„Norður-Írland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Skosk gelíska --> Írska
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
höfuðborg = [[Belfast]] |
höfuðborg = [[Belfast]] |
stjórnarfar = [[Þingbundin konungsstjórn]] |
stjórnarfar = [[Þingbundin konungsstjórn]] |
titill_leiðtoga = [[Bretlandsdrottning]]<br />[[Forsætisráðherra Norður-Írlands|Forsætisráðherra]] |
titill_leiðtoga1 = [[Bretlandsdrottning]] |
titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Norður-Írlands|Forsætisráðherra]] |
nöfn_leiðtoga = [[Elísabet 2.]]<br />[[Peter Robinson]] |
nafn_leiðtoga1 = [[Elísabet 2.]] |
nafn_leiðtoga2 = ''Enginn'' |
stærðarsæti = * |
stærðarsæti = * |
flatarmál = 13.843 |
flatarmál = 13.843 |

Útgáfa síðunnar 27. desember 2019 kl. 01:37

Norður-Írland
Northern Ireland (enska)
Tuaisceart Éireann (írska)
Norlin Airlann (ulsterskoska)
Fáni Bretlands Skjaldarmerki Bretlands
Fáni Skjaldarmerki
Staðsetning Bretlands
Höfuðborg Belfast
Opinbert tungumál enska, írska og ulsterskoska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Bretlandsdrottning Elísabet 2.
Forsætisráðherra Enginn
Hluti Bretlands
 • Government of Ireland Act 1921 
 • Constitution Act 1973 
 • Northern Ireland Act 1974 
 • Northern Ireland Act 1998 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
*. sæti
13.843 km²
?
Mannfjöldi
 • Samtals (2015)
 • Þéttleiki byggðar
*. sæti
1.846.222
133/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 • Samtals 48,36 millj. dala (*. sæti)
 • Á mann 25.859 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill sterlingspund
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén ..ie, .uk
Landsnúmer ++353 48, +44 48

Norður-Írland er eitt af fjórum löndum sem mynda Bretland. Það er á Norðaustur-Írlandi og á landamæri að Írska lýðveldinu í suðvestri. Íbúar Norður-Írlands eru um 1,8 milljónir, sem er þriðjungur allra íbúa Írlands og um 3% íbúa Bretlands. Þing Norður-Írlands var stofnað í kjölfar Föstudagssáttmálans 1998 og tekur ákvarðanir í mörgum stefnumálum þótt mest völd séu hjá ríkisstjórn Bretlands. Norður-Írland hefur samstarf við Írska lýðveldið í ýmsum málum og hefur það hlutverk að setja fram stefnu til að draga úr ágreiningi milli stjórna landanna.

Norður-Írland varð til árið 1921 þegar Írlandi var skipt með lögum frá breska þinginu þar sem meirihluti íbúa norðurhlutans voru fylgjandi sameiningu við Bretland. Flestir þeirra voru mótmælendatrúar og afkomendur innflytjenda frá Stóra-Bretlandi. Árið eftir var Írska fríríkið stofnað í suðurhlutanum. Á Norður-Írlandi er þó stór minnihluti kaþólskra íbúa sem líta á sig sem Íra fremur en Breta. Saga Norður-Írlands hefur mótast af átökum milli þessara hópa. Seint á 7. áratug 20. aldar hófst átakatími sem stóð í þrjá áratugi. Friðarferli náði hátindi sínum með Föstudagssáttmálanum 1998 þótt aðskilnaður og tortryggni milli hópa séu enn vandamál.

Norður-Írland var sögulega iðnvæddasti hluti eyjarinnar. Eftir hnignunarskeið vegna átakanna hefur atvinnulíf tekið við sér frá því seint á 10. áratugnum vegna aukinna viðskipta við Írska lýðveldið og aukningu ferðaþjónustu. Atvinnuleysi á Norður-Írlandi náði hámarki 1986 þegar það var yfir 17%. Það er nú svipað og annars staðar í Bretlandi.

