bara einu sinni heitir greinin eitthvað á latínu og einu sinni á íslensku. Á wikipedia.is ættum við frekar að nota íslensk heiti, er það ekki?([[Notandi:Stillbusy|Stillbusy]] ([[Notandaspjall:Stillbusy|spjall]]) 27. desember 2019 kl. 11:18 (UTC))
:Athugaðu að ''juniperus communis'' er tegund innan ættkvíslarinnar ''juniperus'', því er þetta ekki sama greinin. Þó að almenna heitið einir eigi við þessa tegund á hún líka við ættkvíslina. Líkt og birki er notað í daglegu tali, en er í raun [[ilmbjörk]], þá eru til tugir birkitegunda. Reynir er notaður í daglegu tali í fyrir [[ilmreynir|ilmreyni]]. Til eru svo hundruðir [[Reyniviður|reynitegunda]]--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 27. desember 2019 kl. 11:48 (UTC)
:Athugaðu að ''juniperus communis'' er tegund innan ættkvíslarinnar ''juniperus'', því er þetta ekki sama greinin. Þó að almenna heitið einir eigi við þessa tegund á hún líka við ættkvíslina. Líkt og birki er notað í daglegu tali, en er í raun [[ilmbjörk]], þá eru til tugir birkitegunda. Reynir er notaður í daglegu tali í fyrir [[ilmreynir|ilmreyni]]. Til eru svo hundruðir [[Reyniviður|reynitegunda]]--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 27. desember 2019 kl. 11:48 (UTC)
::Hm, allt í lagi, samt finnst mér það smá villandi. Ég meina, [[Juniperus]] greinin byrjar á orðunum "Einir eru ..." og svo er útskýrt hvað einir er sem á eiginlega að vera hin greinin samkvæmt því sem þú skrifar; en hin greinin [[Einir]] byrjar líka á "Einir ..." og svo er útskýrt hvað þetta er. En ég vil ekki hræra í þessu. En einhverjir grasasérfræðingar hér ættu að samræma þessar tvær síður betur. Takk og kveðja ([[Notandi:Stillbusy|Stillbusy]] ([[Notandaspjall:Stillbusy|spjall]]) 27. desember 2019 kl. 13:30 (UTC))

Útgáfa síðunnar 27. desember 2019 kl. 13:30

Velkomin(n) á íslensku Wikipediu!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna og nýliðanámskeiðið, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur. Einnig eru gagnlegar ábendingar á síðunni Að skrifa betri greinar.
  • Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
  • Einnig er hjálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

Bragi H (spjall) 22. maí 2015 kl. 10:27 (UTC)[svara]

Don't speak Icelandic? Post {{#babel:is-0}} on your user page or add more languages into your babel box.

Að skrá greinar í flokka

Takk fyrir allar greinarnar um tegundir af liljuætt, en værir þú til í að merkja þær allar í flokkinn liljuætt? Ég hef verið að reyna að bæta því alsstaðar við en þú ert búin að vera svo duglegur að ég hef vart undan. Að flokka allar greinar er mjög mikilvægt upp á að halda utan um allar greinar sem eru á WP og auðvelda fólki að finna það sem það leitar að. Bragi H (spjall) 16. september 2015 kl. 09:42 (UTC)[svara]

Að sjálfsögðu skal ég hafa flokkinn með. Svarði2 (spjall) 16. september 2015 kl. 20:48 (UTC)[svara]

En hugsanlega ætti að vera síða fyrir fritillaria/vepjuliljur/keisarakrónu/keisaraliljur? þessi nöfn færu svo á liljubálk.Svarði2 (spjall) 16. september 2015 kl. 22:17 (UTC)[svara]
Já, best er að flokka betur en bara í ætt ef maður hefur allar þær upplýsingar. En það þarf helst þá líka að íslenska öll flokkunar boxin líka (þarf einhver tímann hvort eða er) því án þýðingar þar þá er slík flokkun til lítils. Ef til dæmis flokkunarröðin er ekki íslenskuð þannig að fólk sjái að vepjuliljur tilheyri liljuætt, það er að aðeins sé latneska heitið í flokkunarkassanum er það ekki til að bæta flokkunina. Við reynum að íslenska öll flokkunarbox dýra og jurta fyrr eða síðar ef það er ekki gert strax. Bragi H (spjall) 17. september 2015 kl. 10:14 (UTC)[svara]

