„Mjanmar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Landasnið
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
| nafn_leiðtoga1 = [[Aung San Suu Kyi]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Aung San Suu Kyi]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forseti]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Win Myint]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Htin Kyaw]]<ref>[http://www.bbc.com/news/world-asia-35808921 Myanmar elects Htin Kyaw as first civilian president in decades]</ref>
| staða =
| staða =
| stærðarsæti = 39
| stærðarsæti = 39

Útgáfa síðunnar 4. desember 2019 kl. 00:48

Mjanmar
(Búrma)

Pyi-daung-zu Myan-ma Naing-ngan-daw
Fáni Mjanmar Skjaldarmerki Mjanmar
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
óþekkt/ekkert
Þjóðsöngur:
Gba Majay Bma
Staðsetning Mjanmar
Höfuðborg Naypyidaw
Opinbert tungumál búrmíska
Stjórnarfar herforingjastjórn

Leiðtogi meirihluta Aung San Suu Kyi
Forseti Win Myint
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
39. sæti
676.578 km²
3,06%
Mannfjöldi
 • Samtals (2014)
 • Þéttleiki byggðar
27. sæti
51.400.000
76/km²
VLF (KMJ) áætl. [[]]
 • Samtals 74.530 millj. dala (60. sæti)
 • Á mann 1.800 dalir
Gjaldmiðill kjat (MMK)
Tímabelti UTC+6:30
Þjóðarlén .mm
Landsnúmer +95

Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, er stærsta ríki á meginlandi Suðaustur-Asíu. Það á landamæriAlþýðulýðveldinu Kína í norðri, Laos í austri, Taílandi í suðaustri, Bangladess í vestri og Indlandi í norðvestri. Það liggur að Andamanhafi í suðri og Bengalflóa í vestri.

Saga

Á fimmtu öld fyrir Krist var stofnað konungsríki í þorpinu Tagaung sem er við efri hluta Irawadi-fljóts, um 160 km norðan núverandi Mandalay. Þar ríktu fimmtíu konungar af sömu ætt þar til Tatarar réðust inn í landið úr norðri og lögðu það undir sig. Þá flúði afkomandi síðasta konungsins suður til Sri Khettara og stofnaði nýtt konungsríki meðal Pyu-ættbálksins. Á svipuðum tíma kom fólk af þjóðflokki Mon-Kmera (annaðhvort kallað Mon eða Talaing (hindí: Telegana)) frá Indlandi og settist að í óshólmum Irawadi. Þetta fólk flutti með sér búddatrú.

Á fyrstu öld fyrir Krist komst konungsríki Pyu undir stjórn Mon. Frændi 27. Pyu-konungsins safnaði saman fólki af Pye ættbálki og leiddi í tólf ára göngu til Pagan, þar sem annað fólk af ættbálki Pyu hafði sest að. Þar varð hin fræga Paganhöfðingjaætt til, en mestur konunga hennar var hinn 42. (Anawrahta) sem var við völd á blómaskeiði ríkisins á 11. öld.

Paganríkið leið undir lok á 13. öld við innrás Mongóla. Eftir innrás Mongóla skiptist ríkið upp í lítil furstadæmi. Höfðingjaætt Ava sameinaði ríkið á ný og ríkti í Ava (nærri núverandi Mandalay) árin 1364-1555. Höfðingjaætt Toungoo ríkti árin 1486-1752. Þekktastur konunga hennar var Bayinnaung sem ríkti árin 1651-1681. Undir hans stjórn varð Búrma að öflugasta og virtasta ríki Suðaustur-Asíu. Árið 1767 kom til styrjaldar við nágrannaríkið Tæland.

Toungoo-ættin missti völd sín aftur til Mon-höfðingjaættarinnar sem endurreist hafði ríki sitt í Pegu. Mon-ættin lagði meðal annars undir sig Arakan (1785) og Manipur og Assan (1819). Mjanmarar háðu þrjár styrjaldir við Breta, 1824-26, 1852 og 1885 en þær enduðu með ósigri Mjanmara og innlimun landsins í breska heimsveldið. Árið 1886 fluttu Bretar síðasta konung Mon-ættarinnar, Thibaw (1878-1885), til Indlands og gerðu Mjanmar að indversku héraði.

Mjanmar fékk eigin stjórnarskrá árið 1937 og var aðskilið frá Indlandi. Fimm árum síðar fóru Bretar brott, skömmu áður en Japanir gerðu innrás í landið. Japanska hernámið stóð í fjögur ár. Bretar hröktu Japani á brott 1945 og leiðtogi Mjanmara, Bogyoke Aung San forseti, hóf baráttu fyrir sjálfstæði landsins. Hann var myrtur skömmu áður en Mjanmar lýsti yfir sjálfstæði.

Hinn 2. maí 1962 stýrði Ne Win hershöfðingi valdatöku hersins til að koma í veg fyrir skiptingu ríksins og settist að völdum. Stjórn hans þjóðnýtti alla mikilvægustu atvinnuvegi og leyfði aðeins einn stjórnmálaflokk. Herforingjastjórn stýrði landinu að meira eða minna leyti frá árinu 1962 þar til árið 2011. Árið 1988 urðu mikil mótmæli gegn herforingjastjórninni sem voru brotin á bak aftur. Herinn gaf að lokum upp völd sín og þingkosningar voru fyrst haldnar árið 2010. Í kosningunum árið 2015 komst lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi til valda en hún hafði setið í stofufangelsi eftir mótmælin 1988.

Frá árinu 2016 hafa hrakningar Róhingja-fólks komist í hámæli og talað hefur verið um að gagnvart því hafi herinn stundað þjóðernishreinsanir.

Samfélag

Fylki og héruð Mjanmar.

Rangoon (Yangon) var höfuðstaður landsins þar til 2005, en í dag er það borgin Naypyidaw. Rangoon er stærsta borgin með um 5 milljónir íbúa. Aðrar helstu borgir eru Mandalay, Mawlamyine og Bago. Landinu er skipt niður í sjö fylki og sjö héruð. Fylkin fylgja nokkurn veginn þjóðernislínum í landinu. Landið er eitt það fátækasta í heiminum og starfa 2/3 vinnuafls í landbúnaði. Helstu þjóðernishópar eru: Búrmíar, Shan, Karen og Rakhine.

Theravada-búddismi er helstu trúarbrögðin, sem um 90% mannfjöldans aðhyllast. Minnihlutar múslima og kristinna koma þar á eftir.

Tilvísanir


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.