„Ríkisþinghúsið í Berlín“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Reichstag building Berlin view from west before sunset.jpg|thumb|Ríkisþinghúsið eftir breytingarnar 1999]]
[[Mynd:Reichstag building Berlin view from west before sunset.jpg|thumb|Ríkisþinghúsið eftir breytingarnar 1999]]
[[File:Reichstag-berlin-im-umbau.jpg|thumb|Reichstag 1995]]
[[File:Reichstag-berlin-im-umbau.jpg|thumb|Reichstag 1995]]

:''Grein þessi skal sameinuð [[Þinghúsið í Berlín]]. Sjá nánar á [[Spjall:Þinghúsið í Berlín|hér]]'' 
<includeonly>[[Flokkur:Greinar er sameina skal]]</includeonly><noinclude>
{{DEFAULTSORT:{{PAGENAME}}}}


'''Ríkisþinghúsið''' í [[Berlín]] (''{{Audio|De-Reichstagsgebäude.ogg|Reichstagsgebäude}}''), einnig þekkt sem ''Reichstag'', er ein af þekktustu byggingum [[Þýskaland]]s. Það var þinghús Þýskalands frá 1894 til 1933, og svo aftur frá 1999.
'''Ríkisþinghúsið''' í [[Berlín]] (''{{Audio|De-Reichstagsgebäude.ogg|Reichstagsgebäude}}''), einnig þekkt sem ''Reichstag'', er ein af þekktustu byggingum [[Þýskaland]]s. Það var þinghús Þýskalands frá 1894 til 1933, og svo aftur frá 1999.

Þegar húsið var byggt réð heimsvaldastefna keisaratímabilsins í Þýskalandi. Henni fylgdi síðan heimsstyrjöld, og síðan uppreisn. Þýsku lýðveldi, oftast kennt við borgina [[Weimar]], var lýst yfir í þinghúsinu [[1918]] en fór út um þúfur fimmtán árum seinna þegar [[Adolf Hitler]] komst til valda. [[Nasismi|Nasistatímanum]] lauk þegar [[Sovétríkín|Sovét]]menn drógu rauða fánann að húni á rústum þinghússins í lok seinni heimsstyrjaldarinnar árið [[1945]]. [[Bonn]] var frá endalokum seinna stríðs höfuðborg [[Vestur-Þýskaland]]s og þar hafði þing og ríkisstjórn aðsetur eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Það var hins vegar á tröppum þinghússins í Berlín sem sameiningu þjóðverja í eina þjóð á nýjan leik var lýst yfir [[3. október]] [[1990]].


== Saga hússins ==
== Saga hússins ==

Útgáfa síðunnar 1. mars 2018 kl. 17:11

Ríkisþinghúsið eftir breytingarnar 1999
Reichstag 1995

Ríkisþinghúsið í Berlín (Reichstagsgebäude), einnig þekkt sem Reichstag, er ein af þekktustu byggingum Þýskalands. Það var þinghús Þýskalands frá 1894 til 1933, og svo aftur frá 1999.

Þegar húsið var byggt réð heimsvaldastefna keisaratímabilsins í Þýskalandi. Henni fylgdi síðan heimsstyrjöld, og síðan uppreisn. Þýsku lýðveldi, oftast kennt við borgina Weimar, var lýst yfir í þinghúsinu 1918 en fór út um þúfur fimmtán árum seinna þegar Adolf Hitler komst til valda. Nasistatímanum lauk þegar Sovétmenn drógu rauða fánann að húni á rústum þinghússins í lok seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Bonn var frá endalokum seinna stríðs höfuðborg Vestur-Þýskalands og þar hafði þing og ríkisstjórn aðsetur eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Það var hins vegar á tröppum þinghússins í Berlín sem sameiningu þjóðverja í eina þjóð á nýjan leik var lýst yfir 3. október 1990.

