„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Nýr hluti: →‎Fylki - ríki
Lína 164: Lína 164:


Sæl, ég fékk nýlega stjórnendaaðgang að ''Vini Wikipedía'' á facebook. Síðan hefur verið óvirk lengi og því er spurning um að pósta einhverju reglulega, kynna áhugaverðar síður, ,staðreyndir og viðburði. Allar ábendingar vel þegnar.--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 9. mars 2019 kl. 11:46 (UTC)
Sæl, ég fékk nýlega stjórnendaaðgang að ''Vini Wikipedía'' á facebook. Síðan hefur verið óvirk lengi og því er spurning um að pósta einhverju reglulega, kynna áhugaverðar síður, ,staðreyndir og viðburði. Allar ábendingar vel þegnar.--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 9. mars 2019 kl. 11:46 (UTC)

== Fylki - ríki ==

Engin fylki eru í Bandaríkjunum, aðeins ríki. Ath. muninn á fylkjum (provinces) og ríkjum (states)

Útgáfa síðunnar 9. mars 2019 kl. 20:53

Potturinn er almennur umræðuvettvangur um hina íslensku Wikipedíu.

Hægt er að ræða greinar á spjallsíðum þeirra, þú getur líka beðið um aðstoð á þinni eigin notanda-spjallsíðu.
Aðrir umræðuvettvangar sem eru í boði en eru mögulega ekki jafn virkir eru Laugin á Facebook hópurinn Laugin, WikiIS-l póstlistinn og IRC spjallrásin #wikipedia-is tengjast á Libera Chat.


Skjalasöfn
Flýtileið:
WP:P



Ný sveitarfélagskort

Ég er búinn að búa til nýtt SVG-kort yfir Ísland með sveitarfélags- og landshlutamörkum. Ætlunin er að skipta út GIF-kortum yfir sveitarfélög enda mörkin á þeim orðin löngu úrelt og gæðin léleg. Mig langar að fá ykkar álit á grunnkortinu áður en ég byrja að búa til kort fyrir hvert sveitarfélag. Ég ætla að merkja viðkomandi sveitarfélag í rauðu eins og á núverandi kortunum. Nýja kortið er sýnt hér til hægri. Endilega látið mig heyra það! Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 17:37 (UTC)[svara]

Flott og skýrt kort!--Berserkur (spjall) 20. janúar 2019 kl. 18:18 (UTC)[svara]
Takk! Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 20:17 (UTC)[svara]

50.000 greinar í ár

Ég var að skoða tölfræði um vöxt íslensku Wikipedíu í ar. Greinum fjölgaði um sirka 2.000 á árinu sem var að líða, sem er í samræmi við vöxt síðustu ára. Ég var að pæla að það gæti verið sniðugt að setja okkur það markmið í ár að ná 50.000 greinum fyrir árslok. Ég er búinn að stofna kerfissíðu utan um átakið og ég ætla að setja tengil á heimasíðuna til að vekja athygli manna og hvetja til þátttöku.

Íslenska Wikipedía hefur staðið fyrir svipuðum átökum áður (mig minnir að það hafi verið eitthvað svipað í gangi þegar við náðum 30.000 greinum). Til greina kemur að vekja athygli í blöðunum sem myndi hvetja t.d. skóla og aðrir stofnanir að taka þátt.

Ég er búinn að skíra þetta 50.000 fyrir 2020 en ef ykkur dettur betra nafn í hug þá er ég til í að breyta því. Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 20:35 (UTC)[svara]

