„U Thant“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29: Lína 29:
'''Thant''' ([[búrmíska]]: ဦးသန့်; [[22. janúar]] [[1909]] – [[25. nóvember]] [[1974]]), yfirleitt kallaður með heiðurstitlinum '''U Thant''', var [[Mjanmar|búrmískur]] [[ríkiserindreki]] og þriðji [[aðalritari Sameinuðu þjóðanna]] frá [[1961]] til [[1971]]. Hann var valinn í embættið eftir að fyrirrennari hans, [[Dag Hammarskjöld]], lést í flugslysi í september 1961. Thant var fyrsti maðurinn frá landi utan Evrópu sem gegndi embættinu og gegndi því lengur en nokkur annar, í tíu ár og einn mánuð.
'''Thant''' ([[búrmíska]]: ဦးသန့်; [[22. janúar]] [[1909]] – [[25. nóvember]] [[1974]]), yfirleitt kallaður með heiðurstitlinum '''U Thant''', var [[Mjanmar|búrmískur]] [[ríkiserindreki]] og þriðji [[aðalritari Sameinuðu þjóðanna]] frá [[1961]] til [[1971]]. Hann var valinn í embættið eftir að fyrirrennari hans, [[Dag Hammarskjöld]], lést í flugslysi í september 1961. Thant var fyrsti maðurinn frá landi utan Evrópu sem gegndi embættinu og gegndi því lengur en nokkur annar, í tíu ár og einn mánuð.


Thant kom frá bænum Pantanaw og hlaut menntun í Þjóðarháskóla Búrma og Rangoon-háskóla. Thant var pólitískur hófsemismaður sem fetaði milliveg á milli þjóðernissinna og þeirra sem vildu halda tryggð við [[breska heimsveldið]] á rósturtímum í Mjanmar. Hann var návinur fyrsta forsætisráðherra Mjanmar, [[U Nu]], og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn Nu frá 1948 til 1961. Thant þótti yfirvegaður og hipsturslaus og var því virtur meðal kollega sinna.<ref>{{cite journal | url=http://walterdorn.org/pub/144 | title=Unsung Mediator: U Thant and the Cuban Missile Crisis | author=[[Walter Dorn|A. Walter Dorn]] and Robert Pauk | journal=[[Diplomatic History (journal)|Diplomatic History]] |date=apríl 2009 | volume=33 | issue=2 | page=147 | pages=261–291 | doi=10.1111/j.1467-7709.2008.00762.x | ref=}}</ref>
Thant kom frá bænum Pantanaw og hlaut menntun í Þjóðarháskóla Búrma og Rangoon-háskóla. Thant var pólitískur hófsemismaður sem fetaði milliveg á milli þjóðernissinna og þeirra sem vildu halda tryggð við [[breska heimsveldið]] á rósturtímum í Mjanmar. Hann var návinur fyrsta forsætisráðherra Mjanmar, [[U Nu]], og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn Nu frá 1948 til 1961. Thant þótti yfirvegaður og hispurslaus og var því virtur meðal kollega sinna.<ref>{{cite journal | url=http://walterdorn.org/pub/144 | title=Unsung Mediator: U Thant and the Cuban Missile Crisis | author=[[Walter Dorn|A. Walter Dorn]] and Robert Pauk | journal=[[Diplomatic History (journal)|Diplomatic History]] |date=apríl 2009 | volume=33 | issue=2 | page=147 | pages=261–291 | doi=10.1111/j.1467-7709.2008.00762.x | ref=}}</ref>


