„Krosskönguló“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
nokkrar orðalagsbreytingar
Lína 18: Lína 18:
}}
}}


'''Krosskönguló''' eða '''evrópsk garðkönguló''' ([[fræðiheiti]]: ''Araneus diadematus'') er tegund [[köngulær|köngulóar]] af ætt [[Hjólaköngulær|hjólaköngulóa]], merkilegar að því leyti að [[silkiþráður]] þeirra er sá allra flóknasti í [[dýr]]aríkinu.
'''Krosskönguló''' eða '''evrópsk garðkönguló''' ([[fræðiheiti]]: ''Araneus diadematus'') er tegund [[köngulær|köngulóar]] af ætt [[Hjólaköngulær|hjólaköngulóa]], en þær eru merkilegar að því leyti að [[silkiþráður]] þeirra er sá allra flóknasti í [[dýr]]aríkinu.


== Útbreiðsla ==
== Útbreiðsla ==
Lína 24: Lína 24:


== Lifnaðarhættir ==
== Lifnaðarhættir ==
Krossköngulær geta lifað í um tvö ár og lifa því af [[vetur]]na. Þær lifa aðallega á [[flugur|flugum]], [[fiðrildi|fiðrildum]] og nánast öllu því sem festist í vef þeirra. Helsti óvinur krossköngulóa er [[hrossafluga]] en hún hefur lítið að segja í stærstu krosskóngulærnar. Hættan steðjar að ungum og eggjum. Krossköngulær afla sér fæðu með því að leggja eina af best heppnuðu gildrum sem þekkjast í heimi [[hryggleysingjar|hryggleysingja]] og þó víðar væri leitað.
Krossköngulær geta lifað í um tvö ár og lifa því af [[vetur]]na. Þær lifa aðallega á [[flugur|flugum]], [[fiðrildi|fiðrildum]] og nánast öllu því sem festist í vef þeirra. Helsti óvinur krossköngulóa er [[hrossafluga|hrossaflugan]] en hún hefur lítið að gera í stærstu krosskóngulærnar. Hættan steðjar að ungum og eggjum. Krossköngulær afla sér fæðu með því að leggja einna best heppnuðu gildrur sem þekkjast í heimi [[hryggleysingjar|hryggleysingja]] og þó víðar væri leitað.


Krossköngulær skipta stundum um liti þegar þær [[Hamskipti (dýr)|skipta um ham]] en þær þekkjast þó af litlum ljósum blettum í miðju aftari búksins sem mynda kross.
Krossköngulær skipta stundum um liti þegar þær [[Hamskipti (dýr)|skipta um ham]] en þær þekkjast þó á krossinum sem myndast úr litlum ljósum blettum á miðjum afturbolnum.