Aldeilis göfugt og háleitt. Það þarf þá að 2falda afköstin. :o --Berserkur (spjall) 20. janúar 2019 kl. 22:34 (UTC)[svara]
Já, ég veit að þetta þykir kannski langsótt. Það gæti þó hjálpað með að vekja athylgi að hafa frekar hátt markmið. Maxí (spjall) 20. janúar 2019 kl. 23:00 (UTC)[svara]
Þetta gera 11-12 greinar á dag, þannig að ég held að það sé gerlegt samt... --Berserkur (spjall) 21. janúar 2019 kl. 17:46 (UTC)[svara]
Og ætlar frumkvöðullinn ekki að leggja hönd við plóg? --Berserkur (spjall) 22. janúar 2019 kl. 19:42 (UTC)[svara]
Jú, við tækifæri :) hef ekki haft mikinn tíma í þetta í viku vegna vinnu, en ætla að stofna nokkrar greinar um helgina! Takk fyrir metnaðinn! Maxí (spjall) 22. janúar 2019 kl. 22:48 (UTC)[svara]
Ekkert mál, geri frekar stuttar greinar en þær tikka í boxið, væri æskilegt ef við stjórnendur gerðum 2 á dag.--Berserkur (spjall) 23. janúar 2019 kl. 17:22 (UTC)[svara]
ætla að stofna nokkrar greinar um helgina :( Fyrir utan það að það veit enginn af þessu átaki... :( --Berserkur (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:20 (UTC)[svara]
Ég er búinn að sjá átakið en hef ekki haft fyrir því að merkja greinar sem ég bý til með því. Vel að merkja, í einum áfanga sem ég er í við Háskóla Íslands (sögu Miðausturlanda) er nemendum gert að skrifa Wikipediugrein tengda námsefninu. Til þess að ná markmiðinu um 50.000 greinar væri vænlegt að hafa samband við fleiri menntastofnanir og námssvið til að hvetja til að þær geri eitthvað svipað. Ég hef áður reynt að vekja áhuga á því í HÍ. Viðbrögðin hafa yfirleitt verið jákvæð, en lítið um aðgerðir. TKSnaevarr (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:34 (UTC)[svara]
Takk fyrir vekja athygli á þessu! Planið hjá mér var að setja borða á forsíðuna 1. febrúar til að auglýsa átakið (því þá á að vera hægt að sjá tölur um hversu margar greinar hafa verið stofnaðar í janúar). Ætla að vinna í borðanum í kvöld og setja hann svo á forsíðuna á morgun. Maxí (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:43 (UTC)[svara]
Er búinn að koma borðanum á forsíðuna. Maxí (spjall) 31. janúar 2019 kl. 17:56 (UTC)[svara]

Fréttatilkynning

Ég er búinn að skrifa drög að fréttatilkynningu. Mér þætti vænt um að fá ykkar skoðanir á þeim. Maxí (spjall) 1. febrúar 2019 kl. 12:29 (UTC)[svara]

Gæðagreinar

Þyrftum við ekki að vera duglegri að útnefna og velja gæðagreinar? Það virðast fáar eða engar greinar hafa fengið þann stimpil í þónokkur ár. TKSnaevarr (spjall) 25. janúar 2019 kl. 15:00 (UTC)[svara]

Já, þurfum að leggja meiri metnað í að fjölga þeim. Maxí (spjall) 25. janúar 2019 kl. 21:34 (UTC)[svara]
Já þetta er góð tillaga, það er enginn skortur á furðugóðum greinum á þessari síðu okkar. – Þjarkur (spjall) 27. janúar 2019 kl. 19:40 (UTC)[svara]
Ég sé á að umræðusíðunni um Gæðagreinar síðustu fimm árin hafa komið fram nokkrar tillögur sem fengu tilsettan atkvæðafjölda til að vera merktar sem gæðagreinar, en enginn hefur síðan gengið í að staðfesta það. Ég tek mér það bessaleyfi að gera það núna og merkja síðurnar Hallgrímur Pétursson, Farsími og York sem gæðagreinar. TKSnaevarr (spjall) 8. mars 2019 kl. 00:53 (UTC)[svara]

Þjóðlagatónlistarskorpa

Sælinú. Ég var að stofna til lítils vinnuhóps kunningja með það að markmiði að bæta greinarforða wikipediu sem varða þjóðlagatónlist, þjóðdönsum, bragfræði og slíku. Um þessi efni er lítið að finna á netinu, bæði á íslensku og ensku og einfaldast að byrja að bæta úr því hér á wikipediu. Hópurinn hittist í fyrsta skipti í dag og mun vonandi hittast aftur eftir mánuð og vinna yfir netið í millitíðinni. Við þiggjum alla hjálp, leiðréttingar og leiðbeiningar. Ef að það er einhver góð leið til þess að skipuleggja svona vinnu svo sem einhver staður á wikipediu fyrir vinnuhópinn til að gera t.d. lista yfir þær síður sem þarf að bæta. Og ætti ég að bæta þessu inná "Mislífleg samvinnuverkefni" í samfélagsgáttinni? LinusOrri (spjall) 27. janúar 2019 kl. 19:10 (UTC)[svara]

