„Yasser Arafat“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Hanshreinsson (spjall | framlög)
Bætti við texta
lagfæring
Lína 4: Lína 4:


== Æviágrip ==
== Æviágrip ==
Arafat fæddist í ágúst árið 1929. Heimildum ber ekki saman um hvort hann fæddist í [[Jerúsalem]] 4. ágúst eða þann 24. í [[Kaíró|Karíó]]. Hann var næst yngstur sjö barna velstæðs kaupmanns frá Gazaborg í Palestínu . Fyrstu árin bjó hann ýmist í Jerúsalem eða Karíó en árið 1949 hóf hann nám við háskólann í Kaíró.  Þar kviknaði einnig  pólítískur áhugi hans. Hann varð forseti sambands palenstínskra stúdenta og tók þátt í starfi [[Bræðralag múslima|Bræðralags múslima]].  Aðkoma hans að bræðralaginu átti eftir að kosta hann stutta fangelsisvist þegar [[Egyptaland|egypsk]] stjórnvöld sóttu að samtökunum. Árið 1956 útskrifaðist Arafat með gráðu í verkfræði og var þá þegar kallaður í egypska herinn vegna [[Súesdeilan|Súez deilunnar.]]
Arafat fæddist í ágúst árið 1929. Heimildum ber ekki saman um hvort hann fæddist í [[Jerúsalem]] 4. ágúst eða þann 24. í [[Kaíró|Karíó]]. Hann var næst yngstur sjö barna vel stæðs kaupmanns frá Gazaborg í Palestínu. Fyrstu árin bjó hann ýmist í Jerúsalem eða Kaíró en árið 1949 hóf hann nám við háskólann í Kaíró. Þar kviknaði einnig pólítískur áhugi hans. Hann varð forseti sambands palenstínskra stúdenta og tók þátt í starfi [[Bræðralag múslima|Bræðralags múslima]]. Aðkoma hans að bræðralaginu átti eftir að kosta hann stutta fangelsisvist þegar [[Egyptaland|egypsk]] stjórnvöld sóttu að samtökunum. Árið 1956 útskrifaðist Arafat með gráðu í [[verkfræði]] og var þá þegar kallaður í egypska herinn vegna [[Súesdeilan|Súez deilunnar]].


== Fatah og PLO ==
== Fatah og PLO ==
Árið 1959 var hann einn af stofnendum [[Fatah]]  sem áttu eftir að verða ein áhrifaríkustu samtök Palestínuaraba og síðar stærsti flokkurinn innan Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO . Þessi samtök áttu eftir að starfa í nokkurri andstöðu við vilja ýmissa þjóðarleiðtoga araba. Vildu þeir að baráttan fyrir frjálsri Palestínu færi fram undir forystu annarra arabískra ríkja enda [[Pan-arabismi]] í hámæli á þessum tíma. Arafat komst hinsvegar fljótlega að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að treysta á aðrar arabískar þjóðir í baráttu fyrir sjálfstæðri Palestínu heldur yrði það að vera í höndum Palestínumanna sjálfra. Leit hann mikið til aðferða [[Alsír|Alsíringa]] í frelsisbaráttu þeirra gegn [[Frakkland|Frökkum]].
Árið 1959 var hann einn af stofnendum [[Fatah]] sem áttu eftir að verða ein áhrifaríkustu samtök Palestínuaraba og síðar stærsti flokkurinn innan Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO . Þessi samtök áttu eftir að starfa í nokkurri andstöðu við vilja ýmissa þjóðarleiðtoga araba. Vildu þeir að baráttan fyrir frjálsri Palestínu færi fram undir forystu annarra arabískra ríkja enda [[Pan-arabismi]] í hámæli á þessum tíma. Arafat komst hinsvegar fljótlega að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að treysta á aðrar arabískar þjóðir í baráttu fyrir sjálfstæðri Palestínu heldur yrði það að vera í höndum Palestínumanna sjálfra. Leit hann mikið til aðferða [[Alsír|Alsíringa]] í frelsisbaráttu þeirra gegn [[Frakkland|Frökkum]].