=== Silkiþráður krossköngulóa ===
=== Silkiþráður krossköngulóa ===
[[Mynd:Araneus diadematus underside 2.jpg|thumb|left|170px| Krosskönguló að spinna vef.]]
[[Mynd:Araneus diadematus underside 2.jpg|thumb|left|170px| Krosskönguló að spinna vef.]]
Ein tegund silkiþráðar krossköngulóarinnar er einn allra flóknasti kóngulóaþráðurinn sem til er, en krosskóngulær geta spunnið að minstakosti sex mismunandi tegundir þráða. Þræðir köngulóa verða til í þar til gerðum [[kirtill|kirtlum]] sem eru staðsettir aftast á afturbol kóngulóarinnar, rétt við lungun sem eru fyrir aftan magann. Þegar krosskóngulóin byrjar að spinna [[köngulóarvefur|vefi]] sína þá kastar hún eða spýtir einni tegund þráðar út í loftið þar sem vindurinn feykir honum til dæmis næstu trjágrein eða þakskeggi sem verður hald fyrir vefinn. Síðan spinnur hún niður úr fyrsta þræðinum þannig að stoðþræðirnir líta út eins og ''Y''. Miðjan á Y'inu verður miðja köngulóarvefsins. Síðan étur hún fyrsta þráðinn og setur nýjan og sterkari þráð í staðinn, en sá þráður er mjög sterkur og lítið teygjanlegur því vefurinn má ekki flökta mikið í vindi. Þessi þráður verður aðalstoðin en síðan gerir hún það sama við hina stoðþræðina. Þessu heldur hún áfram allt að 80 sinnum því að þeim mun fleiri sem stoðþræðirnir eru þess auðveldara er að spinna ystu hringi vefsins. Kóngulóin spinnur svo í hringi umhverfis miðju stoðþráðanna og framleiðir límkenndan þráð sem talinn er vera einhver sá flóknasti sem til er, en hann er í raun gerður úr tveimur þráðum. Ástæða þessa er að þessir þræðir þurfa að vera teygjanlegir, límkenndir og gríðarlega sterkir til að þola mikið högg. Þeir mega samt ekki vera of teygjanlegir því þá gætu þeir fest hver við annan og gildran þar með eyðilagst. Þessa kosti hefur þráður krosskóngulóarinnar og því er hann talinn með flóknari vefjum sem kóngulær spinna.
Ein tegund silkiþráðar krossköngulóarinnar er einn allra flóknasti kóngulóaþráðurinn sem til er, en krosskóngulær geta spunnið að minnsta kosti sex mismunandi tegundir þráða. Þræðir köngulóa verða til í þar til gerðum [[kirtill|kirtlum]] sem eru aftast á afturbol kóngulóarinnar, rétt við lungun sem eru fyrir aftan magann. Þegar krosskóngulóin byrjar að spinna [[köngulóarvefur|vefi]] sína þá kastar hún eða spýtir einni tegund þráðar út í loftið þar sem vindurinn feykir honum til dæmis næstu trjágrein eða þakskeggi sem verður hald fyrir vefinn. Síðan spinnur hún niður úr fyrsta þræðinum þannig að stoðþræðirnir líta út eins og ''Y''. Miðjan á Y'inu verður miðja köngulóarvefsins. Síðan étur hún fyrsta þráðinn og setur nýjan og sterkari þráð í staðinn, en sá þráður er mjög sterkur og lítið teygjanlegur því vefurinn má ekki flökta mikið í vindi. Þessi þráður verður aðalstoðin en síðan gerir hún það sama við hina stoðþræðina. Þessu heldur hún áfram allt að 80 sinnum því að þeim mun fleiri sem stoðþræðirnir eru þess auðveldara er að spinna ystu hringi vefsins. Kóngulóin spinnur svo í hringi umhverfis miðju stoðþráðanna og framleiðir límkenndan þráð sem talinn er vera einhver sá flóknasti sem til er, en hann er í raun gerður úr tveimur þráðum. Ástæða þessa er að þessir þræðir þurfa að vera teygjanlegir, límkenndir og gríðarlega sterkir til að þola mikið högg. Þeir mega samt ekki vera of teygjanlegir því þá gætu þeir fest hver við annan og gildran þar með eyðilagst. Þessa kosti hefur þráður krosskóngulóarinnar og því er hann talinn með flóknari vefjum sem kóngulær spinna.


=== Setið fyrir bráð===
=== Setið fyrir bráð===
Kóngulóin skilur eftir eða étur lítið gat í miðju vefsins svo hún komist báðum megin við hann. Þar bíður hún eftir bráð sinni. Þegar fórnarlamb festist í vefnum þá staðsetur kóngulóin það á örskotsstundu með því að nema titringinn í vefnum. Hún veit þá upp á hár hvar það er staðsett. Því næst flýtir hún sér að fórnarlambinu og bítur það en bit krosskóngulóa er eitrað en dugar þó ekki til fella mann en það vankar auðveldlega flugur og jafnvel banvænt fyrir smærri bráðir. Því næst vefur hún vankaða eða dauða bráðina þétt inn í silkiþráð og sýgur síðan úr henni innvolsið þegar hana svengir.
Kóngulóin skilur eftir eða étur lítið gat í miðju vefsins svo hún komist báðum megin við hann. Þar bíður hún eftir bráð sinni. Þegar fórnarlamb festist í vefnum þá staðsetur kóngulóin það á örskotsstundu með því að nema titringinn í vefnum. Hún veit þá upp á hár hvar það er. Því næst flýtir hún sér að fórnarlambinu og bítur það. Bit krosskóngulóa er eitrað og þótt það einungis óþægilegt fyrir manneskju vankar það auðveldlega flugur og drepur jafnvel smærri bráð. Því næst vefur hún vankaða eða dauða bráðina þétt inn í silkiþráð og sýgur síðan úr henni innvolsið þegar hana svengir.
<center>
<center>
<gallery>
<gallery>
Lína 44: Lína 44:


===Mökun===
===Mökun===
Þegar karldýr krosskóngulóar er tilbúið til mökunar þá lætur það lítinn sæðisdropa drjúpa á þéttan vefbút sem hann hefur spunnið. Síðan sýgur hann sæðisdropann upp í lítinn belg á þreifurunum, en æxlunarfæri karlanna eru ekki samtengd. Því næst leitar hann að vef einhvers kvendýrs. Þegar hann hefur fundið hana þá spinnur hann lítinn silkiþráð yfir á vef kvendýrsins og hefur biðilsleik.
Þegar karldýr krosskóngulóar er tilbúið til mökunar þá lætur það lítinn sæðisdropa drjúpa á þéttan vefbút sem það hefur spunnið. Síðan sýgur karlinn sæðisdropann upp í lítinn belg á þreifurunum, en æxlunarfæri karlanna eru ekki samtengd. Því næst leitar hann að vef einhvers kvendýrs. Þegar hann hefur fundið hana spinnur hann lítinn silkiþráð yfir á vef kvendýrsins og hefur biðilsleik.


Biðilsleikurinn fer þannig fram að karldýrið byrjar að leika taktfast á þennan þráð líkt og bassaleikari á streng með broddum sem eru á fremsta fótaparinu. Karldýrið tjáir þannig fyrirætlan sína og kvendýrið tjáir sig á móti með titringi. Ef karldýrið hefur minnsta grun um að kvendýrið sé þegar búið að maka sig þá forðar það sér samstundis. Að öðrum kosti þá mjakar hann sér ofurvarlega yfir á vef kvendýrsins og þau staðsetja hvort annað. Þegar karldýrið er komið nógu nálægt kvendýrinu þá stingur hann þreifaranum inn í kynop hennar og þaðan fer sæðið í þar til gert geymsluhólf. Kvenkóngulóin notar síðan sæðið þegar hún er tilbúin að verpa. Sæðið sem komið er í geymsluhólfið dugir oft mjög lengi, jafnvel ævilangt. Eftir mökun reynir karlinn að koma sér hratt í burtu til þess að forðast að vera étinn, en karldýrin eru mun minni en kvendýrin. Ástæða þess að kvendýrið étur karlinn er talin vera sú, að í karlinum sé mikið af efnum sem eru mikilvæg fyrir þroska eggjanna. Krosskóngulær eru ein af fáum tegundum kóngulóa sem éta karlana eftir mökun.
Biðilsleikurinn fer þannig fram að karldýrið byrjar að leika taktfast á þennan þráð líkt og bassaleikari á streng með broddum sem eru á fremsta fótaparinu. Karldýrið tjáir þannig fyrirætlan sína og kvendýrið tjáir sig á móti með titringi. Ef karldýrið hefur minnsta grun um að kvendýrið sé þegar búið að maka sig þá forðar það sér samstundis. Að öðrum kosti mjakar hann sér ofurvarlega yfir á vef kvendýrsins og þau staðsetja hvort annað. Þegar karldýrið er komið nógu nálægt kvendýrinu stingur hann þreifaranum inn í kynop hennar og þaðan fer sæðið í þar til gert geymsluhólf. Kvenkóngulóin notar síðan sæðið þegar hún er tilbúin að verpa. Sæðið sem komið er í geymsluhólfið dugir oft mjög lengi, jafnvel ævilangt. Eftir mökun reynir karlinn að koma sér sem skjótast í burtu til þess að forðast að vera étinn, en karldýrin eru mun minni en kvendýrin. Ástæða þess að kvendýrið étur karlinn er talin vera sú, að í karlinum sé mikið af efnum sem eru mikilvæg fyrir þroska eggjanna. Krosskóngulær eru ein af fáum tegundum kóngulóa sem éta karlana eftir mökun.