Færa

Sæll. Ég tók eftir því að þú hefur fært síður yfir með því að afrita þær. Það er til möguleiki fyrir að færa síður - leiðbeiningar fyrir hann eru á Hjálp:Að færa síðu. Mér þætti vænt um að þú notir hann í framtíðinni. Með því að færa síðurnar með þessum möguleika er breytingarskráin í heilu lagi, en hún skiptist niður í tvo búta þegar síðurnar eru afritaðar og þar af leiðandi er erfiðara að finna út hver bætti hverju við í greininni. Ekki hafa þó áhyggjur af þessum breytingum, enda er ég þegar búinn að lagfæra þær. Ég vill bara að þú hafir þetta í huga í framtíðinni.--Snaevar (spjall) 3. febrúar 2016 kl. 23:48 (UTC)[svara]

Hlöðustjarna fyrir þig!

Upprunalega hlöðustjarnan
Takk fyrir framlög í grasa- og trjágreinum. Berserkur (spjall) 4. apríl 2016 kl. 17:25 (UTC)[svara]

Nordmannsþinur.

Athugaðu á spjallinu fyrir Normannsþinur. Þar er ég ekki sáttur við nýtt heiti. 😐

Berserkur (spjall) 5. janúar 2017 kl. 23:41 (UTC)[svara]

Grenitegundir

Um leið og ég vil þakka þér kærlega fyrir endurbætur á síðunni um greni og metnað fyrir nýjum síðum hnaut ég nú um breytingu þína á greni á Íslandi: ...skrápgreni, asíugreni, kínagreni.? Ég er þónokkur áhugamaður um skógrækt og tré sem hafa verið prófuð hér. Aldrei hef ég heyrt minnst á ræktun þessara tegunda hér og hef ekki séð það í heimildum, t.d. bókina Barrtré á Íslandi. Ég sé nú að Lystigarður Akureyrar hefur haft tvær þessara tegunda í ræktun... En útbreiðslan er svo sáralítil á landsvísu að það tekur varla að nefna þetta. Berserkur (spjall) 31. janúar 2017 kl. 12:57 (UTC)[svara]

Ég ákvað að hafa þessar með þar sem Ásber Svanbergsson nefnir þær í bókinni Tré og runnar á Íslandi (fyrri útgáfa ´82). Kínagreni á t.d. að hafa verið á Hallormsstað síðan 1963. Vissulega er notkunin lítil, sérstaklega þegar miðað er við þau hundruð þúsunda sem hafa verið settar niður af sitkabastarði, hvít-, blá-, sitka- og rauðgreni. En þar sem þær hafa verið reyndar og komnar á bók taldi ég fulla ástæðu að hafa þær með. Svarði2 (spjall) 31. janúar 2017 kl. 14:26 (UTC)[svara]

Hérar

Sæll, hvar fannstu héranöfnin? Þakka annars ef um rétt nöfn er að ræða! Berserkur (spjall) 15. febrúar 2017 kl. 23:10 (UTC)[svara]

það var í stóru bókinni "Náttúran, leiðsögn í máli og myndum" (JPV 2010), þar eru asnahéri, sléttuhéri, antilópuhéri, snæhéri, gráhéri, snjóþrúguhéri, pólhéri og höfðagráhéri. Þar sem ég er ekki með stóru fjölvabókina í höndunum get ég ekki bætt neinu öðru við. Að auki renndi ég yfir tegundalýsingarnar í ensku wiki og tók út það sem gat ekki staðist (svörtu og hvítu voru báðir grábrúnir).Svarði2 (spjall) 15. febrúar 2017 kl. 23:31 (UTC)[svara]
Það er hugsanlegt að setja vafanöfn (íslensk) innan gæsalappa og ótengd til að byrja með. Svarði2 (spjall) 15. febrúar 2017 kl. 23:31 (UTC)[svara]