Frægir Norður-Írar eru meðal annars Van Morrison, Rory McIlroy, Joey Dunlop og George Best. Sumir Norður-Írar, eins og Seamus Heaney og Liam Neeson, líta fyrst og fremst á sig sem Íra. Menningarleg tengsl við bæði Írska lýðveldið og Bretland eru margþætt og flókin. Í íþróttum sendir Írland stundum eitt sameiginlegt lið og á Ólympíuleikunum geta Norður-Írar valið hvort þeir keppa fyrir Írska lýðveldið eða Bretland. Í Samveldisleikunum sendir Norður-Írland sérstakt lið.

Landfræði

Norður-Írland var hulið jökulís á síðustu ísöld eins og sést á mörgum jökulöldum í sýslunum Fermanagh, Armagh, Antrim og Down. Í miðju landinu er stærsta stöðuvatn Bretlandseyja, Lough Neagh, 391 km² að stærð. Í kringum Lough Erne í Fermanagh er stórt vatnasvæði. Stærsta eyjan við Norður-Írland er Rathlin undan strönd Antrim. Strangford Lough er stór fjörður í Down-sýslu.

Sperrin-fjöll eru framhald af Kaledóníufjöllum til suðvesturs. Þar er að finna gullnámur, granítnámur í Mourne-fjöllum og basaltnámur á Antrim-hásléttunni auk minni hæðadraga í suðurhluta Armanagh. Hæsti tindur Norður-Írlands er Slieve Donard í Mourne-fjöllum, 850 metra hár. Sú eldvirkni sem skapaði Antrim-hásléttuna myndaði líka stuðlabergið við Giant's Causeway á norðurströnd Antrim.

Árnar Bann, Foyle og Blackwater renna um stórt frjósamt láglendi. Gott landbúnaðarland er líka að finna í norður- og austurhluta Down-sýslu þótt hæðirnar henti best fyrir húsdýrarækt.

Í árdal árinnar Lagann er borgin Belfast þar sem um þriðjungur íbúa Norður-Írlands býr. Árdalurinn og bakkar Belfast Lough eru þéttbýl og iðnvædd svæði.

Loftslag á Norður-Írlandi er temprað úthafsloftslag. Úrkoma er meiri í vesturhlutanum. Veðrið er óútreiknanlegt allt árið um kring og skil milli árstíða mun minni en á meginlandi Evrópu eða austurströnd Bandaríkjanna. Meðalhiti í Belfast er mestur 6,5°C í janúar og 17,5°C í júlí. Úrkoma og skógeyðing á 16. og 17. öld hafa leitt til þess að stærstur hluti landsins er þakinn grænu grasi. Hæsti hiti sem mælst hefur var 30,8° 30. júní 1976 og lægsti hiti -18,7° 23. desember 2010.

Sýslur

Norður-Írland skiptist í sex sögulegar sýslur: Antrim-sýslu, Armagh-sýslu, Down-sýslu, Fermanagh-sýslu, Londonderry-sýslu og Tyrone-sýslu. Sýslurnar eru ekki lengur stjórnsýslueiningar heldur 26 umdæmi Norður-Írlands sem ná yfir mismikið land. Samt er algengt að nota sýsluheitin í daglegu tali og þau eru enn notuð þegar sótt er um vegabréf.

Efnahagslíf

Hagkerfi Norður-Írlands er minnst þeirra fjögurra sem mynda hagkerfi Bretlands. Áður fyrr byggðist það aðallega á iðnaði, einkum skipasmíðum, reipagerð og vefnaði. Nú til dags starfar meirihluti íbúa við þjónustu, þar af flestir við opinbera þjónustu.

Ferðaþjónusta skiptir miklu máli fyrir efnahag landsins. Nýlega hafa stórfyrirtæki tekið að fjárfesta í hátækniiðnaði í landinu vegna skattaafsláttar og framboðs af menntuðu starfsfólki.

Alþjóðlega fjármálakreppan hafði neikvæð áhrif á efnahagslíf Norður-Írlands. Þingið á í viðræðum við fjármálaráðuneyti Bretlands um að fá að setja eigin skattastefnu og geta þannig boðið fyrirtækjum sams konar skattaafslætti og Írska lýðveldið.

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.