„Berlínarmúrinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 26: Lína 26:
==25 ára falls múrsins fagnað==
==25 ára falls múrsins fagnað==
9. nóvember 2014 voru liðin 25 ár frá falli Berlínarmúrsins. Til að fagna þessa sögulega atburðar voru allskonar viðburðir og sýningar um alla borgina. Stór ljósasýning sem nefndist „Tákn vonar um heim án múrs“ var stærsti viðburður afmælisins. Þúsundir helíum fylltra ljósblaðra mynduðu 15 km leið í gegnum borgina og lýstu frá kl. 17:00 þann 7. nóvember til kl. 20:00 þann 9. Nóvember. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar níunda sinfónía Bethofens var flutt fyrir framan Brandenburgerhliðið ásamt því að hvítum blöðrum var sleppt til himins ásamt á sex öðrum stöðum. Þetta átti að minna á fall Berlínarmúrsins fyrir 25 árum og að tákna hina friðsælu byltingu árið 1989. Meira en milljón manns voru saman komin til Berlínar hvaðanæva að heimsóttu Brandenburgerhliðið.
9. nóvember 2014 voru liðin 25 ár frá falli Berlínarmúrsins. Til að fagna þessa sögulega atburðar voru allskonar viðburðir og sýningar um alla borgina. Stór ljósasýning sem nefndist „Tákn vonar um heim án múrs“ var stærsti viðburður afmælisins. Þúsundir helíum fylltra ljósblaðra mynduðu 15 km leið í gegnum borgina og lýstu frá kl. 17:00 þann 7. nóvember til kl. 20:00 þann 9. Nóvember. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar níunda sinfónía Bethofens var flutt fyrir framan Brandenburgerhliðið ásamt því að hvítum blöðrum var sleppt til himins ásamt á sex öðrum stöðum. Þetta átti að minna á fall Berlínarmúrsins fyrir 25 árum og að tákna hina friðsælu byltingu árið 1989. Meira en milljón manns voru saman komin til Berlínar hvaðanæva að heimsóttu Brandenburgerhliðið.
typpi er ekki typpi ef kongurinn er 1 cm


== Tenglar ==
== Tenglar ==

Útgáfa síðunnar 21. febrúar 2018 kl. 08:37

Berlínarmúrinn er frægur múr sem innan Berlínar afmarkaði landamærin milli Austur- og Vestur-Þýskalands

Berlínarmúrinn (þýska Berliner Mauer) var 167,8 km langur múr sem skildi að Vestur-Berlín og Austur-Þýskaland. Hann var byggður árið 1961 og féll 9. nóvember 1989. Yfirvöld Austur-Þýskalands kölluðu hann fasistavarnarmúr (þýska: antifaschistischer Schutzwall).

Berlínarmúrinn var áberandi tákn um skiptingu Þýskalands og kalda stríðið. Ekki er vitað hversu margir létu lífið við að reyna að flýja yfir múrinn en talið er að það hafi verið 138 manns.

Berlínarmúrinn verður til

Innrás Þjóðverja í Pólland þann 1. september 1939 markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Þjóðverjar gerðu innrásir í fleiri lönd, þar sem þeir hugðu á frekari landvinninga. Heimsstyrjöldin síðari var hafin.

Bandamenn, stórveldin Bandaríkin, Sovétríkin, Stóra-Bretland og Frakkland báru sigur úr býtum gegn Þjóðernisöflunum þýsku. Árið 1945 funduðu Sigurvegararnir í Jalta á Krímskaga, þar sem Evrópu var skipt í valdasvæði. Einnig var Þýskalandi skipt niður í valda-og stjórnunarsvæði. Berlín var skipt upp í Austur-Berlín og Vestur-Berlín. Rússar réðu í austurhlutanum.

Einhugur ríkti ekki meðal sigurvegaranna. Sovétríkin voru ekki sammála stefnu Veturveldanna og hugmyndafræðin var gerólík. Fyrrum bandamenn urðu andstæðingar og kepptu um yfirráð í Evrópu og víðar í heiminum. Atvinnulífið í Sovéthlutanum var í rúst. Rússar guldu sjálfir mikið afhroð í stríðnu en Bandaríkjamenn báru af því lítið tjón. Meðan lífskjör í vesturhlutanum bötnuðu, meðal annars vegna Marshallaðstoðarinnar, uxu erfiðleikarnir í austurhlutanum. Það var þung byrði að gjalda Rússum stríðsskaðabætur. Þar var heldur ekki um að ræða Marshalaðstoð.

Vegna þessara erfiðu lífskjara hóf fólk að yfirgefa austurhlutann og setjast að í vesturhlutanum í von um betri lífskjör. Fólksflóttinn var mjög þungbær fyrir Þýska alþýðulýðveldið sem þá var orðið til og var orðinn efnahagsleg ógnun. Það var fyrst og fremst ungt og vel menntað fólk, sem leitaði yfir í vesturhlutann. Á árunum 1953 til ársloka 1960 yfirgáfu austurhlutann árlega milli 140 – 330 þús. manns, alls 1.856.466. Samtals voru yfir þrjár milljónir flóttamanna komnir til Vestur-Berlínar.