Saga hússins

Forsaga

Vilhjálmur I keisari tekur fyrstu skóflustunguna að Ríkisþinghúsinu 1884

Þegar Prússland varð að keisaraveldi, kom í ljós að þáverandi þinghús var allt of lítið fyrir hlutverk sitt. Var þá hafist handa við að skipuleggja byggingu nýs húss. Valinn var staður örstutt frá Brandenborgarhliðinu, en skipulagsmál drógust hins vegar á langinn. 1882 var loks haldin samkeppni arkítekta um fyrir nýtt hús þingsins. Sigurvegarinn varð Paul Wallot frá Frankfurt. Fyrsta skóflustungan var tekin 1884 og var það keisarinn sjálfur, Vilhjálmur I, sem hana tók.

Smíðin

Ríkisþinghúsið í kringum árið 1900

Húsið var tíu ár í smíðum. 1894 var hornsteinninn lagður, en vinnan var langt frá því búin og dróst frameftir aldamótin. Sérstaklega skapaði hvolfþakið erfiðleika. Í upphafi átti það að vera fyrir miðju hússins, beint yfir þingsalnum, til að veita honum náttúrulega birtu. Þegar smíði hússins var vel á veg komin, var ákveðið að færa hvolfþakið. Paul Wallot var hins vegar óánægður með þá ráðstöfun og barðist fyrir því að fá að hafa þakið yfir þingsalinn, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Þegar hann loks fékk það í gegn, kom í ljós að burðarveggir salarins voru of veikir fyrir hið mikla hvolfþak. Þurfti þá að minnka það um heila tíu metra og nota léttara efni. Þinghúsið varð því 75 metra hátt, í stað 85 metra, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Yfir vesturgafli hússins var settur steinborði með stálstöfum. Þar stendur „DEM DEUTSCHEN VOLKE“ (Þýsku þjóðinni). Steinborðinn var þó ekki settur á húsið fyrr en 1916. Stálbókstafirnir voru teknir úr tveimur fallbyssum sem Prússar hernámu úr Napoleonsstríðunum. Húsið kostaði alls 24 milljónir marka á virði þess tíma. Peningurinn kom frá Frakklandi en Frakkar þurftu að greiða Prússlandi stríðsskaðabætur eftir stríð landanna 1870-1871.

Þinghús til 1913

Ríkisþinghúsið hýsti þing keisaraveldisins allt til loka heimstyrjaldarinnar fyrri árið 1918. Þegar séð var að stríðið var tapað, fór nóvemberbyltingin í gang. Þingmenn réðu ráðum sínum. 9. nóvember tilkynnti ríkiskanslarinn Max von Badenkeisarinn, Vilhjálmur II, hafi sagt af sér, um leið og hann sagði sjálfur af sér og veitti Friedrich Ebert ríkisvöldin. Stundu seinna var tilkynnt til fólksins, sem safnast hafði saman utan við Ríkisþinghúsið, um stofnun Weimar-lýðveldisins. Þótt Ríkisþinghúsið hafi verið notað sem þinghús lýðveldisins, hélt það engu að síður fyrra nafni.

Ríkisþinghúsið í ljósum logum 27. febrúar 1933

Bruninn og stríðið

Þann 27. febrúar árið 1933, stuttu eftir að Adolf Hitler hafði verið skipaður kanslari þann 30. janúar, var kveikt í Ríkisþinghúsinu. Það brann lengi og varð fyrir miklum skemmdum. Ekki er vitað nákvæmlega hver eða hverjir voru þar að verki, en nokkrir voru handteknir í kjölfarið og einn tekinn af lífi; hollenskur kommúnisti að nafninu Marinus van der Lubbe. Þó það sé ekki vitað fyrir víst, er gjarnan talið að hann hafi staðið einn af verki. Víst er þó að Hitler og Nasistarnir notuðu tilefnið til þess að ofsækja pólitíska andstæðinga sína, og settu þeir neyðarlög, sem kennd eru við þinghúsbrunann, er felldu mannréttindarákvæði stjórnarskrár Weimar-Lýðveldisins úr gildi. Þúsundir kommúnista og sósíaldemókrata voru handteknir í kjölfarið, þeirra á meðal þingmenn sem sátu á þingi. Þetta var þýðingarmikið skref í atburðarás valdatöku Nasista, og í átt að stofnun Þriðja ríkisins. Vegna þess að margir andstæðingar þeirra á þinginu höfðu verið handteknir, tókst Nasistum að fá þingið til að samþykkja sérstakt ákvæði þann 24. mars, um að veita Hitler alræðisvald. Þar með var formlega búið að binda endi á Weimar-lýðveldið, og stjórnarskrá þess endanlega numin úr gildi.[1][2]

