„Stóra-Saltvatn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
lagfæring
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:


[[Flokkur:Utah]]
[[Flokkur:Utah]]
[[Flokkur:Vötn í Bandaríkjunum]]
[[Flokkur:Stöðuvötn í Bandaríkjunum]]

Nýjasta útgáfa síðan 3. desember 2019 kl. 12:44

Kort af vatninu.
Nákvæmara kort.
Loftkort.
Við strönd vatnsins.
Fuglalíf og eyjan Antelope Island.

Stóra-Saltvatn (enska: The Great Salt Lake) er stórt stöðuvatn í norður-Utah. Vatnið er stærsta saltvatn á vesturhveli og er um 4400 ferkílómetrar að stærð. Það er leifar af forsögulega vatninu Bonneville-vatn sem dvínaði fyrir um 17.000 árum. Vatnið er það stærsta að flatarmáli í Bandaríkjunum fyrir utan Vötnin miklu. Það er þó breytilegt að stærð því það er grunnt og hefur frá 1963 sveiflast frá um 2500 ferkílómetrum yfir í 8500 ferkílómetra. Rétt suður af vatninu er Salt Lake City, stærsta borg Utah..

Vatnið er mun saltara en sjór og bera fljót steinefni og salt í það. Þó það hafi verið kallað Dauðahaf Bandaríkjanna er þar fuglalíf, skeldýr og flugur. Fiskar eru af mjög skornum skammti.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Great Salt Lake“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. feb. 2017.