@LinusOrri – Þetta líst mér á! Þér er guði velkomið að bæta við nýrri síðu sérstaklega fyrir samvinnuverkefnið, þið getið líka safnað saman lista yfir greinar sem vantar (eða þarf að bæta) í Wikipedia:Tillögur að greinum. – Þjarkur (spjall) 27. janúar 2019 kl. 19:40 (UTC)[svara]
@ÞjarkurFrábært. Ég set þetta inn sem samvinnuverkefni febrúarmánaðar og þá getum við safnað greinum þangað. Ég mun hóa saman í allaveagana einn hitting á þessu tímabili. Hvar er best að auglýsa það til að ná til þeirra sem eru virkir hér?LinusOrri (spjall) 28. janúar 2019 kl. 11:19 (UTC)[svara]
Flestir þeir sem eru virkir hér fylgjast með nýlegum breytingum og munu því taka eftir síðunni. En þar sem flestir bæta bara við greinar á þeirra áhugasviði og lagfæra svo annað, þá myndi ég mæla með að auglýsa átakið þitt í kvæðafélaginu eða á öðrum vettvangi, aðrir hér munu svo aðstoða við hvaðeina sem þið gætuð lent í vandræðum með. – Þjarkur (spjall) 28. janúar 2019 kl. 12:11 (UTC)[svara]
-Þetta er komið inn sem samvinnuverkefni mánaðarins. Við stefnum á að taka vinnuhitting í miðjum mánuði. Wikipedia:Samvinna mánaðarins/febrúar, 2019 -LinusOrri (spjall) 1. febrúar 2019 kl. 11:09 (UTC)[svara]
Jæja þá er mánuðurinn liðinn og ég ætla að gera samantekt af verkefninu. Sniðið er eitthvað úrelt því að febrúar 2019 kemur ekki upp í Wikipedia:Samvinna mánaðarins. Getur einhver uppfært það? LinusOrri (spjall) 1. mars 2019 kl. 11:26 (UTC)[svara]

Flokkar á fólki eftir trúarbrögðum

Mér finnst ámælisvert að til er flokkur yfir múslima þar sem eina síðan er greinin um Osama bin Laden. Auðsjáanlega gefur þetta fremur skekkjandi mynd af trúarhópnum. Mér er hins vegar spurn hvort við ættum bara að eyða flokknum eða hvort við ættum að leggja í að fylla hann og gera sambærilega flokka fyrir fólk af öðrum trúarskoðunum? Slíkir flokkar virðast vera á ensku Wikipedíu. Eini flokkurinn yfir fólk af annarri trúarskoðun á íslensku er flokkur yfir trúleysingja, sem er talsvert betur skipaður.

Það er hins vegar líka spurning hvort við ættum að vera að flokka fólk eftir trúarskoðunum eða hvort við ættum bara að eyða báðum flokkunum. TKSnaevarr (spjall) 29. janúar 2019 kl. 01:04 (UTC)[svara]

Færði kallinn í einn af vinsælli flokkunum. Engin þörf á að vera með nærri tóma flokka. Óvíst að betri flokkun annarra greina eftir trúarhópum muni gagnast einhverjum. – Þjarkur (spjall) 29. janúar 2019 kl. 01:48 (UTC)[svara]

Infobox

Hvað heitir infobox á íslensku og er til slíkt fyrir samtök? Langar að hafa það síðum kvæðamannafélagana. Get ég kannski bara notað infoboxin fyrir fyrirtæki? Eða er betra að nota enska non profit infoboxið? LinusOrri (spjall) 4. febrúar 2019 kl. 09:35 (UTC)[svara]

Þetta kallast víst upplýsingasnið. Þú getur notað Snið:Fyrirtæki. Annars er alltaf hægt að búa til sitt eigið upplýsingabox með Snið:Infobox þó það sé óalgengt að gera. – Þjarkur (spjall) 4. febrúar 2019 kl. 15:32 (UTC)[svara]

Muhammad -> Múhameð?