Eftir afhroð hersveita arabríkja í [[Sex daga stríðið|Sex daga stríðinu]] 1967 styrktist staða Arafat og Fatah verulega. Sveitir Palestínumanna sem héldu út skæruhernaði frá bækistöðvum sínum í [[Jórdanía|Jórdaníu]] voru þær einu sem höfðu náð einhverjum árangri og ljóst að ekki var hægt að treysta á önnur ríki. Í kjölfarið var Arafat kjörinn leiðtogi PLO. Aðferðarfræði Arafat og PLO var tvíþætt. Í annan stað notaði hann diplómatískar leiðir til að fá samtökin viðurkennd sem réttmæt stjórnvöld ríkis Palestínumanna, hinsvegar var áfram beitt skæruhernaði gegn [[Ísrael]]. Þar að auki beittu ýmsir hópar innan PLO, eins og PFLP og Svarti september, hryðjuverkaárásum í auknum mæli.
Eftir afhroð hersveita arabaríkja í [[Sex daga stríðið|Sex daga stríðinu]] 1967 styrktist staða Arafat og Fatah verulega. Sveitir Palestínumanna sem héldu út skæruhernaði frá bækistöðvum sínum í [[Jórdanía|Jórdaníu]] voru þær einu sem höfðu náð einhverjum árangri og ljóst að ekki var hægt að treysta á önnur ríki. Í kjölfarið var Arafat kjörinn leiðtogi PLO. Aðferðarfræði Arafat og PLO var tvíþætt. Í annan stað notaði hann diplómatískar leiðir til að fá samtökin viðurkennd sem réttmæt stjórnvöld ríkis Palestínumanna, hinsvegar var áfram beitt skæruhernaði gegn [[Ísrael]]. Þar að auki beittu ýmsir hópar innan PLO, eins og PFLP og [[Svarti september]], hryðjuverkaárásum í auknum mæli.


Styrkur og fjöldi liðsmanna PLO í Jórdaníu jókst sífelt, ekki síst í kjölfar Sex daga stríðsins. Það átti eftir að valda núningi og síðar átökum við stjórnvöld í Jórdaníu og neyddist Arafat til að flytja höfustöðvar PLO til [[Líbanon]] árið 1970. Pólitísk barátta bar smá saman árangur og árið 1974 viðurkenndi [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] PLO sem réttmæta fulltrúa Palestínumanna og veitti þeim stöðu áheyrnarfulltrúa. Af því tilefni ávarpaði Arafat þingið þar sem hann sagðist bera „ólívugrein í annarri hendi en byssu í hinni.“ En  raunin varð þó sú að raunverulegur árangur í þeirri viðleitni að stofna ríki Palestínumanna var hægur. Mörg ríki, þar á meðal Ísrael og [[Bandaríkin]], litu á PLO sem hryðjuverkasamtök og Arafat neitað staðfastlega að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.
Styrkur og fjöldi liðsmanna PLO í Jórdaníu jókst sífellt, ekki síst í kjölfar Sex daga stríðsins. Það átti eftir að valda núningi og síðar átökum við stjórnvöld í Jórdaníu og neyddist Arafat til að flytja höfustöðvar PLO til [[Líbanon]] árið 1970. Pólitísk barátta bar smá saman árangur og árið 1974 viðurkenndi [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] PLO sem réttmæta fulltrúa Palestínumanna og veitti þeim stöðu áheyrnarfulltrúa. Af því tilefni ávarpaði Arafat þingið þar sem hann sagðist bera „ólívugrein í annarri hendi en byssu í hinni.“ En raunin varð þó sú að raunverulegur árangur í þeirri viðleitni að stofna ríki Palestínumanna var hægur. Mörg ríki, þar á meðal Ísrael og [[Bandaríkin]], litu á PLO sem hryðjuverkasamtök og Arafat neitað staðfastlega að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.
[[Mynd:Flickr - Government Press Office (GPO) - THE NOBEL PEACE PRIZE LAUREATES FOR 1994 IN OSLO..jpg|thumb|Yasser Arafat, Yitzhak Rabin og Shimon Peres taka við Friðarverðlaun Nóbels 1994]]
[[Mynd:Flickr - Government Press Office (GPO) - THE NOBEL PEACE PRIZE LAUREATES FOR 1994 IN OSLO..jpg|thumb|Yasser Arafat, Yitzhak Rabin og Shimon Peres taka við Friðarverðlaun Nóbels 1994]]
PLO hrökkaðist frá Líbanon í borgarastyrjöldinni 1982 og settu næst upp höfuðstöðvar í [[Túnis]]. Næstu árin gekk baráttan áfram hægt en árið 1988 var stigið stórt skref þegar Arafat lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]] og [[Gasaströndin|Gasaströndinni]] auk þess sem PLO afneitaði hryðjuverkum. Í kjölfar hófust samningaumleitarnir og árið 1993 var [[Oslóarsamkomulagið]] undirritað. Þar viðurkenndi Arafat formlega Ísrael og Yitzhak Rabin forsætisráðherra viðurkenndi PLO sem fulltrúa Palestínumanna sem fengu í kjölfarið aukna sjálfstjórn. Arafat gat þá loks snúið til baka til Palestínu eftir margra ára útlegð og kom á fót höfuðstöðvum á Vesturbakkanum. Þeir Arafat og Rabin, auk Shimon Peres utanríkisráðherra Ísraels, hlutu friðarverðlaun Nóbels árið eftir. Þrátt fyrir þetta tímamóta samkomulag þokaðist lítið áfram. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu engu og ofbeldi mikið á báða bóga, bæði með hyðjuverkum og beinum hernaði. Rabin var myrtur af andstæðingi friðarsamkomulagsins árið 1995 og harðlínumaðurinn [[Benjamin Netanyahu]] , sem taldi friðarviðræður við Palestínumenn tímasóun, náði völdum. Viðræður skiluðu því litlu næstu árin og önnur uppreisn Palestínumanna braust úr árið 2000. Hryðjuverkaárásirnir í Bandaríkjunum í september 2001 og stríðið gegn hryðjuverkum sem [[George W. Bush]] lýsti yfir í kjölfarið áttu enn eftir að þrengja stöðu Arafat og íbúa Palestínu.
PLO hrökkaðist frá Líbanon í borgarastyrjöldinni 1982 og settu næst upp höfuðstöðvar í [[Túnis]]. Næstu árin gekk baráttan áfram hægt en árið 1988 var stigið stórt skref þegar Arafat lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]] og [[Gasaströndin|Gasaströndinni]] auk þess sem PLO afneitaði hryðjuverkum. Í kjölfar hófust samningaumleitarnir og árið 1993 var [[Oslóarsamkomulagið]] undirritað. Þar viðurkenndi Arafat formlega Ísrael og [[Yitzhak Rabin]] forsætisráðherra viðurkenndi PLO sem fulltrúa Palestínumanna sem fengu í kjölfarið aukna sjálfstjórn. Arafat gat þá loks snúið til baka til Palestínu eftir margra ára útlegð og kom á fót höfuðstöðvum á Vesturbakkanum. Þeir Arafat og Rabin, auk [[Shimon Peres]] utanríkisráðherra Ísraels, hlutu [[friðarverðlaun Nóbels]] árið eftir.
Þrátt fyrir þetta tímamóta samkomulag þokaðist lítið áfram. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu engu og ofbeldi mikið á báða bóga, bæði með hyðjuverkum og beinum hernaði. Rabin var myrtur af andstæðingi friðarsamkomulagsins árið 1995 og harðlínumaðurinn [[Benjamin Netanyahu]] , sem taldi friðarviðræður við Palestínumenn tímasóun, náði völdum. Viðræður skiluðu því litlu næstu árin og önnur uppreisn Palestínumanna braust úr árið 2000. [[Árásin á Tvíburaturnana|Hryðjuverkaárásirnir í Bandaríkjunum í september 2001]] og stríðið gegn hryðjuverkum sem [[George W. Bush]] lýsti yfir í kjölfarið áttu enn eftir að þrengja stöðu Arafat og íbúa Palestínu.