===Varp===
===Varp===
Þegar kvenkönguló er tilbúin til að verpa þá spinnur hún poka úr sérstökum silkiþræði sem aðeins kvenköngulær geta spunnið. Sá vefnaður líkist helst [[bómull]] þar sem hann inniheldur meira loft en aðrir þræðir kóngulóa. Pokinn er yfirleitt staðsettur í miðju kóngulóarvefsins hjá tilvonandi móður. Þegar pokinn er tilbúinn verpir hún í hann og sprautar síðan örlitlu af sæðinu sem hún fékk hjá karlinum yfir á eggin og frjóvgar þau. Síðan lokar hún pokanum. Pokar þessir eru á stærð við smásteina. Fyrst eftir að eggin hafa klakist út eru ungarnir hvítir og líkjast helst hárlús með átta fætur. Ungarnir hafa síðan hamskipti á meðan þeir eru enn í pokanum, en eftir það verða þeir nákvæmar eftirmyndir foreldranna og stækka smátt og smátt.
Þegar kvenkönguló er tilbúin til að verpa spinnur hún poka úr sérstökum silkiþræði sem aðeins kvenköngulær geta spunnið. Sá vefnaður líkist helst [[bómull]] þar sem hann inniheldur meira loft en aðrir þræðir kóngulóa. Pokinn er yfirleitt hafður í miðju kóngulóarvefsins hjá tilvonandi móður. Þegar pokinn er tilbúinn verpir hún í hann og sprautar síðan örlitlu af sæðinu sem hún fékk hjá karlinum yfir á eggin og frjóvgar þau. Síðan lokar hún pokanum. Pokar þessir eru á stærð við smásteina. Fyrst eftir að eggin hafa klakist út eru ungarnir hvítir og líkjast helst höfuðlús með átta fætur. Ungarnir hafa síðan hamskipti á meðan þeir eru enn í pokanum, en eftir það verða þeir nákvæmar eftirmyndir foreldranna og stækka smátt og smátt.


==Heimildir==
==Heimildir==

Útgáfa síðunnar 21. janúar 2018 kl. 11:46

Krossköngulær
Krosskönguló í vef sínum
Krosskönguló í vef sínum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Áttfætlur (Arachnida)
Ættbálkur: Köngulær (Araneae)
Undirættbálkur: Eiginlegar köngulær

(Araneomorphae)

Ætt: Hjólaköngulær (Araneidae)
Ættkvísl: Araneus
Tegund:
Krosskönguló

Tvínefni
Araneus diadematus
Clerck (1757)

Krosskönguló eða evrópsk garðkönguló (fræðiheiti: Araneus diadematus) er tegund köngulóar af ætt hjólaköngulóa, en þær eru merkilegar að því leyti að silkiþráður þeirra er sá allra flóknasti í dýraríkinu.

Útbreiðsla

Þær finnast um nánast alla Evrópu og í Kanada og norðanverðum Bandaríkjunum og eru algengustu köngulærnar á Íslandi.

Lifnaðarhættir

Krossköngulær geta lifað í um tvö ár og lifa því af veturna. Þær lifa aðallega á flugum, fiðrildum og nánast öllu því sem festist í vef þeirra. Helsti óvinur krossköngulóa er hrossaflugan en hún hefur lítið að gera í stærstu krosskóngulærnar. Hættan steðjar að ungum og eggjum. Krossköngulær afla sér fæðu með því að leggja einna best heppnuðu gildrur sem þekkjast í heimi hryggleysingja og þó víðar væri leitað.

Krossköngulær skipta stundum um liti þegar þær skipta um ham en þær þekkjast þó á krossinum sem myndast úr litlum ljósum blettum á miðjum afturbolnum.

Silkiþráður krossköngulóa

Krosskönguló að spinna vef.

Ein tegund silkiþráðar krossköngulóarinnar er einn allra flóknasti kóngulóaþráðurinn sem til er, en krosskóngulær geta spunnið að minnsta kosti sex mismunandi tegundir þráða. Þræðir köngulóa verða til í þar til gerðum kirtlum sem eru aftast á afturbol kóngulóarinnar, rétt við lungun sem eru fyrir aftan magann. Þegar krosskóngulóin byrjar að spinna vefi sína þá kastar hún eða spýtir einni tegund þráðar út í loftið þar sem vindurinn feykir honum til dæmis að næstu trjágrein eða þakskeggi sem verður hald fyrir vefinn. Síðan spinnur hún niður úr fyrsta þræðinum þannig að stoðþræðirnir líta út eins og Y. Miðjan á Y'inu verður miðja köngulóarvefsins. Síðan étur hún fyrsta þráðinn og setur nýjan og sterkari þráð í staðinn, en sá þráður er mjög sterkur og lítið teygjanlegur því vefurinn má ekki flökta mikið í vindi. Þessi þráður verður aðalstoðin en síðan gerir hún það sama við hina stoðþræðina. Þessu heldur hún áfram allt að 80 sinnum því að þeim mun fleiri sem stoðþræðirnir eru þess auðveldara er að spinna ystu hringi vefsins. Kóngulóin spinnur svo í hringi umhverfis miðju stoðþráðanna og framleiðir límkenndan þráð sem talinn er vera einhver sá flóknasti sem til er, en hann er í raun gerður úr tveimur þráðum. Ástæða þessa er að þessir þræðir þurfa að vera teygjanlegir, límkenndir og gríðarlega sterkir til að þola mikið högg. Þeir mega samt ekki vera of teygjanlegir því þá gætu þeir fest hver við annan og gildran þar með eyðilagst. Þessa kosti hefur þráður krosskóngulóarinnar og því er hann talinn með flóknari vefjum sem kóngulær spinna.