Ég er að velta fyrir mér hvort við ættum að færa síður um menn að nafni Muhammad yfir á íslensku stöfunina Múhameð? Röksemd mín er sú að Muhammad (og aðrar stafanir eins og Mohammed, Mahomet o.s.frv.) eru ekki hinar „réttu“ stafanir á latnesku stafrófi heldur umritanir úr arabísku og persnesku letri yfir á framburðarreglur ensku, frönsku og annarra Evrópumála. Einnig er stafsetning á nafninu Muhammad talsvert á reiki bæði innan ensku og á milli annarra tungumála og því væri ekki alvitlaust að staðla ritun þessa nafna á íslensku við sama rithátt og er notaður þegar talað er um Múhameð spámann.

Færslur myndu t.d. vera á þessa leið:

(Allar þessar stafanir hafa eitthvað verið notaðar í fréttaritun, sbr. leit á timarit.is)

Ég myndi þó gera undantekningu í tilfellum manna frá löndum þar sem latneskt stafróf er notað, því þeirra eigin stöfun á nafni sínu verður auðvitað að teljast sú „rétta“ sama á hvaða tungumáli er skrifað. Því myndi ég t.d. ekki ætlast til þess að við breytum t.d. rithætti á boxaranum Muhammad Ali. TKSnaevarr (spjall) 7. febrúar 2019 kl. 16:33 (UTC)[svara]

Já það þykir mér eðlilegt að gera. – Þjarkur (spjall) 7. febrúar 2019 kl. 18:41 (UTC)[svara]
Sammála þessu og þeim undantekningum sem þú lýsir hér fyrir ofan. Maxí (spjall) 7. febrúar 2019 kl. 19:59 (UTC)[svara]
Bendi á en:Romanization of Arabic, Wikipedia:Umritun erlendra nafna og [1] :) :) Mér þykir dálítið skrýtið að íslenska nöfn í stað þess að umrita þegar ekki er um aðal- eða konungborið fólk að ræða. Mér finnst þannig munur á bin Salman og Mosaddegh. Í fyrra tilvikinu væri í samræmi við íslenska (og evrópska) hefð að íslenska nafnið ("Múhameð"), en í því síðara ætti að umrita miðað við tiltekinn umritunarstaðal úr arabísku - þekki það samt ekki nógu vel (miðað við okkar eigin reglur yrði það mǧmd mṣdq). Það væri gaman að komast að því hvort íslensk málnefnd t.d. hefur mælt með einhverri tiltekinni aðferð fyrir umritun úr arabísku... --Akigka (spjall) 8. febrúar 2019 kl. 10:59 (UTC)[svara]

Nýstofnuð notendanöfn

Sem notuð eru strax til skemmdarverka (jú eða létt bull eins og Þjarkur vill meina). Er ekki stefnan og hefur verið að banna slíkt samstundis og að eilífu? --Berserkur (spjall) 10. febrúar 2019 kl. 01:39 (UTC)[svara]

Endilega að banna strax í tilfelli skemmdarverka, en það er þó hægt að láta sig dreyma að þessi hópur þarna taki sig til og bæti við greinina eftir að þau klára skólaverkefnið sitt :) – Þjarkur (spjall) 10. febrúar 2019 kl. 02:00 (UTC)[svara]

Talk to us about talking

Trizek (WMF) 21. febrúar 2019 kl. 15:01 (UTC)[svara]

Snið

Ég var á wikithon-i þar sem markmiðið var að skrifa eða laga greinar um konur. Við lentum fljótt í því vandamáli að mörg snið sem eru mikið notuð á ensku eru ekki til á íslensku og það er ansi stór þröskuldur fyrir nýliða (eins og mig) sem vilja koma einhverju til skila en lenda í gildru þar sem þarf að gera heilan helling af forvinnu áður en hægt er að skrifa greinina sem maður vill skrifa (aðalega vegna þess að þegar þú límir inn ensku greinina og byrjar að þýða þá riðlast allt sem er ekki með íslenska samsvörun).

Það þyrfti því eiginlega að gera lista af sniðum einhverstaðar til að halda utan um hvaða snið hafa verið þýdd og hver ekki og svo leiðbeiningar um hvernig hægt sé að þýða snið eða taka enska grein og breyta sniðunum í íslenskar útgáfur. Þetta myndi auðvelda nýliðun, því það ætti að vera eins auðvelt og mögulegt er að þýða erlendar greinar á íslensku (s.s. bara copy/paste og svo byrja skipta út texta).