== Arfleið ==
== Arfleið ==
Í október 2004 veiktist Arafat og var fluttur í skyndi til Parísar til meðferðar. Þar lést hann 11. nóvember 2004, 75 ára að aldri.
Í október 2004 veiktist Arafat og var fluttur í skyndi til [[París]]ar til meðferðar. Þar lést hann 11. nóvember 2004, 75 ára að aldri. Kenningar hafa verið uppi að eitrað hafi verið fyrir honum.


== Tenglar ==
== Tenglar ==

Útgáfa síðunnar 4. apríl 2019 kl. 17:48

Yasser Arafat með höfuðfatið sem einkenndi hann, keffiyeh

Yasser Arafat (arabíska: ياسر عرفات‎) (fæddur 4. ágúst eða 24. ágúst 1929, dó 11. nóvember 2004), fæddur Muhammad `Abd ar-Ra'uf al-Qudwa al-Husayni (محمد عبد الرؤوف القدوة الحسيني) og einnig þekktur sem Abu `Ammar (ابو عمّار), var formaður Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO) (1969–2004), forseti palestínsku heimastjórnarinnar (PNA) (1993–2004), og hlaut Friðarverðlaun Nóbels 1994 ásamt Shimon Peres og Yitzhak Rabin.

Æviágrip

Arafat fæddist í ágúst árið 1929. Heimildum ber ekki saman um hvort hann fæddist í Jerúsalem 4. ágúst eða þann 24. í Karíó. Hann var næst yngstur sjö barna vel stæðs kaupmanns frá Gazaborg í Palestínu. Fyrstu árin bjó hann ýmist í Jerúsalem eða Kaíró en árið 1949 hóf hann nám við háskólann í Kaíró. Þar kviknaði einnig pólítískur áhugi hans. Hann varð forseti sambands palenstínskra stúdenta og tók þátt í starfi Bræðralags múslima. Aðkoma hans að bræðralaginu átti eftir að kosta hann stutta fangelsisvist þegar egypsk stjórnvöld sóttu að samtökunum. Árið 1956 útskrifaðist Arafat með gráðu í verkfræði og var þá þegar kallaður í egypska herinn vegna Súez deilunnar.