Í austurhlutanum þar sem Sovétmenn stjórnuðu var mönnum ljóst að eitthvað varð að gera til að sporna við fólksflóttanum. Enginn hafði búist við því sem gerðist. Sunnudaginn 13. ágúst 1961 slokknuðu ljósin við Brandenborgarhliðið. Hermenn og landamæraverðir hófu í skjóli skriðdreka og vopnaðra hermanna að fjarlægja malbik og reisa varnargirðingu úr vírneti. Víðsvegar á borgarmörkunum blasti hið sama við: Vopnaðir landamæraverðir, skriðdrekar, vírnet og steinsteypustólpar. Bygging Berlínarmúrsins var hafin. Að endingu var múrinn orðinn svo rammgerður að enginn komst í gegn eða yfir hann. Á milli sjálfs múrsins og vírnetsgirðingarinnar var svonefnt “dauðasvæði”. Stjórnarmenn í austurhlutanum nefndu múrinn varnargarð gegn fastistaöflunum. Við múrinn voru hundruð manna skotin sem reyndu að komast yfir hann og Alls létu meira en þúsund manns lífið á flóttanum frá Austur-Berlín til Vestur-Berlínar.

==Fall Berlínarmúrsins== hæ einar Berlínarmúrinn var eins konar táknmynd kalda stríðsins. Múrinn féll 9. nóvember 1989 og hafði þá staðið í 28 ár og var fall hanns upphafið að endalokum kalda stríðsins. Múrinn var frá annarri hliðinni séð nokkurs konar táknmynd andfasísks varnarveggs en það var litið á hann frá hinni hliðinni sem kommúnísk landamæri. Það eru margar ástæður fyrir falli múrsins sem þróuðust um langa hríð (Chronik des Mauerfalls, Die dramatischen Ereignisse um den 9. November 1989, Hans-Hermann Hertla, Ch. Links Verlag, Berlin 1999). Fall var hvorki skipulagt né beinlínis undirbúið en múrnum varð einfaldlega ofaukið (Berlin im Wandel, August 1989 bis Oktober 1991, Ralf Melzer, s. 23).

Fyrir fall múrsins gerðist ýmislegt bæði í austrinu og vestrinu sem hafði áhrif á fallið. Í austur Evrópu og í austur Þýskalandi voru miklar mótmæla- og umbótahreyfingar og Ungverjaland opnaði járntjaldið til Austurríkis 2. maí 1989, en það varð til fjöldaflótta til vestursins. Frá 4. september 1989 upphófust mánudagsmótmælin í Leipzig. Eftir friðarbænirnar í Nicolaikirkju gengu þúsundir á hverjum mánudegi um göturnar og kröfðust ferða- fjölmiðla- og fundafrelsis. Mótmælin 4. nóvember 1989 á Alexanderplatz í Berlín sem milljónir tóku þátt í juku þrýstinginn á ríkisstjórn austur Þýskalands. Hún neyddist til að leyfa að minnsta kosti einkaferðir til útlanda til þess að róa æsta stemninguna í landinu. (Seit 1990, Uberwündene Teilung Berliner Republik seit 1990).

Mikhail Gorbachev varð ritari kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum 11. mars 1989, en hann hafði mikil áhrif í tengslum við fall múrsins. Hann hafði komið á fót nýjungum í Sovétríkjunum sem höfðu óhjákvæmilega mikil áhrif á alla austurblokkina. (Chronki des Mauerfalls, Hans-Hermann Hertle, s. 58). Gorbachev vildi koma á meira jafnræði og hann var tilbúinn til þess að samþykkja endalok kommúnismans í austurblokkinni. Hann hafði líka mikil áhrif á leiðtogana í austur Þýskalandi. Árið 1989 hafði ríkisstjórnin ákveðið að þjóðin gæti ferðast frjáls til annarra landa en það var risastórt skref í átt að falli múrsins í nóvember 1989. 

Múrinn féll 9. nóvember 1989 og íbúar bæði austurs og vestur fögnuðu ákaft. Fall múrsins hafði án efa gríðarleg, jákvæð áhrif og ennfremur flóknar afleiðingar fyrir allt Þýskalands eins og raunar alla Evrópu. 

25 ára falls múrsins fagnað

9. nóvember 2014 voru liðin 25 ár frá falli Berlínarmúrsins. Til að fagna þessa sögulega atburðar voru allskonar viðburðir og sýningar um alla borgina. Stór ljósasýning sem nefndist „Tákn vonar um heim án múrs“ var stærsti viðburður afmælisins. Þúsundir helíum fylltra ljósblaðra mynduðu 15 km leið í gegnum borgina og lýstu frá kl. 17:00 þann 7. nóvember til kl. 20:00 þann 9. Nóvember. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar níunda sinfónía Bethofens var flutt fyrir framan Brandenburgerhliðið ásamt því að hvítum blöðrum var sleppt til himins ásamt á sex öðrum stöðum. Þetta átti að minna á fall Berlínarmúrsins fyrir 25 árum og að tákna hina friðsælu byltingu árið 1989. Meira en milljón manns voru saman komin til Berlínar hvaðanæva að heimsóttu Brandenburgerhliðið. typpi er ekki typpi ef kongurinn er 1 cm

Tenglar

  • Dauðinn við múrinn; grein úr Lesbók Morgunblaðsins 1966
  • „Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?“. Vísindavefurinn.