„Skarðsströnd“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ég tók út nafnið Klofningsnes, þar sem þetta nes er nafnlaust og ef lesinn er frumtextinn sem þessi grein er byggð á þá sést að nafnið er aldrei notað.
Hornstrandir1 (spjall | framlög)
mynd
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:16 Kleiner Fischerhafen am Klofningur.jpg|thumb|Skarðsströnd]]
'''Skarðsströnd''' er sveit í [[Dalasýsla|Dalasýslu]], sem er á milli [[Hvammsfjörður|Hvammsfjarðar]] og [[Gilsfjörður|Gilsfjarðar]]. Mörkin milli [[Fellsströnd|Fellsstrandar]] og Skarðsstrandar eru um [[Klofningur|Klofning]], klettarana fram af [[Klofningsfjall]]i, sem skilur á milli sveitanna. Skarðsströnd nær svo inn að Fagradalsá, en þar tekur [[Saurbær (Dalasýslu)|Saurbær]]inn við.
'''Skarðsströnd''' er sveit í [[Dalasýsla|Dalasýslu]], sem er á milli [[Hvammsfjörður|Hvammsfjarðar]] og [[Gilsfjörður|Gilsfjarðar]]. Mörkin milli [[Fellsströnd|Fellsstrandar]] og Skarðsstrandar eru um [[Klofningur|Klofning]], klettarana fram af [[Klofningsfjall]]i, sem skilur á milli sveitanna. Skarðsströnd nær svo inn að Fagradalsá, en þar tekur [[Saurbær (Dalasýslu)|Saurbær]]inn við.



Útgáfa síðunnar 9. október 2018 kl. 15:36

Skarðsströnd

Skarðsströnd er sveit í Dalasýslu, sem er á milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar. Mörkin milli Fellsstrandar og Skarðsstrandar eru um Klofning, klettarana fram af Klofningsfjalli, sem skilur á milli sveitanna. Skarðsströnd nær svo inn að Fagradalsá, en þar tekur Saurbærinn við.

Nokkuð breitt undirlendi er frá Klofningi að Skarði á Skarðsströnd en þar eru margir bæir farnir í eyði þótt landið sé vel gróið og búsældarlegt. Ballará er þó enn í byggð. Þar bjó meðal annars Pétur Einarsson, sem skrifaði Ballarárannál. Seinna bjó þar séra Eggert Jónsson, sem sumir telja að hafi að hluta verið fyrirmyndin að séra Sigvalda í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen.

Helsta höfuðból á Skarðsströnd og raunar eitt helsta höfuðból landsins fyrr á öldum er Skarð. Þar hefur sama ættin búið frá 11. öld og jafnvel allt frá landnámsöld. Margir þekktir einstaklingar af ætt Skarðverja hafa búið á Skarði og þekktust allra kannski Ólöf ríka Loftsdóttir, sem bjó á Skarði á 15. öld. Kirkja er á Skarði og átti hún áður margt góðra gripa en nu er fátt eftir nema altaristafla sem sagt er að Ólöf hafi gefið. Tvær frægar skinnbækur eru líka kenndar við Skarð. Í Skarðsstöð, hinni fornu höfn Skarðverja, er smábátahöfn og er þar nokkur útgerð, ekki síst á grásleppu. Þar var fyrsta fasta verslun í Dalasýslu og hófst 1890.

Nokkru innar á ströndinni er höfuðbólið Búðardalur, sem ekki má rugla saman við kauptúnið Búðardal við Hvammsfjörð. Þekktastur bænda í Búðardal er Magnús Ketilsson sýslumaður, sem stundaði þar merkar jarðyrkjutilraunir á 18. öld og skrifaði fjölda fræðirita.

Innst á Skarðsströnd eru svo bæirnir Ytri- og Innri-Fagridalur. Í Ytri-Fagradal er nú unnið að sauðfjárræktarverkefni sem felst í því að ala lömb á hvönn, sem þykir skila sér í bragðinu af kjötinu.

Heimildir

  • * „Strandahringurinn. Af www.dalabyggð.is“.