„Holland“: Munur á milli breytinga

Hnit: 52°20′00″N 05°30′00″A / 52.33333°N 5.50000°A / 52.33333; 5.50000
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Steinbach (spjall | framlög)
Steinbach (spjall | framlög)
Lína 242: Lína 242:
| 2 || [[Rotterdam]] || 610 þúsund || Suður-Holland
| 2 || [[Rotterdam]] || 610 þúsund || Suður-Holland
|-
|-
| 3 || [[Haag]] (''Den Haag'', ’s-Gravenhage'') || 494 þúsund || Suður-Holland
| 3 || [[Haag]] (''Den Haag'', ''’s-Gravenhage'') || 494 þúsund || Suður-Holland
|-
|-
| 4 || [[Utrecht]] || 311 þúsund || Utrecht
| 4 || [[Utrecht]] || 311 þúsund || Utrecht

Útgáfa síðunnar 6. janúar 2018 kl. 14:02

52°20′00″N 05°30′00″A / 52.33333°N 5.50000°A / 52.33333; 5.50000

Konungsríkið Holland
Koninkrijk der Nederlanden
Fáni Hollands Skjaldarmerki Hollands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Je maintiendrai
(franska: Ég mun standa fast)
Þjóðsöngur:
Het Wilhelmus
Staðsetning Hollands
Höfuðborg Amsterdam
Opinbert tungumál hollenska, frísneska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur
Forsætisráðherra
Vilhjálmur Alexander
Mark Rutte
Sjálfstæði
 • yfirlýst 26. júlí 1581 
 • viðurkennt af Spáni 30. janúar 1648 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
134. sæti
41.543 km²
18,41
Mannfjöldi
 • Samtals (2014)
 • Þéttleiki byggðar
59. sæti
16.829.289
405/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 • Samtals 798,106 millj. dala (16. sæti)
 • Á mann 52.249 dalir (10. sæti)
VÞL (2013) 0.915 (4. sæti)
Gjaldmiðill Evra (€)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .nl
Landsnúmer +31

Konungsríkið Holland (hollenska: Koninkrijk der Nederlanden) er vesturevrópskt land staðsett við Norðursjó. Það er 41.548 km² að stærð og því tæplega hálfdrættingur á við Ísland. Stór hluti landsins er neðan sjávarmáls. Landið var efnahagslegt stórveldi frá 16. öld til 18. aldar. Holland er í Evrópusambandinu. Höfuðborgin er Amsterdam, þó svo að stjórnsýsla landsins sé í Haag.

Lega og lýsing

Þannig liti Holland út í dag án sjávarvarnargarða

Holland liggur syðst við Norðursjó í Vestur-Evrópu, gegnt Bretlandi. Það á landamæri að Þýskalandi í austri og Belgíu í suðri. Holland er ákaflega flatt land og býr við það að þrjú stórfljót eiga óshólma sína innan landsins: Rín, Maas og Schelde. Fyrir vikið hefur vesturhluti strandlengju landsins mótast af ám og óshólmum. Auk þess hafa stormflóð brotið niður landið við vestur- og norðvesturströndina og hefur það mótað mannlíf í gegnum aldirnar. Á 20. öld hófst gríðarstórt verkefni landsins (Deltaplan) við að temja vatnið, bæði sjóinn og árnar, með víðáttumiklum varnargörðum, skurðum og dælukerfi. Fyrir vikið er stór hluti landsins neðan sjávarmáls. Íbúar eru 16,5 milljónir. Til Hollands teljast einnig Vesturfrísnesku eyjarnar undan norðurströndinni, sem og nokkrar gamlar nýlendur í Vesturheimi (Hollensku Antillaeyjar og Arúba).

Þjóðfræði

Orðsifjar

Holland hét upphaflega Holtland (eða Holtlant), sem merkir skógarland. Þó er Holland eingöngu eitt (reyndar tvö) af tólf héruðum landsins. Upphaflega kallaðist landið allt, ásamt Belgíu, Niðurlönd (Nederlanden) í fleirtölu. Heitið er til komið sökum þess að þeim var stjórnað af hertoganum frá Búrgund og hann kallaði löndin neðri löndin, í þeirri merkingu að þau lægju neðar með stórfljótunum. Þegar sjálfstæði Hollands var viðurkennt 1648 hét það Nederlanden (Niederlande á þýsku, Netherlands á ensku, Pays bas á frönsku). En sökum þess að héraðið Holland er aðalhérað landsins og tók sig mest fram í sjálfstæðisstríðinu við Spánverja, fóru menn að nota orðið Holland um landið allt. Á íslensku hefur orðið Niðurlönd aldrei verið mikið notað, en hafa ber í huga að landið heitir opinberlega Nederlanden á hollensku og það getur verið móðgun við marga Hollendinga að kalla landið Holland, ekki ólíkt því að tala um allt Bretland sem England.