Setið fyrir bráð

Kóngulóin skilur eftir eða étur lítið gat í miðju vefsins svo hún komist báðum megin við hann. Þar bíður hún eftir bráð sinni. Þegar fórnarlamb festist í vefnum þá staðsetur kóngulóin það á örskotsstundu með því að nema titringinn í vefnum. Hún veit þá upp á hár hvar það er. Því næst flýtir hún sér að fórnarlambinu og bítur það. Bit krosskóngulóa er eitrað og þótt það sé einungis óþægilegt fyrir manneskju vankar það auðveldlega flugur og drepur jafnvel smærri bráð. Því næst vefur hún vankaða eða dauða bráðina þétt inn í silkiþráð og sýgur síðan úr henni innvolsið þegar hana svengir.

Mökun

Þegar karldýr krosskóngulóar er tilbúið til mökunar þá lætur það lítinn sæðisdropa drjúpa á þéttan vefbút sem það hefur spunnið. Síðan sýgur karlinn sæðisdropann upp í lítinn belg á þreifurunum, en æxlunarfæri karlanna eru ekki samtengd. Því næst leitar hann að vef einhvers kvendýrs. Þegar hann hefur fundið hana spinnur hann lítinn silkiþráð yfir á vef kvendýrsins og hefur biðilsleik.

Biðilsleikurinn fer þannig fram að karldýrið byrjar að leika taktfast á þennan þráð líkt og bassaleikari á streng með broddum sem eru á fremsta fótaparinu. Karldýrið tjáir þannig fyrirætlan sína og kvendýrið tjáir sig á móti með titringi. Ef karldýrið hefur minnsta grun um að kvendýrið sé þegar búið að maka sig þá forðar það sér samstundis. Að öðrum kosti mjakar hann sér ofurvarlega yfir á vef kvendýrsins og þau staðsetja hvort annað. Þegar karldýrið er komið nógu nálægt kvendýrinu stingur hann þreifaranum inn í kynop hennar og þaðan fer sæðið í þar til gert geymsluhólf. Kvenkóngulóin notar síðan sæðið þegar hún er tilbúin að verpa. Sæðið sem komið er í geymsluhólfið dugir oft mjög lengi, jafnvel ævilangt. Eftir mökun reynir karlinn að koma sér sem skjótast í burtu til þess að forðast að vera étinn, en karldýrin eru mun minni en kvendýrin. Ástæða þess að kvendýrið étur karlinn er talin vera sú, að í karlinum sé mikið af efnum sem eru mikilvæg fyrir þroska eggjanna. Krosskóngulær eru ein af fáum tegundum kóngulóa sem éta karlana eftir mökun.

Varp

Þegar kvenkönguló er tilbúin til að verpa spinnur hún poka úr sérstökum silkiþræði sem aðeins kvenköngulær geta spunnið. Sá vefnaður líkist helst bómull þar sem hann inniheldur meira loft en aðrir þræðir kóngulóa. Pokinn er yfirleitt hafður í miðju kóngulóarvefsins hjá tilvonandi móður. Þegar pokinn er tilbúinn verpir hún í hann og sprautar síðan örlitlu af sæðinu sem hún fékk hjá karlinum yfir á eggin og frjóvgar þau. Síðan lokar hún pokanum. Pokar þessir eru á stærð við smásteina. Fyrst eftir að eggin hafa klakist út eru ungarnir hvítir og líkjast helst höfuðlús með átta fætur. Ungarnir hafa síðan hamskipti á meðan þeir eru enn í pokanum, en eftir það verða þeir nákvæmar eftirmyndir foreldranna og stækka smátt og smátt.

Heimildir

  • David Attenborough (2005). Heimur hryggleysingjanna. Bókaforlagið Iðunn.
  • „Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvers vegna éta kvenkyns köngulær karldýrin eftir mökun?“. Vísindavefurinn.