Já, tek alveg undir það. Ég gúglaði annars allar tegundir á íslensku og fann nokkrar. Berserkur (spjall) 15. febrúar 2017 kl. 23:40 (UTC)[svara]

Translation request

Dear Svarði2, Greetings from Belarusian Wikipedia. I would like to ask you to translate the article about Belarusian writer en:Uladzimir Karatkievich/ de:Uladsimir Karatkewitsch. Thank you in advance. --Rymchonak (spjall) 4. apríl 2017 kl. 05:51 (UTC)[svara]

Takk fyrir að þýða þessa grein úr ensku! Ég merkti síðuna með hreingerningarsniði þar sem málfarið er mjög enskulegt á köflum. Ég er búinn að fara yfir hana og lagfæra smá en hún myndi njóta góðs af góðum yfirlestri :) Maxí (spjall) 11. maí 2017 kl. 23:54 (UTC)[svara]

Photo

Hi!

I saw on Main page red link. Mynd dagsins on Main page has a red link Snið:Mynd dagsins/október 2017. Can we fix it? Thanks. --Nickispeaki (spjall) 16. október 2017 kl. 00:08 (UTC)[svara]

Plöntugreinar

Sæll! Kærar þakkir fyrir allar greinarnar sem þú hefur sett inn um plöntur. Ég les flestar þeirra og hef tekið eftir einhverjum enskum áhrifum í skrifum þínum, ekkert alvarlegt en ég vildi bara benda þér á þetta. Ekki gleyma til dæmis að breyta kommunni í punkt og punkti í kommu í tölum (t.d. 1,000 > 1.000 „eitt þúsund“), og kannski passa betur upp á landaheiti (Norður-Ameríka skal t.d. skrifa með bandstriki). Það er ekkert mál að leiðrétta þetta en mig langaði bara að láta þig vita af þessu. Takk fyrir góð framlög! Endilega haltu þessu áfram! Maxí (spjall) 8. febrúar 2018 kl. 11:37 (UTC)[svara]

Móttekið

Það er eðlilegt að sjá ensk áhrif þar sem í mörgum tilfellum er ég að þýða enskar greinar (copy paste aðferð þar sem wikiþýðing flytur ekki heimildir nógu vel). Hitt á ég auðveldara með að laga framvegis. Yfirleitt reyni ég að bera við aðrar heimildir til að staðfesta upplýsingarnar.Svarði2 (spjall) 8. febrúar 2018 kl. 19:07 (UTC)[svara]

Af sjálfsögðu, það er erfitt að þýða texta án þess að skilja eftir merki um frummálið. Þetta er þó samvinnuverkefni og því geta aðrir hjálpað til við að fínpússa þýðinguna :) Maxí (spjall) 10. febrúar 2018 kl. 10:48 (UTC)[svara]

Ég mæli með að þú lesir þessa grein aðeins yfir og lagfærir, hún er ekki mjög læsileg eins og er. Ég kann að meta að það er ekki auðvelt að þýða slíkar greinar úr ensku! :) Þegar ég þýði svona greinar þá les ég þær aðeins yfir án þess hafa frumtextann á ensku til skoðunar, það hjálpar manni að losna við enskt orðalag og lætur greinina hljóma eðlilegar á íslensku. Maxí (spjall) 18. febrúar 2018 kl. 12:54 (UTC)[svara]

Get komið með dæmi ef það hjálpar. Maxí (spjall) 18. febrúar 2018 kl. 12:56 (UTC)[svara]
Mér lá aðeins of mikið á að gera síðuna. Fer í lagfæringu fljótlega. Svarði2 (spjall) 20. febrúar 2018 kl. 00:30 (UTC)[svara]

Latnesk eða íslensk nöfn fyrst

Vanin á wp er að hún sé öll á Íslensku og því setjum við Íslensk nöfn ætta og tegunda á undan latnsku nöfnunum. Var búin að setja inn tvær tegundir og þá fyrir framan latnesku nöfnin en sé að þú hefur snúið því við. Þú vonandi fyrirgefur mér að ég taki þá breytingu til baka svo íslensku nöfnin séu á undan. Bragi H (spjall) 20. febrúar 2018 kl. 19:24 (UTC)[svara]