Thant var útnefndur aðalritari Sameinuðu þjóðanna árið 1961 eftir að forveri hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi. Á fyrsta kjörtímabili sínu stóð Thant fyrir samningaviðræðum milli [[John F. Kennedy|Johns F. Kennedy]] Bandaríkjaforseta og [[Nikita Krústsjov]] leiðtoga Sovétríkjanna í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] árið 1962 og tókst að forða heimsbyggðinni frá miklum hörmungum. Í desember sama ár skipaði Thant Grandslam-aðgerðina svokölluðu, sem batt enda á [[Kongódeilan|uppreisn í Kongó]]. Thant var endurkjörinn aðalritari með öllum atkvæðum öryggisráðsins þann 2. desember 1966. Á seinna kjörtímabili sínu varð Thant vel þekktur fyrir að gagnrýna aðgerðir Bandaríkjamanna í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]]. Hann skipulagði inngöngu ýmissa nýsjálfstæðra afrískra og asískra ríkja í Sameinuðu þjóðirnar. Thant neitaði að gegna kjörtímabili í þriðja sinn og settist í helgan stein árið 1971.
Thant var útnefndur aðalritari Sameinuðu þjóðanna árið 1961 eftir að forveri hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi. Á fyrsta kjörtímabili sínu stóð Thant fyrir samningaviðræðum milli [[John F. Kennedy|Johns F. Kennedy]] Bandaríkjaforseta og [[Nikita Krústsjov]] leiðtoga Sovétríkjanna í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] árið 1962 og tókst að forða heimsbyggðinni frá miklum hörmungum. Í desember sama ár skipaði Thant Grandslam-aðgerðina svokölluðu, sem batt enda á [[Kongódeilan|uppreisn í Kongó]]. Thant var endurkjörinn aðalritari með öllum atkvæðum öryggisráðsins þann 2. desember 1966. Á seinna kjörtímabili sínu varð Thant vel þekktur fyrir að gagnrýna aðgerðir Bandaríkjamanna í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]]. Hann skipulagði inngöngu ýmissa nýsjálfstæðra afrískra og asískra ríkja í Sameinuðu þjóðirnar. Thant neitaði að gegna kjörtímabili í þriðja sinn og settist í helgan stein árið 1971.

Útgáfa síðunnar 18. ágúst 2018 kl. 10:54

U Thant
သန့်
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
30. nóvember 1961 – 31. desember 1971
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. janúar 1909
Pantanaw , Búrma, breska Indlandi
Látinn25. nóvember 1974 (65 ára) New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniMjanmarskur
MakiDaw Thein Tin (d. 1989)
BörnMaung Bo, Tin Maung Thant, Aye Aye Thant
HáskóliÞjóðarháskóli Búrma, Rangoon-háskóli
AtvinnaStjórnmálamaður, erindreki
Undirskrift

Thant (búrmíska: ဦးသန့်; 22. janúar 190925. nóvember 1974), yfirleitt kallaður með heiðurstitlinum U Thant, var búrmískur ríkiserindreki og þriðji aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1961 til 1971. Hann var valinn í embættið eftir að fyrirrennari hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi í september 1961. Thant var fyrsti maðurinn frá landi utan Evrópu sem gegndi embættinu og gegndi því lengur en nokkur annar, í tíu ár og einn mánuð.

Thant kom frá bænum Pantanaw og hlaut menntun í Þjóðarháskóla Búrma og Rangoon-háskóla. Thant var pólitískur hófsemismaður sem fetaði milliveg á milli þjóðernissinna og þeirra sem vildu halda tryggð við breska heimsveldið á rósturtímum í Mjanmar. Hann var návinur fyrsta forsætisráðherra Mjanmar, U Nu, og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn Nu frá 1948 til 1961. Thant þótti yfirvegaður og hispurslaus og var því virtur meðal kollega sinna.[1]

Thant var útnefndur aðalritari Sameinuðu þjóðanna árið 1961 eftir að forveri hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi. Á fyrsta kjörtímabili sínu stóð Thant fyrir samningaviðræðum milli Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Nikita Krústsjov leiðtoga Sovétríkjanna í Kúbudeilunni árið 1962 og tókst að forða heimsbyggðinni frá miklum hörmungum. Í desember sama ár skipaði Thant Grandslam-aðgerðina svokölluðu, sem batt enda á uppreisn í Kongó. Thant var endurkjörinn aðalritari með öllum atkvæðum öryggisráðsins þann 2. desember 1966. Á seinna kjörtímabili sínu varð Thant vel þekktur fyrir að gagnrýna aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu. Hann skipulagði inngöngu ýmissa nýsjálfstæðra afrískra og asískra ríkja í Sameinuðu þjóðirnar. Thant neitaði að gegna kjörtímabili í þriðja sinn og settist í helgan stein árið 1971.

Thant lést úr lungnakrabbameini árið 1974. Hann var trúrækinn búddisti og sem þekktasti Mjanmari á alþjóðasviðinu var hann mjög virtur og dáður í heimalandi sínu. Þegar herstjórn landsins neitaði að heiðra hann eftir dauða hans brutust út uppþot í Rangoon en ríkisstjórnin kvað þau í kútinn með nokkrum dauðsföllum.

Tilvísanir

  1. A. Walter Dorn and Robert Pauk (apríl 2009). „Unsung Mediator: U Thant and the Cuban Missile Crisis“. Diplomatic History. 33 (2): 147. doi:10.1111/j.1467-7709.2008.00762.x. {{cite journal}}: Margir |pages= og |page= tilgreindir (hjálp)


Fyrirrennari:
Dag Hammarskjöld
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1961 – 1971)
Eftirmaður:
Kurt Waldheim


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.