Bruninn sjálfur skemmdi húsið töluvert, bæði að innan og utan. Hvolfþakið hrundi og nýtt einfalt þak var sett á í staðinn til að stöðva frekari skemmdir af völdum veðurs. Þingið var flutt í önnur hús en þar sátu þó aðeins meðlimir þjóðarflokks Hitlers. Ríkisþinghúsið var þó enn notað. Í þeim sölum sem ekki brunnu voru haldnar sýningar og áróðursfundir á vegum nasista. Þegar heimstyrjöldin síðari hófst var múrað fyrir alla glugga. Þann 30. apríl 1945, á meðan orrustan um Berlín stóð yfir og ósigur Þjóðverja í stríðinu lá fyrir, komust Sovéskir hermenn inn í húsið og flögguðu sovéska fánanum á þakinu. Þó var enn barist á efri hæðum og í kjallara hússins allan næsta dag.

Eftirstríðsárin

Nýja hvolfþakið þykir vera einkar glæsilegt

Ríkisþinghúsið var stórskemmt þegar stríðinu lauk. Þegar borginni var skipt, lenti húsið vestanmegin við miðborgina. Berlínarmúrinn reis meðfram austurhlið hússins, en sjálft stóð það í vestri. Á 7. áratugnum var byrjað að gera húsið upp. Skreytingum var víða sleppt, hornturnarnir voru lækkaðir og ekkert hvolfþak var sett á að nýju. Hins vegar var þingsalurinn stækkaður talsvert. Þó voru engin þing haldin í húsinu fyrir sameiningu ríkjanna. 1991, ári eftir sameiningu ríkjanna, ákvað Bundestag (þýska þingið) í Bonn að færa höfuðborg Þýskalands aftur til Berlínar. Einnig var ákveðið að Ríkisþinghúsið yrði vettvangur þýska þingsins á ný. Jafnframt var ákveðið að húsið fengi nýtt hvolfþak. Áður en verkframkvæmdir hófust fékk búlgarski listamaðurinn Christo að hylja gjörvallt húsið með áldúk í listrænum gjörningi. Húsið var hulið 24. júní7. júlí 1995. Á þessum tveimur vikum sóttu 5 milljónir ferðamenn húsið heim. Seinna á árinu hófust framkvæmdir við húsið, sem stóðu í nokkur ár. Nýja hvolfþakið er 24 metra hátt og er gert úr gleri og stáli. Það er opið fyrir almenningi og er gríðarlega vinsælt. Ríkisþinghúsið í Berlín er eftir þessar breytingar næstsóttasti ferðamannastaður Þýskalands. 1999 fundaði þýska þingið í húsinu, í fyrsta sinn síðan 1933.

Tilvísanir

  1. Kershaw, 1999, bls. 456–458 og 732.
  2. Rees, 2005, bls. 46.

Heimildir

  • Beevor, Antony (2006). Fall Berlínar 1945. Bókaútgáfan Hólar. ISBN 9979-776-73-0.
  • Kershaw, Ian (1999). Hitler 1889-1936: Hubris. London: Penguin Books.
  • Rees, Laurence (2005). The Nazis: A Warning From History. London: BBC Books.
  • Schneider og Cobbes (1998). Berlin. Jaron.