„Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Jæja tökum nú endilega gæðagreinahrinu
Merki: 2017 source edit
Lína 190: Lína 190:
=== Umræða ===
=== Umræða ===
* {{Samþykkt}} --– '''''[[Notandi:Þjarkur|Þjarkur]]''''' [[Notandaspjall:Þjarkur|(spjall)]] 31. júlí 2019 kl. 01:23 (UTC)
* {{Samþykkt}} --– '''''[[Notandi:Þjarkur|Þjarkur]]''''' [[Notandaspjall:Þjarkur|(spjall)]] 31. júlí 2019 kl. 01:23 (UTC)
* {{Ósamþykkt}} --– Vantar aðeins almennari umfjöllun. Umfjöllunin er fín en skrifuð frá fornleifafræðilegu sjónarhorni. '''''[[Notandi:Jabbi|Jabbi]]''''' [[Notandi:Jabbi|Jabbi]] ([[Notandaspjall:Jabbi|spjall]]) 31. júlí 2019 kl. 11:28 (UTC)
<!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.-->
<!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.-->
</div>
</div>

Útgáfa síðunnar 31. júlí 2019 kl. 11:28


Flýtileið:
WP:TG

Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn Gæðagreinar sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsgreinar og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagreina hér.)

Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í úrvalsmiðstöðinni til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.

Þar sem Wikipedia er í eðli sínu síbreytileg þá er ekki víst að grein sem hefur verið samþykkt sem gæðagrein haldi þeirri nafnbót endalaust. Greinarnar geta tekið breytingum og kröfur til gæðagreina geta þróast með tímanum. Því er mikilvægt að endurmeta það reglulega hvort að grein sé ennþá gæðagrein. Á þessari síðu má einnig hefja umræður um endurmat gæðagreina.

Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst og hugir vel að þeim kröfum sem gera verður til gæðagreina.

Að neðan eru leiðbeiningar um hvernig atkvæði eru greidd um gæðagreinar.

Ný tilnefning
  • Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú * {{Samþykkt}} (birtist sem: Samþykkt Samþykkt) við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú * {{Á móti}} (birtist sem: Á móti Á móti) við hana auk rökstuðnings.
  • Tillaga þarf stuðning minnst 3ja atkvæða til þess að teljast samþykkt. Andmæli skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í sjö daga að lágmarki. Tillaga telst felld ef hún hefur verið til umræðu í einn mánuð án þess að vera samþykkt.
Endurmat
  • Ef þú telur rétt að greinin haldi nafnbót sinni þá skrifar þú * {{Halda}} (birtist sem: Halda Halda) við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú telur rétt að greinin missi nafnbót sína þá skrifar þú * {{Afskrá}} (birtist sem: Afskrá Afskrá) við hana auk rökstuðnings.
  • Greinin þarf stuðning minnst 2ja atkvæða til þess að teljast standast endurmat. Atkvæði um afskráningu skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í sjö daga að lágmarki. Grein telst afskráð sem gæðagrein ef hún hefur verið til umræðu í einn mánuð án þess að fá nægan stuðning til að halda nafnbótinni.
  • Eftir að grein hefur verið samþykkt sem gæðagrein skal ekki tilnefna hana til endurmats í eitt ár eftir það nema sérstakar ástæður mæli með öðru. Það sama gildir í eitt ár eftir að grein hefur staðist tillögu um endurmat.
  • Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.
  • Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningaumræðunni skrifar þú * {{Hlutlaus}} (birtist sem: Hlutlaus Hlutlaus)og rökstyður ef þú telur þess þörf.
  • Ef þú vilt koma að athugasemd eða spurningu án þess að það sé talið sem atkvæði gerir þú * {{Athugasemd}} (birtist sem: Athugasemd Athugasemd) eða * {{Spurning}} (birtist sem: Spurning Spurning).

Tilnefna grein!

Endurmeta grein


Halldór Laxness

Dagsetning: 20-02-2014
Jabbi tilnefnir greinina Halldór Laxness:
Mjög vönduð umfjöllun.

Umræða

Athugasemdirnar þrjár sem þú setur fram á spjallsíðunni um Halldór eru allar góðar og gildar en að mínu viti ekki í mótsögn við kríteríuna fyrir gæðagreinar. --Jabbi (spjall) 17. mars 2014 kl. 09:07 (UTC)[svara]
  • Á móti Á móti Mér finnst þetta fullþunnur þrettándi hvað æviágripið varðar. Finnst hún varla "gera efni sínu greinargóð skil" því það vantar svo mikið, t.d. um árin í Ameríku. --Akigka (spjall) 17. mars 2014 kl. 10:04 (UTC)[svara]
  • Á móti Á móti Æviágripið inniheldur ekki nokkur tímabil í lífi Halldórs eins og dvöl hans í Ítalíu og að hann hafi fengið nafnið Kiljan þaðan. Mér finnst því greinin ekki gera efninu nægjanleg skil fyrir gæðagreina stimpilinn.--Snaevar (spjall) 8. apríl 2015 kl. 18:21 (UTC)[svara]

Hallgrímur Pétursson

Dagsetning: 23-02-2014
Jabbi tilnefnir greinina Hallgrímur Pétursson:
Vönduð umfjöllun, myndskreytt.

Umræða

Farsími

Dagsetning: 30-07-2014
Maxí tilnefnir greinina Farsími:
Greinin hefur verið stækkuð mjög mikið að undanförnu. Fjölmargar heimildir og málfar hefur að mestu leyti verið lagfært.