Fyrirgefðu, las þetta ekki nógu vel og tók mína breytingu til baka. Þú varst búin að bæta svo miklu efni inn að ég mátti alsekki taka hana til baka. Greinin er því aftur orðin eins og þú skildir við hana. En bara hafa þetta hugfast með röðina, íslenk heiti hafa alltaf forgang og sett fyrst. Fyrirgefðu mér fljótfærni mína. Bragi H (spjall) 20. febrúar 2018 kl. 19:29 (UTC)[svara]
Allt í góðu, við vorum að gera þetta á sama tíma. Ég á eftir að setja þetta upp í eins og í liljunum. Þá kemur þetta betur út.Svarði2 (spjall) 20. febrúar 2018 kl. 19:36 (UTC)[svara]
Þetta er svona hjá mér út af stafrófsröðinni.

Flokkurinn sem þú stofnaðir um tegundir lífvera

Flokkurinn um tegundir lífvera er of víðfemur og breytti ég nafni hanns í Listar tengdir plönturíkinu og er það undirflokkur undir flokknum Listar tengdir líffræði. Það þarf að halda sig við flokkunarfræðina í svona listagerð og í þennan flokk varst þú að setja lista sem tengdur plönturíkinu og ættu að vera aðgreindir frá tildæmis dýraríkinu. Annars missum við þessa listaflokkun algerlega úr böndunum, sérstaklega ef sem dæmi listaheitin eru á latínu. Bragi H (spjall) 26. febrúar 2018 kl. 13:32 (UTC)[svara]

Ég fann þrjá lista sem þú hefur skapað og breytti flokkuninni á þeim. Ef þú hefur skapað fleiri sem hafa farið framhjá mér, farðu þá yfir flokkinn Listar tengdir plönturíkinu og sjáðu hvorn einhvern vantar. Bragi H (spjall) 26. febrúar 2018 kl. 13:45 (UTC)[svara]
Bara þessir. Ég setti þessa stóru flokkun vegna þess að ég fann engan flokk yfir lífverur. Annars eru tiltölulega fáar ættkvíslir sem þurfa svona lista, þannig að ég hafði litlar áhyggjur af þessu.Svarði2 (spjall) 27. febrúar 2018 kl. 17:00 (UTC)[svara]
Það er samt alltaf mjög góð regla að hugsa fram í tímann í árum og hugsa svona flokkun strax í upphafi. Þá er ekkert vesen síðar eins og fyrir þig sem ekki fannst neinn flokk fyrir þessa síðu. Núna er búið að hugsa það út og leysa. Alltaf gott að leggja svona niður fyrir sig strax því það getur orðið svo mikil vinna ef seinna þarf að breyta fjölda síðna vegna breytinga á flokkunarkerfinu. Bragi H (spjall) 27. febrúar 2018 kl. 17:05 (UTC)[svara]

Share your experience and feedback as a Wikimedian in this global survey

WMF Surveys, 29. mars 2018 kl. 18:40 (UTC)[svara]

Reminder: Share your feedback in this Wikimedia survey

WMF Surveys, 13. apríl 2018 kl. 01:38 (UTC)[svara]

Your feedback matters: Final reminder to take the global Wikimedia survey

WMF Surveys, 20. apríl 2018 kl. 00:48 (UTC)[svara]

Palearktískta og nearktíska svæðið

Ég var að finna íslensku heitin á palearctic og nearctic og er búinn að búa til greinarnar palearktíska svæðið og nearktíska svæðið. Mig langaði bara að láta þig vita því þú vísar til þessara svæða í nokkrum greinum sem þú hefur stofnað :)

Svo er bara áminning um hvernig á að skrifa inngang fyrir plöntu- og dýrtegundir. Almenna (íslenska) heitið á að vera feitletrað og fræðiheitið (latneska heitið) á að koma á eftir innan sviga og skáletrað. Orðið „fræðiheiti“ á ekki að vera skáletrað og það á að koma tvípunktur : en ekki semikomma ; á eftir því. Dæmi:

'''Grasvefari''' ([[fræðiheiti]]: ''Eana osseana'') er skordýr í undirættinni ...

