„Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
[[Mynd:DSCF1596.JPG|right|thumb|200px|Stefán, [[söngvari]] í Sálinni hans Jóns míns á Nasa]]
[[Mynd:DSCF1596.JPG|right|thumb|200px|Stefán, [[söngvari]] í Sálinni hans Jóns míns á Nasa]]


'''Sálin hans Jóns míns''' er [[Listi yfir íslenskar hljómsveitir|íslensk hljómsveit]] sem spilar [[rokk]], og er úr Reykjavík. Nafnið er dregið af því að í upphafi lék hljómsveitin [[sálartónlist]] og einn af stofnendunum hét Jón, en jafnframt vísar það í [[Sálin hans Jóns míns (þjóðsaga)|íslenska þjóðsögu]].
'''Sálin hanns Jóns míns''' er [[Listi yfir íslenskar hljómsveitir|íslensk hljómsveit]] sem spilar [[rokk]], og er úr Reykjavík. Nafnið er dregið af því að í upphafi lék hljómsveitin [[sálartónlist]] og einn af stofnendunum hét Jón, en jafnframt vísar það í [[Sálin hans Jóns míns (þjóðsaga)|íslenska þjóðsögu]].


== Saga ==
== Saga ==

Útgáfa síðunnar 10. mars 2018 kl. 15:44

Sálin.
Stefán, söngvari í Sálinni hans Jóns míns á Nasa

Sálin hanns Jóns míns er íslensk hljómsveit sem spilar rokk, og er úr Reykjavík. Nafnið er dregið af því að í upphafi lék hljómsveitin sálartónlist og einn af stofnendunum hét Jón, en jafnframt vísar það í íslenska þjóðsögu.

Saga

Snemma árs 1988 ákváðu þeir Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson að stofna nýja hljómsveit, og fengu þeir Rafn Jónsson trymbil, og Harald Þorsteinsson til liðs við sig. Þeir héldu sína fyrstu tónleika í Bíókjallaranum við Lækjargötu 10. mars 1988, og telst það stofndagur hljómsveitarinnar. Framan af var nokkuð um mannaskipti, en skipanin hefur verið nokkuð óbreytt frá 1999. Þess má geta að einu meðlimir núverandi hljómsveitar sem hafa verið frá upphafi eru Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson. En strax árið eftir að hljómsveitin var stofnuð(1989) gengu til liðs við þá Friðrik Sturluson og Jens Hansson og því má segja að þeir hafi næstum verið með frá upphafi.

Fyrsti smellur hljómsveitarinnar var Á tjá og tundri. Á ferli sínum hafa þeir samið fjölmörg vinsæl lög, m.a.: Undir þínum áhrifum, Hjá þér og Okkar nótt.

Sérstakur aðdáendaklúbbur var stofnaður um 2003, og heitir hann Gullna liðið. Á 20 ára afmæli sveitarinnar voru 1.389 manns skráðir í klúbbinn.

Meðlimir

Hljómsveitina skipa:

  • Söngur: Stefán Hilmarsson
  • Gítar: Guðmundur Jónsson
  • Bassi: Friðrik Sturluson
  • Hljómborð, rafsaxófónn, og bakrödd: Jens Hansson
  • Trommur og slagverk: Jóhann Hjörleifsson

Plötur Sálarinnar

Í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, 2008, sendi hún frá sér safnútgáfu með útgefnum breiðskífum fram að því. Bar hún nafnið Vatnaskil.

Tenglar

Heimildir

  • Morgunblaðið, 9. mars 2008.