Mannfjöldi

Íbúar Hollands eru tæplega 17 milljónir talsins og búa flestir í stórborgunum í vesturhluta landsins. Holland er meðal þéttbýlustu landa heims, en þar búa að jafnaði 397 íbúar á km2. Rétt tæp 20% landsmanna eru af erlendum uppruna, flestir frá Indónesíu, eða tæp 390 þús manns en rétt á eftir koma Þjóðverjar (380 þús manns).

Tungumál

Kort af útbreiðslu trúfélaga. Grænt er þar sem kaþólikkar eru í meirihluta, rautt þar sem kalvínistar eru í meirihluta.

Í Hollandi eru töluð tvö viðurkennd tungumál: hollenska og frísneska. Hollenska er vesturgermanskt tungumál og náskylt þýsku. Nokkur munur er á málinu eftir landsvæðum, en það er einnig talað sums staðar í Belgíu auk núverandi og fyrrverandi nýlenda Hollendinga en einnig er tungumálið afríkanska (afrikaans), sem talað er í sunnanverði Afríku upprunnið úr hollensku. Frísneska er nær eingöngu töluð í héraðinu Fríslandi og á Frísnesku eyjunum undan norðurströndinni. Málið er náskylt þýsku og dönsku og er einnig talað í strandhéruðum Þýskalands við Norðursjó. Þeir íbúar Hollands sem tala frísnesku, tala einnig hollensku.

Trú

Trú manna í Hollandi er ákaflega misjöfn, meira en gengur og gerist í Vestur-Evrópu. 55.1% landsmanna kenna sig ekki við nein trúarbrögð, hvorki kristin né önnur en það er eitt stærsta hlutfall á vesturlöndum. 23,7% eru kaþólskir og 10.2% mótmælendur (flestir eru Kalvínstrúar), og 5.8% múslimar. Flestir kaþólikkar búa í suðurhluta landsins (Limburg og Brabant).

Stjórnsýsla

Þjóðfáni og skjaldarmerki

Fáni Hollands er þrjár láréttar rendur: Rauð, hvít og blá. Þessi þrílita fáni notaði prinsinn Vilhjálmur frá Óraníu-Nassau í fyrsta sinn 1579 í bardaga gegn Spánverjum í frelsisstríði landsins. Upphaflega var ekki rautt, heldur appelsínugult í fánanum sem tákn Óraníuættarinnar, en skipt var á litum 1630. Fáninn kallast prinsenvlag (prinsaflaggið) og var formlega samþykktur af Vilhelmínu drottningu 1937. Skjaldarmerki Hollands er gullið ljón á bláum fleti. Tvö önnur gullin ljón eru sitthvoru megin við og efst er gullkóróna. Neðst er borði með áletruninni: Je Maintiendrai, sem merkir ég mun vara. Yfir þessu öllu er sveipaður konunglegur möttull og enn ein kórónan efst. Skjaldarmerkið var innleitt 1815 við stofnun konungsríkis Hollands og er samsett af merkjum Hollands og valdaættarinnar Óraníu-Nassau.

Stjórn

Í Hollandi er þingbundin konungsstjórn. Konungur/drottning landsins velur forsætisráðherran og aðra ráðherra í samráði við forystu stjórnmálaflokkanna. Venjulega er sá maður valinn sem er formaður stærsta stjórnmálaflokksins eftir almennar þingkosningar. Þingið samanstendur af tveimur deildum. Í efri deild eru fulltrúar fylkja, en í neðri deild eru frambjóðendur kosnir beint í almennum kosningum. Þingkosningar voru síðast 2010 og í framhaldið varð Mark Rutte nýr forsætisráðherra, en hann tók við af Jan Peter Balkenende.

Síðustu forsætisráðherrar (eftir stríð).

Konungar/drottningar Hollands frá stofnun konungsríkisins. Allir nema Emma eru af Óraníu-Nassau ættinni sem á uppruna sinn í Þýskalandi.