Ég byðst afsökunar ef þið eruð nú þegar með slíkan lista, ég hef ekki lagt mikið eftir því að finna hann en það eru nokkrar greinar sem ég hef áhuga á að skrifa (aðallega um stærðfræðinga og stærðfræði) og ef ég gæti fengið aðstoð við að komast af stað þá er ég alveg til í að þýða snið og gera leiðbeiningar til að auðvelda öðrum að skrifa líka. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 50574E (spjall) · framlög 26. febrúar 2019 kl. 22:43‎ (UTC)[svara]

Sæl verið þið! Gamað að heyra um gott framtak. Hér er listi, ég veit þó ekki hvort hann er tæmandi: Wikipedia:Listi yfir snið Þið ættuð ef til vill líka að líta á Hjálp:Námskeið fyrir fleiri upplýsingar. Annars er alltaf hægt að senda spurningar ef þið þurfið hjálp. TKSnaevarr (spjall) 26. febrúar 2019 kl. 22:52 (UTC)[svara]
Nei það er reyndar ekki til listi yfir snið, tók mig líka óralangan tíma að finna út úr því hvaða snið væru samsvarandi þeim útlensku. Sum algengustu sniðin eru með svona tungumála-hlekk hérna á vinstri hlið síðunnar, þannig sér maður að Template:Infobox person er tengt Snið:Persóna. Ég skal reyna að sjá hvort ég geti látið upplýsingakassana fljóta sjálfkrafa með í þýðingunni og skal reyna að taka saman betri kynningu á sniðum sem fyrst. Ég skal líta yfir greinina sem þú ert með í notendarýminu þínu og lagfæra sniðavillurnar, greinin er að nota óalgenga útgáfu af tilvísunum. Skalt svo endilega nefna það ef þú rekst á fleiri snið sem eru ekki til hér. – Þjarkur (spjall) 27. febrúar 2019 kl. 00:11 (UTC)[svara]
Ég er nýbúinn að búa til lista yfir sambærileg íslensk og ensk snið, hérna. Hann er nokkurnveginn tæmandi. Listi TKSnaevars inniheldur viðhaldssnið. Aðferðin sem Þjarkur nefnir virkar líka, bara spurning um hvað þér finnst auðveldara. (Listinn sem ég bendi á er eingöngu samansafn þeirra tengla sem Þjarkur nefnir).
Varðandi þýðingar þá getur þú kíkt á Prufuútgáfuna. Þar er að finna viðbótina "Þýðing á innihaldi" sem hjálpar þér að þýða greinar.--Snaevar (spjall) 27. febrúar 2019 kl. 00:52 (UTC)[svara]

8. mars Wiki4women

Við stjórnendur ættum kannski að undirbúa okkur fyrir lagfæringamaraþon líka í tilefni af: Wiki4women? --Berserkur (spjall) 6. mars 2019 kl. 17:23 (UTC)[svara]

Ég ætla að mæta á viðburðinn í HÍ. Aðrir stjórnendur ættu e.t.v. líka að mæta á hina staðina til þess að geta hjálpað við sniðform o.s.frv. TKSnaevarr (spjall) 6. mars 2019 kl. 18:03 (UTC)[svara]
Flott hjá þér.
Hér eru annars uppástungur yfir síður:
Stjórnmálakonur:
Alþingi: Anna Kolbrún Árnadóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Borgarstjórn: Hildur Björnsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir
Rithöfundar Ath. t.d. Listi yfir íslensk skáld og rithöfunda--Berserkur (spjall) 7. mars 2019 kl. 17:30 (UTC)[svara]
Lol. Þetta átak skilaði 8 greinum um konur, þar að 3 skrifaðar af stjórnendum
KÞBAVDÁW(ikipedíu) Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 89.160.214.195 (spjall) · framlög 8. mars 2019 kl. 18:45‎ (UTC)[svara]

Facebook - Vinir Wikipedia

Sæl, ég fékk nýlega stjórnendaaðgang að Vini Wikipedía á facebook. Síðan hefur verið óvirk lengi og því er spurning um að pósta einhverju reglulega, kynna áhugaverðar síður, ,staðreyndir og viðburði. Allar ábendingar vel þegnar.--Berserkur (spjall) 9. mars 2019 kl. 11:46 (UTC)[svara]

Fylki - ríki

Engin fylki eru í Bandaríkjunum, aðeins ríki. Ath. muninn á fylkjum (provinces) og ríkjum (states)