Fatah og PLO

Árið 1959 var hann einn af stofnendum Fatah sem áttu eftir að verða ein áhrifaríkustu samtök Palestínuaraba og síðar stærsti flokkurinn innan Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO . Þessi samtök áttu eftir að starfa í nokkurri andstöðu við vilja ýmissa þjóðarleiðtoga araba. Vildu þeir að baráttan fyrir frjálsri Palestínu færi fram undir forystu annarra arabískra ríkja enda Pan-arabismi í hámæli á þessum tíma. Arafat komst hinsvegar fljótlega að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að treysta á aðrar arabískar þjóðir í baráttu fyrir sjálfstæðri Palestínu heldur yrði það að vera í höndum Palestínumanna sjálfra. Leit hann mikið til aðferða Alsíringa í frelsisbaráttu þeirra gegn Frökkum.

Eftir afhroð hersveita arabaríkja í Sex daga stríðinu 1967 styrktist staða Arafat og Fatah verulega. Sveitir Palestínumanna sem héldu út skæruhernaði frá bækistöðvum sínum í Jórdaníu voru þær einu sem höfðu náð einhverjum árangri og ljóst að ekki var hægt að treysta á önnur ríki. Í kjölfarið var Arafat kjörinn leiðtogi PLO. Aðferðarfræði Arafat og PLO var tvíþætt. Í annan stað notaði hann diplómatískar leiðir til að fá samtökin viðurkennd sem réttmæt stjórnvöld ríkis Palestínumanna, hinsvegar var áfram beitt skæruhernaði gegn Ísrael. Þar að auki beittu ýmsir hópar innan PLO, eins og PFLP og Svarti september, hryðjuverkaárásum í auknum mæli.

Styrkur og fjöldi liðsmanna PLO í Jórdaníu jókst sífellt, ekki síst í kjölfar Sex daga stríðsins. Það átti eftir að valda núningi og síðar átökum við stjórnvöld í Jórdaníu og neyddist Arafat til að flytja höfustöðvar PLO til Líbanon árið 1970. Pólitísk barátta bar smá saman árangur og árið 1974 viðurkenndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna PLO sem réttmæta fulltrúa Palestínumanna og veitti þeim stöðu áheyrnarfulltrúa. Af því tilefni ávarpaði Arafat þingið þar sem hann sagðist bera „ólívugrein í annarri hendi en byssu í hinni.“ En raunin varð þó sú að raunverulegur árangur í þeirri viðleitni að stofna ríki Palestínumanna var hægur. Mörg ríki, þar á meðal Ísrael og Bandaríkin, litu á PLO sem hryðjuverkasamtök og Arafat neitað staðfastlega að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Yasser Arafat, Yitzhak Rabin og Shimon Peres taka við Friðarverðlaun Nóbels 1994

PLO hrökkaðist frá Líbanon í borgarastyrjöldinni 1982 og settu næst upp höfuðstöðvar í Túnis. Næstu árin gekk baráttan áfram hægt en árið 1988 var stigið stórt skref þegar Arafat lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni auk þess sem PLO afneitaði hryðjuverkum. Í kjölfar hófust samningaumleitarnir og árið 1993 var Oslóarsamkomulagið undirritað. Þar viðurkenndi Arafat formlega Ísrael og Yitzhak Rabin forsætisráðherra viðurkenndi PLO sem fulltrúa Palestínumanna sem fengu í kjölfarið aukna sjálfstjórn. Arafat gat þá loks snúið til baka til Palestínu eftir margra ára útlegð og kom á fót höfuðstöðvum á Vesturbakkanum. Þeir Arafat og Rabin, auk Shimon Peres utanríkisráðherra Ísraels, hlutu friðarverðlaun Nóbels árið eftir.

Þrátt fyrir þetta tímamóta samkomulag þokaðist lítið áfram. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu engu og ofbeldi mikið á báða bóga, bæði með hyðjuverkum og beinum hernaði. Rabin var myrtur af andstæðingi friðarsamkomulagsins árið 1995 og harðlínumaðurinn Benjamin Netanyahu , sem taldi friðarviðræður við Palestínumenn tímasóun, náði völdum. Viðræður skiluðu því litlu næstu árin og önnur uppreisn Palestínumanna braust úr árið 2000. Hryðjuverkaárásirnir í Bandaríkjunum í september 2001 og stríðið gegn hryðjuverkum sem George W. Bush lýsti yfir í kjölfarið áttu enn eftir að þrengja stöðu Arafat og íbúa Palestínu.

Arfleið

Í október 2004 veiktist Arafat og var fluttur í skyndi til Parísar til meðferðar. Þar lést hann 11. nóvember 2004, 75 ára að aldri. Kenningar hafa verið uppi að eitrað hafi verið fyrir honum.

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.