Umræða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands

Dagsetning: 26-12-2014
Ice-72 tilnefnir greinina Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands:
Ég tilnefni greinina Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands vegna þess að þetta er ítarlegur listi yfir alla þá sem gegnt hafa þessu embætti og fyrirrennara þess frá stofnun þeirra. Ég hef lagt mikla vinnu í hana undanfarið og sameinað úreltar greinar í þessa einu grein ásamt viðeigandi heimildum. Það er mat mitt að ef hún er borin saman við aðra gæðalista þá standist hún kröfur um gæðagreinar, en einnig finndist mér það ágætt ef aðrir reyndari notendur færu yfir hana og legðu til hvað mætti bæta enda hef ég enn sem komið er einn átt þátt í að skrifa hana. -Ice-72 (spjall) 26. desember 2014 kl. 11:58 (UTC)[svara]

Umræða

Ég hef skrifað sér grein um ráðuneytið sjálft, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands sem enn er í vinnslu, vegna þess að sniðið um íslensk stjórnmál flokkar ráðherraembættin og ráðuneytin sér. Hefði ekkert á móti því að sameina þær tvær til þess að efla greinina ef þið teljið að þær ættu að vera ein grein. -Ice-72 (spjall) 8. apríl 2015 kl. 22:09 (UTC)[svara]

Orrustan við Liège

Dagsetning: 25-04-2015
Tjörvi Schiöth tilnefnir greinina Orrustan við Liège:
Ég lagði ágæta vinnu í þessa grein og hafði gaman af því að skrifa hana. Ég tel textann vera lipran og skemmtilegan, og öllum helstu staðreyndunum er komið á framfæri á hnitmiðaðan hátt. Ég tel einnig heimildavinnuna vera vandaða, og myndirnar vera flottar og viðeigandi. Ég vil þó fyrst og fremst heyra hvað öðrum finnst, vegna þess að ég á örugglega eftir að skrifa margar svipaðar greinar í framtíðinni. Maður mun alltaf stefna að því að koma þeim í gæðaflokkinn. Því myndi mér þykja gott að vita hvar þessi grein stendur á skalanum, og hvað mætti bæta. -Tjörvi Schiöth, 25. apríl 2015, kl. 06:30 (UTC)

Ég lagaði málfar aðeins og fjarlægði örfáar innsláttarvillur, þannig að texti greinarinnar ætti að vera betri núna. -Tjörvi Schiöth, 12. maí 2015, kl. 18:42 (UTC)

Umræða

  • Samþykkt Samþykkt --Tjörvi Schiöth (spjall) 25. apríl 2015 kl. 06:35 (UTC)[svara]
  • Á móti Á móti Nokkuð góð, en mér finnst vanta tvö atriði sem þurfi að vera svo greinin "geri efni sínu góð skil". Ef þessi atriði verða löguð þá að sjálfsögðu breyti ég atkvæðinu í samræmi við það.
  • vantar atburðarrásina 31 júlí - 5 ágúst, þegar meðal annars bretar og frakkar sentu heri sína af stað, Belgar höfnuðu ferð hermanna Þýskalands um land þeirra og Bretar studdu við Belga.
  • vantar að fjalla stutt um næstu orustur, þ.e. baráttan um Namur.--Snaevar (spjall) 21. nóvember 2016 kl. 16:49 (UTC)[svara]

Bjórkjallarauppreisnin

Dagsetning: 10-05-2015
Tjörvi Schiöth tilnefnir greinina Bjórkjallarauppreisnin:
Ég tilnefni þessa grein af sömu ástæðum og fyrir „Orrustan við Liège“ (sjá fyrir ofan). -Tjörvi Schiöth, 10. maí 2015, kl. 02:16 (UTC)

Lagaði málfar og innsláttarvillur. -Tjörvi Schiöth, 12. maí 2015, kl. 13:34 (UTC)

Umræða

Hagfræði

Dagsetning: 4-06-2015
157.157.76.131 tilnefnir greinina Hagfræði:
Tilnefni Hagfræði. Ég vann mjög mikið í henni fyrir ca. ári síðan og er búinn að bæta aðeins við hana stöku sinnum síðan þá, auk þess sem nokkrir aðrir notendur hafa gert fínar breytingar. 157.157.76.131 4. júní 2015 kl. 23:15 (UTC)[svara]

Umræða

Orrustan við Dybbøl

Dagsetning: 21-11-2016
Emil Gunnlaugsson tilnefnir greinina Orrustan við Dybbøl:

Umræða

  • Á móti Á móti Mér finnst þurfa að laga tvö atriði. Ef þessi atriði verða löguð þá að sjálfsögðu breyti ég atkvæði mínu. Í fyrsta lagi vantar neðanmálsgreinar, það ættu í minnsta lagi að vera ein neðanmálsgrein á málsgrein eða jafnvel fleiri ef málsgrein byggir á fleiri en einni síðu bókarinnar.

Í öðru lagi vantar örfá atriði í eftirmála um áhrif orustunnar:

  1. tilgreina hvernig baráttan leiddi af sér baráttuna við Helgoland
  2. fjalla í stuttu máli um friðarviðræðurnar í London.--Snaevar (spjall) 23. nóvember 2016 kl. 23:26 (UTC)[svara]

York

Dagsetning: 4-03-2018
Jóna Bók tilnefnir greinina York:
Greinin er vönduð, þokkalega löng, myndskreytt og tengist sögu Norðurlanda sem gerir hana athyglisverða fyrir íslenska lesendur

Umræða

Mani pulite (endurmat)

Dagsetning: 8-03-2019
TKSnaevarr tilnefnir greinina Mani pulite til endurmats:
Greinin getur alls engra heimilda og stenst því ekki gæðakröfur alfræðigreinar.

Umræða

Nes við Seltjörn

Dagsetning: 31-07-2019
Þjarkur tilnefnir greinina Nes við Seltjörn:
Ágætlega vönduð og ítarleg.

Umræða