„Sigríður Andersen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 37: Lína 37:
|neðanmálsgreinar=
|neðanmálsgreinar=
}}
}}
'''Sigríður Ásthildur Andersen''' (f. 21. nóvember 1971) er íslenskur stjórnmálamaður og núverandi [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]].
'''Sigríður Ásthildur Andersen''' (f. 21. nóvember 1971) er íslenskur stjórnmálamaður og núverandi [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]]. Hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra í mars 2019 eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar í embætti [[Landsréttur|Landsréttardómara]] hefði verið ólöglegur.


Sigríður settist á þing fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður]] árið 2015 og var kjörin á þing í sama kjördæmi í [[Alþingiskosningar 2016|alþingiskosningunum í október 2016]]. Hún var skipuð dómsmálaráðherra árið 2017. Eftir kosningar í október 2017 var hún aftur skipuð í embætti dómsmálaráðherra.<ref>{{fréttaheimild|url=http://www.ruv.is/frett/sex-karlar-og-fimm-konur|titill=Sex karlar og fimm konur|útgefandi=[[RÚV]]|dagsetning=30. nóvember 2017}}</ref>
Sigríður settist á þing fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður]] árið 2015 og var kjörin á þing í sama kjördæmi í [[Alþingiskosningar 2016|alþingiskosningunum í október 2016]]. Hún var skipuð dómsmálaráðherra árið 2017. Eftir kosningar í október 2017 var hún aftur skipuð í embætti dómsmálaráðherra.<ref>{{fréttaheimild|url=http://www.ruv.is/frett/sex-karlar-og-fimm-konur|titill=Sex karlar og fimm konur|útgefandi=[[RÚV]]|dagsetning=30. nóvember 2017}}</ref>

Útgáfa síðunnar 14. mars 2019 kl. 09:56

Sigríður Andersen

Fæðingardagur: 21. nóvember 1971 (1971-11-21) (52 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík, Íslandi
1. þingmaður Reykavíkurkjördæmis suður
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
2015– í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2017– Dómsmálaráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Sigríður Ásthildur Andersen (f. 21. nóvember 1971) er íslenskur stjórnmálamaður og núverandi dómsmálaráðherra. Hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra í mars 2019 eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar í embætti Landsréttardómara hefði verið ólöglegur.

Sigríður settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður árið 2015 og var kjörin á þing í sama kjördæmi í alþingiskosningunum í október 2016. Hún var skipuð dómsmálaráðherra árið 2017. Eftir kosningar í október 2017 var hún aftur skipuð í embætti dómsmálaráðherra.[1]

Dómaraskipanir í Landsrétt

Ráðherratíð Sigríðar hefur einkennst af nokkrum deilumálum, ekki síst um skipanir hennar á fimmtán dómurum í Landsrétt árið 2017. Sigríður fór þar ekki eftir hæfnismati dómnefndar á umsækjendum í stöðurnar og réð ekki fjóra af þeim dómurum sem hæfnisnefndin hafði metið hæfasta í starfið. Þeirra í stað réð hún meðal annars dómara sem voru persónulega tengdir henni og flokksfélögum hennar.[2] Sigríður sagðist hafa aukið vægi dómarareynslu í eigin hæfnismati á umsækjendunum.[3]

Tveir af þeim umsækjendum sem voru ekki ráðnir þrátt fyrir að hafa verið metnir meðal þeirra 15 hæfustu af hæfnisnefnd lögsóttu í kjölfarið ríkið. Í desember árið 2017 dæmdi Hæstiréttur Íslands gegn Sigríði og úrskurðaði að hún hefði brotið stjórnsýslulög með ráðningunni og hefði átt að óska eftir nýju hæfnismati ef hún teldi hinu fyrsta ábótavant. Vegna dómsins hlutu ákærendurnir tveir hvor um sig 700 þúsund króna miskabætur frá ríkinu.[3] Í mars næsta ár lagði stjórnarandstaðan fram vantrauststillögu gegn Sigríði á alþingi en tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 27.[4]

Þann 1. janúar árið 2018 var lögð fram krafa um að Arnfríður Einarsdóttir, einn af dómurunum sem Sigríður skipaði gagnstætt mati hæfnisnefndar, yrði metin vanhæf sem dómari í dómsmáli hjá Landsrétti vegna annmarka við ráðningu hennar. Málið fór fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, sem úrskurðaði þann 12. mars árið 2019 að landsrétturinn hefði verið ólöglega skipaður.[5]

Vegna úrskurðar Mannréttindadómstólsins ákvað Sigríður að stíga tímabundið til hliðar sem dómsmálaráðherra þann 13. mars 2019.[6]

Heimildir

  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  2. Jón Trausti Reynisson (17. september 2017). „Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt“. Stundin. Sótt 12. mars 2019.
  3. 3,0 3,1 Þórður Snær Júlíusson (19. desember 2017). „Hæstiréttur segir dómsmálaráðherra hafa brotið gegn stjórnsýslulögum“. Kjarninn. Sótt 12. mars 2019.
  4. „Sigríður stóð af sér vantraust“. RÚV. 6. mars 2018. Sótt 12. mars 2019.
  5. „MDE segir Landsrétt ólöglega skipaðan“. RÚV. 12. mars 2019. Sótt 12. mars 2019.
  6. „Dóms­málaráðherra stíg­ur til hliðar“. mbl.is. 13. mars 2019. Sótt 13. mars 2019.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.