„Hafnarfjarðargangan (1985)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hafnarfjarðargangan''' var mótmælaganga sem var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga þann 10. ágúst árið 1985. Henni má...
 
 
Lína 11: Lína 11:
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
[[Flokkur:1985]]
[[Flokkur:1985]]
[[Flokkur:Hafnarfjörður]]

Nýjasta útgáfa síðan 29. maí 2018 kl. 21:44

Hafnarfjarðargangan var mótmælaganga sem var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga þann 10. ágúst árið 1985. Henni má ekki rugla saman við samnefnda aðgerð árið 1972. Gangan var lokahnykkur í vikulöngum friðaraðgerðum, þar sem slegið var upp friðarbúðum í Keflavík. Áherslan á baráttu gegn kjarnorkuvopnakapphlaupi risaveldanna var áberandi sem og vísanir til kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki sem voru 40 ára um þessar mundir.

Aðdragandi og skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Safnast var saman á Thorsplani í Hafnarfirði kl. 14, þar sem Eggert Lárusson flutti ávarp. Fyrsti áningarstaður var á Borgarholti í Kópavogi þar sem Ingibjörg Hafstað flutti ræðu. Við Suðurlandsbraut töluðu þau Unnur Jónsdóttir og Ragnar Þórsson. Útifundur var loks haldinn á Lækjartorgi með ávarpi Thors Vilhjálmssonar og Atla Gíslasonar, auk gesta frá Hiroshima.

Margháttaður ljóðalestur og tónlistarflutningur var á öllum stöðum. Rokktónleikum var slegið upp að útifundi loknum með hljómsveitunum: Kukl, og Með nöktum. Voru fundargestir áætlaðir um 1.000 talsins.