Maxí (spjall) 23. júlí 2018 kl. 18:24 (UTC)[svara]

Tekið til greina. Svarði2 (spjall) 27. júlí 2018 kl. 00:50 (UTC)[svara]

Greinar um eikartegundir

Sæll! Ég er búinn að merkja seinustu þrjár greinarnar sem þú stofnaðir með eyðingarsniði þar sem þær innihalda engann texta. Það verður að vera að minnsta kosti inngangssetning sem útskýrir hvað greinin fjallar um. Ef þú bætir úr þessu þá skal ég hætta við að eyða síðunum. Maxí (spjall) 8. október 2018 kl. 19:29 (UTC)[svara]

Þá hef ég bjargað allnokkrum síðum um reynitegundir. En já, annars leiðinlegt að hafa tómt þrátt fyrir metnað í taxobox o.fl.

Berserkur (spjall) 8. október 2018 kl. 23:06 (UTC)[svara]

Takk fyrir það. Svarði2 (spjall) 8. október 2018 kl. 23:08 (UTC)[svara]
Búinn að laga Svarði2 (spjall) 8. október 2018 kl. 23:32 (UTC)[svara]
Frábært, takk fyrir skjót viðbrögð :) Maxí (spjall) 9. október 2018 kl. 17:59 (UTC)[svara]

Rússnesk fylki

Ég hef tekið eftir því að þú notar oft ensku heitin á rússneskum fylkjum þegar þú skrifar um plöntutegundir. Þau hafa ýmist verið þýdd eða umrituð á íslensku, mig langaði bara að benda þér á þetta snið sem inniheldur heitin á öllum rússneskum fylkjum. Ég er búinn að laga nokkrar greinar með þessu vandamáli og skal gera það þegar ég rekst á þetta í öðrum greinum. Maxí (spjall) 13. nóvember 2018 kl. 20:56 (UTC)[svara]

Takk, ég nota þetta. Hef ekki haft við hendina þægilegt rit fyrir þetta.Svarði2 (spjall) 13. nóvember 2018 kl. 21:03 (UTC)[svara]

Einir/Juniperus

Sæll! Í febrúar 2016 bjóstu til grein Juniperus. Þessi grein hafði þá löngu verið til hér (síðan október 2006) og heitir einfaldlega Einir. Viltu ekki færa Juniperus greinina yfir í Einir til að sameina þessar tvær síður? Það er nú alveg óþarft að hafa tvær síður um akkúrat það sama, bara einu sinni heitir greinin eitthvað á latínu og einu sinni á íslensku. Á wikipedia.is ættum við frekar að nota íslensk heiti, er það ekki?(Stillbusy (spjall) 27. desember 2019 kl. 11:18 (UTC))[svara]

Athugaðu að juniperus communis er tegund innan ættkvíslarinnar juniperus, því er þetta ekki sama greinin. Þó að almenna heitið einir eigi við þessa tegund á hún líka við ættkvíslina. Líkt og birki er notað í daglegu tali, en er í raun ilmbjörk, þá eru til tugir birkitegunda. Reynir er notaður í daglegu tali í fyrir ilmreyni. Til eru svo hundruðir reynitegunda--Berserkur (spjall) 27. desember 2019 kl. 11:48 (UTC)[svara]
Hm, allt í lagi, samt finnst mér það smá villandi. Ég meina, Juniperus greinin byrjar á orðunum "Einir eru ..." og svo er útskýrt hvað einir er sem á eiginlega að vera hin greinin samkvæmt því sem þú skrifar; en hin greinin Einir byrjar líka á "Einir ..." og svo er útskýrt hvað þetta er. En ég vil ekki hræra í þessu. En einhverjir grasasérfræðingar hér ættu að samræma þessar tvær síður betur. Takk og kveðja (Stillbusy (spjall) 27. desember 2019 kl. 13:30 (UTC))[svara]